Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1978, Side 42

Æskan - 01.11.1978, Side 42
ÍS HEIMSINS I yrir miðjum glugga í stærstu sportvöruverslun bæjarins stóð fyrir nokkru þríhjól. í rauninni var þetta ósköp venjulegt hjól, kannski var það ofurlítið rauðara og meira gljáandi en önnur hjól, og kannski var pallurinn milli afturhjólanna svolítið grænni og stærri en á öðrum hjólum. En sjálft leit það á sig sem fegursta þríhjól í heimi. Og það var ef til vill ekki svo fjarri lagi, því að börnin, sem sáu það í glugganum, sögðu einum rómi að þetta væri fallegasta þríhjól sem þau hefðu séð og þau áttu enga ósk heitari en eignast það. Hjólinu fannst það í þyrjun ákaflega spennandi að allir skyldu líta á það aðdáunaraugum, en brátt fór því að leiðast. — Úff, ætlar enginn að kaupa mig, sagði það og dæsti af leiðindum. — Þá geta allir séð hvað ég er fínt þegar ég kem rúllandi eftir götunum. Og dag nokkurn varð því að ósk sinni. Móðir kom inn í verslunina með bláeygðan glókoll, sem hét Eiríkur og varð fjögurra ára einmitt þennan dag. — Við ætlum að fá hjól, sagði mamman. — Sonur minn vill endilega fá hjólið úti í glugganum. Viljið þér. sýna okkur það? — Sjálfsagt frú mín, sagði verslunarstjórinn og sótti heimsins fegursta þríhjól. Og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hjólið varð glatt! — Loksins fæ ég tækifæri til að skoða mig um í heiminum. Húrra. Nú verður gaman að lifa! En það varð fyrir drjúgum vonbrigðum. Eiríkur ók alltaf sömu leiðina, niður götuna, inn á barnaleikvanginn og sömu leið til baka. Og heimsins fegursta þríhjól var allt útatað í sandi og mold. Því líkaði alls ekki þegar pallurinn var fylltur af sandi, og þegar Eiríkur ók viljandi í alla verstu drullupollana, svo að varla grillti í fallegu hjólin fyrir mold. En verst af öllu fannst því þegar pabbi hans HJOL Eiríks sneri því á hvolf og málaói nafn Eiríks undir f'nU’ hvítu plastsetuna. Það var þá sem hjólið ákvað að við svo búið mætti ekki lengur standa. Það var ekki nóg með að það mátti þ°la að hírast í dimmum kjallara með tveimur leiðinlegum °9 Ijótum hjólum, heldur varð það einnig að þola málningu- Nú var nóg komið! Því var það dag einn, þegar Eiríkur fór inn í versluh með móður sinni, að þríhjólið lagði af stað niður götuna, sem Eiríkur bjó við. Ó, en sú ferð! Hjólið var svo ánægt með sig að það tók alls ekki eft|r bílunum sem þeyttu hornin og fólkinu sem hrópaðl; Skyndilega rakst það á gangstéttarbrún og endastakkst i göturæsið. Þar lá það grafkyrrt. — Jú, jú, hugsaði það, bráðum kemur einhver og ser að ég er fegursta hjól í heimi, og tekur mig upp, svo að eg geti haldið áfram ferð minni út í hinn stóra heim. En það kom engin góðhjörtuð manneskja, held°r strákur, sem var alltof stór til að sitja á þríhjóli. — Þetta hjólræksni hirði ég, sagði hann og settist a það með öllum sínum þunga. Það brakaði og brast öllum hjólum. — Æ, æ, kveinaði fegursta hjól í heimi. — HaettLl þessu, þú ert alltof þungur. En strákurinn skeytti Þvl engu og þaut á ofsa hraða eftir aflíðandi götunni. Þanmð mBgmmm HHV
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.