Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 20

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 20
STJORNUSTJAKINN Jr f'HAV7 áti ■ c -r Þennan stjaka getið þið búið til fyrir tvö eða þrjú kerti, eftir því sem þið viljið. Undir botnplötuna eru settir tveir klossar sem fætur, og svo færð þú þér skaft, jafn gilt og kertin, sem stjakinn er ætlaður fyrir. Göt eru bor- uð á botnplötuna, mátulega stór fyrir skaftendann. Svo eru það stjörnurn- ar. Þær eru sagaðar út úr 1 cm þykk- um krossviði og borað gat á þær, hæfilegt fyrir skaftið. Síðan eru sag- aðir bútar af skaftinu, mismunandi langir, fyrir stjaka með þremur kert- um er hæfilegt að tveir bútarnir séu 4 cm langir og einn 6 cm. Bútarnir eru svo límdir í götin á botnfjölinni, og á efri bútendann eru stjörnurnar festar, þannig að búturinn gangi aðeins upp í mitt gatið og hola sé fyrir kertið. Bútarnir eiga að vera með silfur- bronslit. Og svo er botnfjölin skreytt með lyngi. voru líka leikföng, skip og bílar. Vala hlustaöi á þennan glaðværa og mælska síðskegg um stund. Hann hampaði nælum og steinhringum og lýsti því fyrir móður Völu hvað þetta væru fallegir gripir. ,,Þessi hringur færi þér nú vel. Rauði steinninn er dásamlegur. Og þessi næla fer vel við upphlut. Prestsfrúin keypti eina og hún er mjög ódýr þó að hún sé falleg. Þannig lét hann dæluna ganga og gyllti vörur sínar. Vala læddist aftur út úr stofunni og inn í herbergi Ella. ,,Var þetta jólasveinn?" spurði Elli. ,,Nei, þetta er farandsali. Hann hef- ur leikföng til sölu." ,,Jæja, er þá óhætt að koma inn?" ,,Já, komdu bara með mér." Svo fóru systkinin inn í stofuna. Þegar þau komu inn heilsaði farand- salinn þeim. ,,Ég hef líka eitthvað handa ykkur," sagði hann. Hann vissi að oft keyptu foreldrar eitthvað handa börnum sín- um þó að þau létu ekki freistast til að kaupa neitt handa sjálfum sér. Elli litli glápti á hann. Aldrei hafði hann séð mann með eins mikið skegg. „Það er gott að koma hingað. Það var snjór á fjallinu og ég var orðinn alveg uppgefinn þegar ég kom yfir.“ Mamma var frammi í eldhúsi að hita kaffi handa gestinum. Bráðlega mundi hann fá hressingu. Þegar Elli heyrði að hann kom ofan af fjalli, alveg sömu leið og jólasvein- arnir, varð hann aftur smeykur. Auð- vitað var þetta jólasveinn. Hann var bara að gabba foreldra hans. Hann gaut hornauga til pokans. Skyldu vera í honum óþæg börn? En þá sneri síðskeggur sér að börnunum og sýndi þeim barnagull|n- „Hér hef ég nokkra ágæta bfla handa litlum drengjum," sagði hann og leit til Ella. „Þeir eru óslítandi- Svo eru hérna litlir bátar. Þá er hér falle9 næla handa litlu stúlkunni. Hvernig líst ykkur á leikföngin?" Vala handlék þau og skoðaði. En Elli hélt sig á bak við hana og 9aLjt augunum ýmist á þau eða síðskegQ- Honum þóttu bílarnir girnilegir. Enn /ar hann þó dálítið smeykur. Meðan húsmóðirin var frammi ' eldhúsi að hita kaffið, ákvað pabtn þeirra að kaupa kringlótta naelu handa konu sinni, bíl handa Ella °9 litla rauða nælu handa Völu. Þegar þessum kaupum var lok' kom húsmóðirin með kaffi og kökur handa gestinum. Börnin stóðu a lengdar og skoðuðu leikföng sin Þarna bættust þeim við jólagjafir. „Sástu nokkuð til jólasveinanna? spurði pabbi þeirra glettnislega. „Já, ég sá nokkra þeirra renna ser skíðum niður fjallið. Þeir hljóta a vera komnir hingað í þorpið." „Héldu þeir ekki að þú vaerir einn þeirra með allt þetta skegg?" bæ*' pabbi við. „Það getur vel verið. Að minnst3 kosti voru þeir eitthvað forvitnir og fóru nærri mér. En mig vantar nu rauðu húfuna til þess að geta veri einn af þeim." Elli litli hlustaði á þessar samræður' Var hann einn af þeim? Hjónin settust nú niður og kaffi með gestinum en börnin drukku fóru inn nýja gólf' í herbergi Ella. Hann fór að reyna bílinn sem rann ágætlega eftir inu. „Heyrðu, Vala. Ég held að Þet hafi verið jólasveinn." „Hvaða vitleysa. Heldurðu að jó a^ sveinar hafi varning til sölu? Marn . sagði að þetta væri hann Jón kaUp' Hann ferðast víða um með varnin sinn." „Jæja, en voðalega hafði ha mikiðskegg." _ Og börnin léku sér áfram að gul sínum. Elli undi sér vel við að re bílnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.