Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 33

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 33
Hiawatha litli á úlfaveiðum Dag nokkurn, þegar Hiawatha litli kom glaður og reifur út úr tjaldinu sínu sá hann stóran, gráan úlf hlaupa inn í skóginn og í hvoftinum hafói hann eina af feitu hænunum, sem pabbi hans Hiawatha litla var svo hrifinn aí. og sem Sólskríkja, systir hans, annaðist svo vel. Litli Hiawatha vakti strax föður sinn, en Höfðinginn mikli varð afar reiður, því aö þetta var þriðja hasnan, sem úlfurinn stal, og auk þess vildi Höfðinginn mikli ekki láta vekja sig snemma á morgnana. ..Ég verð að fara og veiða úlfinn,“ sagði Höfðinginn mikli, ,,því aó annars endar það með því, að ég verð h^nulaus og svo hefur skógarvörðurinn heitið verð- launum fyrir hvern veiddan úlf. Sæktu kastslönguna mína, Hiawatha litli og komdu með mér! Þú átt að vera heima, Sólskríkja." ..Úlfaveiðar eru ekki fyrir stelpur," sagði litli Hiawatha montinn. ,,Þæreru karlmannsverk! ..Haltu þig inni í tjaldinu, Sólskrikja, þangað til við höfum veitt úlfinn," sagði Höfðinginn mikli, og svo flýttu Þeir Hiawatha sér á brott. Þeir fundu spor úlfsins innan skamms og eltu hann ^jóðlaust. Skyndilega námu þeir báðir staðar. Þeir heyrðu eitthvert skrjáf bak við runna. Þeir laumuðust Þangað og Höfðinginn mikli hafði kastslönguna viðbúna, en þetta reyndist aðeins héri, sem stökk upp og hljóp á brott. Veiðimennirnir héldu för sinni áfram og fljótlega þeyrðu þeir greinar brotna. Þeir stóðu og hlustuðu og komu auga á stóran elg. Hann setti undir sig hausinn og leit reiðilega á aðkomumennina. Feðgarnir hlupu eins hratt og þeirgátu. Þeir fengu smá *°rskot, því að það var e'ngu líkara, en elgurinn þyrfti að þogsa sig um, áður en hann lagði í að elta þá. Aumingja veiðimennirnir á flótta hlupu beint að brött- Um klettum, því að þeir vissu, að þar var hellir og þar ^tluðu þeir að fela sig fyrir reiðum elginum. En í hellinum bjó stór, brúnn björn, svo að litli Hiawatha og faðir hans v°ru fljótir að taka til fótanna aftur. Björninn var svo reiður yfir að vera vakinn, að hann elti þá skömmu síðar. Nú voru þeir í vanda staddir, því að elgurinn kom á móti þeim, en björninn elti þá. Hvað áttu þeir að gera? ,,Hentu þér marflötum á jörðina, sonur minn! stundi Höfðinginn mikli móður og másandi, og ekki voru þeir fyrr lagstir á magann, en dýrin fóru í hár saman. Það heyrðist mikið brak og elgurinn og björninn rákust svo heiftarlega á, að þeir duttu hálfringlaðir niður, en þá voru Höfðinginn mikli og Hiawatha litli komnir á fætur og Höfðinginn mikli sagði: ,,Við skulum koma okkur heim, sonur minn, því að úlfinn sjáum við hvergi. Hann hefur sjálfsagt falið sig, af því að hann er hræddur við okkur — og eftir þetta stelur hann ekki fleiri hænum. Svo þarf ég að komast heima og hvíla mig." Það er nú ekki hægt að segja, að þeir hafi gengið heim, því að jafnvel á meðan Höfðinginn mikli var að tala, tóku þeirtil fótanna og hlupu og hlupu. Þegar þeir komu heim var Sólskríkja að gefa hænunum. „Við pabbi gerðum úlfinn skíthræddan," sagði Hiawatha litli. „Hann sást ekki í öllum skóginum, svo að hann hefur víst flúið langt, langt af ótta við okkur." „Ja — úlfurinn er skammt undan," sagði Sólskríkja. „Hann liggur þarna." „Hvað ertu að segja!" hrópuðu Höfðinginn mikli og Hiawatha litli í kór og þeir hlupu hræddir í áttina að tjaldinu. „Þið hafið ekkert að óttast," sagði Sólskríkja. „Úlfur- inn er bundinn. Ég sá hann laumast í kringum hænsna- kofann og ég henti kastslöngunni minni um afturlapp- irnar á honum og batt hann við tréð þarna." „Humm!" urraði Höfðinginn mikli og leit hræðslulega á bundna úlfinn, „ég var búinn að segja þér að vera inni í tjaldinu, Sólskríkja!" „Þú hefur verið óþekk, Sólskríkja," sagði Hiawatha litli, „og svo heldurðu víst, að þú hafir verið dugleg!" „Nei alls ekki," sagði Sólskríkja og brosti sínu blíðasta brosi. „Ég veit ofur vel, að það var enginn vandi að veiða úlfinn, fyrst þið höfðuð hrætt hann svona mikið!" Feðgarnir brostu ánægðir og fóru til að sækja skógarvörðinn — og verðlaunin. Sólskríkja fór inn í ; tjaldið til að laga síðbúinn morgunverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.