Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 45
stungið inn í arininn með miklum
tagnaðarlátum. Þetta kölluðu púrí-
tanar ósæmilegt. Þeir gengu jafnvel
svo langt að þeir vildu ekki hafa nein-
ar hatíðarmessur.
Ástæðan til þess var sú, að púrí-
tanar vissu að jólin eiga ekki uppruna
sinn í kristninni. Jólin eru gömul
heiðingjahátíö, að vísu breytt í kristna
hátíð, en púrítana grunaði, að bak við
helgibraginn mundi leynast mikið af
f°rnum venjum. Þess vegna voru þeir
á móti jólunum. Og þeir höfðu nokkuó
li| síns máls, því að hinir gömlu jóla-
siöir áttu margir upptök sín í römm-
ustu heiðni.
hað var t.d. ekki af fegurðarsmekk
eingöngu að menn skreyttu heimili
sin með sígrænum viði. í sígrænum
viði bjó guðdómur, þar var hinn ó-
dauðlegi lífskraftur. í þeim viði, sem
stóðst vetrarkuldann bjuggu heilög
°tl, verndaröfl. Helgastur af öllu var
^istilteinninn. Hann varði húsið fyrir
Qöldrum og illum öndum. — Þetta var
torn trú.
Hin hátíðlega viðhöfn þegar jóla-
eldurinn var kveiktur, var eftirstöðvar
af hátíðarhöldunum í heiðni, þegar
jólin voru sólarhátíð. Þetta ,,jólatré“
var því heilagt og jafnvel um 1600
höfðu menn mikla trú á því. Leifarnar
og kolin af því var geymt vandlega og
höfðu menn trú á því að það kæmi í
veg fyrir eldsvoða, sérstaklega elds-
voða, sem stafaði af eldingum.
Mörg önnur hjátrú stóð í sambandi
við jólin, og umbótaviðleitni púrítana
var því ekki með öllu ástæðulaus. En
þeim tókst ekki jafn viturlega og
giftusamlega eins og kirkjufeðrunum
á 3. öld, þegar þeir létu æðstu hátíð
kristinna manna bera upp á miðs-
vetrarhátíð heiðingjanna, til þess að
heiðingjarnir yrðu fúsari að taka trú,
og hátíðin um leið gerð göfgari og
helgari. Reynslan hefur sýnt, að þetta
var heppilegasta úrlausnin. Árás
púritana á jólin varð ekki langvinn; en
hún varð aðalástæðan til hruns púri-
tanismans og til ofsókna gegn hon-
um.
JÓLASTJÖRNUR
Vitið þið að hægt er að búa til allra
fallegustu jólastjörnur úr puntstráum
eða hálmi? í hverja stjörnu á að nota
6 jafnlöng strá, og svo þarf maður
tvinnaspotta, ef maður notar hálm-
strá. Maður þræðir þau nefnilega
saman, 3 og 3, eins og sýnt er á miðri
myndinni og bindur endana saman,
svo að hver 3 strá myndi þríhyrning.
Svo bindur maður þríhyrningana
saman, eins og sýnt er á efstu mynd-
inni.
Úr punti má búa til stjörnukross,
eins og sýndur er á mynd til hægri.
Til þess að stráin leggist ekki saman
verður að vefja festiþráðinn á milli
þeirra, þegar langstráin og þverstráin
eru bundin saman.
/1Q