Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 67

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 67
JOLAVISUR Hvaða vísur kunnið þið, börnin góð um jólin, eða einhverjar, þar sem minnst er á jól? Öll kunnið þið: Bráðum koma blessuð jólin . . . og Jólasveinar einn og átta . . . og Nálgast jóla lífsglöð læti .. . og Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, og margar fleiri gamlar jólavísur og jóla- kvæði fyrir utan alla fallegu jólasálmana í sálmabókinni: Heims um ból, í dag er glatt, í Betlehem er barn oss fætt, Jesús, þú ert vort jólaljós, Nú eru byrjuð blessuð jól, og alla þessa fallegu jólasálma, sem sungnir eru í kirkjunum og útvarpinu og margir heima hjá ykkur á jólanótt, þar sem þið horfið á jólatréð og syngið með pabba ykkar, mömmu, systkinum, afa og ömmu og öllum hinum. Okkur finnst ekki ástæða til að prenta þessa sálma fyrir ykkur, heldur ætlum við að lofa ykkur að sjá nokkrar vísur, þar sem minnst er á jólin, eöa hugsað til þeirra, því að flest íslensk skáld hafa einhvern tíma minnst jólanna í Ijóðum sínum: Eyfirsk skáldkona. Kristín Jóhannes- dóttir, hefur kveðið um jólin, og er fyrsta erindið í Ijóði hennar þannig: Dýrð sé þér, drottins sól, dýrðleg nú höldum jól. Frelsarinn fæddur er, fögnum af hjarta vér. Margrét Jónsdóttir skáldkona gerði í æsku sinni jólasálm, sem hefst á þessu versi: Nú birtiryfir hreysi og höll, af hjarta börnin gleðjast öll, þvíjólaljósin loga skær, og Ijóssins engill stendur nær. Örn Arnarson skáld, öðru nafni Magnús Stefánsson, orti kvæðið Jóla- klukkur, sem hefst á þessu erindi: Jólaklukkur kalla hvellum hreim. Hljómar þessirgjalla um allan heim. Ómar þessir berast yfir stærstu höf, upp til jökulfrera, niður í dýpstu gröf. Úr ,,Jólakveðju“ Huldu skáldkonu (Unnar Benediktsdóttur): Sæl og glöð ég sé í anda sólskinið hjá vinum mínum: Ljósin björt á borði standa, börnin leika að gullum sínum. Úti gylltar stjörnur stafa strauma, sund og hvítar hæðir, milli hreinna mjallatrafa máni jólablysið glæðir. Jólakvæði eftir Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Brautarholti hefst á þessu er- indi: Þú barnahátíð besta og blessuð jólastund, er vekur von og kæti og vermir kalda lund. Frá Drottins himinhæðum oss heilög birta skín, en kát ég inni kveiki kertaljósin mín. Richard Beck kveður svo: Jólin eru vor á miðjum vetri, vermireiturfrostum næddri sál, gelslapenna gullnu skrifa letri gleðisnauðum hjörtum vonarmál. Stefán frá Hvítadal kveöur á aðfanga- dagskvöld 1912: Kveikt er Ijós við Ijós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. ( kvæðinu ,,Jólahugsanir“ segir Jón Benediktsson (Sólbros, 1952): I' kvöld svífur hugurinn langa leið, sem liggur til Betlehem, að lítilli jötu við lágan vegg, þar Ijóð mitt í bæn ég sem: Um sveinbarnið unga, er sá þar fyrst, hve sólin er björt og hrein, og lifði sem heilagur Ijóssins son og læknaði fjöldans mein. Að lokum ,,Jólin“ eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson: Nú eru jólin að nálgast, notar þau hver sem má. Barnið við gjöfunum brosir, batnar og ellinni þá. Helg eru jólin þar heima, sem hreiður mitt áður ég bjó. En eins og hver annar ungi með aldrinum burtu ég fló. «1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.