Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 100

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 100
1 Gyðingakökur frá Askov 625 g hveiti, 375 g smjör, 250 g Ijós púðursykur, 2 egg, 1 lítil slétt tsk. hjartarsalt. — Deigið er flatt þunnt út, og litlar, kringlóttar kökur stungnar úr því. Þær eru smurðar með hrærðu eggi og á þær stráð grófum sykri og hökkuðum möndlum. Einnig má strá steyttum kanil yfir helminginn. Kókoskransar 250 g smjörlíki, 250 g sykur, 250 g kókosmjöl, 250 g hveiti, 2 egg. Elt saman og litlir kransar mótaðir úr því. Vanillukransar 625 g hveiti, 380 g smjörlíki eða smjör, 200 g flórsykur, 2 egg, 1 hökkuð vanillustöng og 1/4 teskeið hjartarsalt. Pepitkransar 375 g af smjörlíki eru mulin saman við 'h kg hveiti. í þetta er blandað 125 g af sykri og 2 eggjarauðum. Þetta er látið standa á köldum stað og mótaðir úr því litlir kransar sem dýft er í létt- þeytta eggjahvítu og grófan sykur. Brúnar kökur 'h kg dökkt sýróp, 'A kg púðursykur, 125 g smjörlíki, 65 g hakkað súkkat, 65 g sultuð gullepli, 5 g steyttur negull, 10 g steyttur kanill, 5 g steyttur engifer, 1 'A dl rósavatn, 14 g hreinsuð pottaska, 750 g hveiti. Steyttum kardemommum og rifnum sítrónu- berki má bæta í eftir smekk. Sýrópið, sykurinn og smjörlíkið eru sett yfir, en mega aðeins ná suðumarki. Síðan er öllu kryddinu bætt út í, og pott- öskunni stráð í heitan massann, en þegar hann er orðinn kajdur, er hveitið elt saman við. Deigið þarf helst að liggja í eitt dægur. Úr því eru síðan stungnar kringlóttar eða aflangar kökur, sem eru smurðar með vatni. Heil eða hálf mandla er sett í miðjuna. Má ekki bakast við of háan hita. Piparhnetur 375 g hveiti, 'h teskeið lyftiduft, 125 g púðursykur, 1 teskeið steyttur engi- fer, 1 teskeið kardemommur, 1 te- skeið kanill, 1 hnífsoddur pipar, 125 g smjörlíki, 1 egg, 3—4 matskeiðar rjómi. Hveitið er sigtað með lyfti- duftinu og kryddinu, sykrinum bætt við, og smjörlíkið skorið í þetta. Egginu og rjómanum er bætt saman við og deigið elt saman. Rúllað í mjög grannar pylsur, sem eru skornar í mjög lítil stykki. Bakað Ijósbrúnt við góðan hita. Gómsætar smákökur 250 g hveiti, 200 g smjör og 75 g flórsykur er hnoðað vel, síðan er mótuð úr þessu pylsa, sem er lögð á kaldan stað í nokkra tíma, og er síðan skorin í þunnar sneiðar með beittum hníf og bökuö við jafnan hita. Kökurnar eiga aðeins að vera gular. Napóleonsbrauð 250 g hveiti, 160 g smjörlíki, 80 g flórsykur, 1 egg. Úr þessu eru stungnar litlar, kringlóttar kökur, hálfmánar eða því um líkt, sem, að bakstri loknum, eru smurðar með glassúr (ef til vill lituðum). Bognár kökur 375 g af smjörlíki eru hrærð með 500 g af sykri. í þetta er blandað 3 eggjarauðum, 500 g af hveiti og stíf- þeyttum hvítunum. Sett á plötuna í litla klatta, sem eru sléttaðir með | skeið. Þegar kökurnar eru teknar af plötunni, eru þær strax beygðar utan um skaftið af trésleif. Klausturskringlur 250 g hrísmjöl, 250 g hveitimjöl, 375 g smjörlíki, 4 matsk. sykur. Rúllað i litlar kringlur, sem dýft er í eggjahvítu og grófan sykur. Sítrónukökur 120 g smjörlíki eru hrærð með 250 g sykri ásamt 2 heilum eggjum, rifnum berki af einni sítrónu, og 375 g hveiti og 125 g kartöflumjöli. Rúllað í lit|ar kúlur, sem er þrýst dálítið á með gaffN- Súkkulaðimarens 3 eggjahvítur, 'h kg sykur, 'h mat- skeið edik, 1 hnífsoddur hjartarsalt, 125 g rifið súkkulaði (eða kakó). Þetta er hrært saman í þétt deig, sem er sett í litla klatta með teskeið og bakað við lágan hita, þar til kökurnar eru þurrar. Bæði þarf að smyrja plötuna og dyffa hana með hveiti. Eggjarauðukaka 2 eggjarauður, 2 bollar af hveiti, 2 bollar af sykri, 2 matsk. af smjörlíki, 'h tesk. hjartarsalt. Þetta er flatt út og tekió undan litlu glasi. Bakað við lágan hita. Lagkökubotnar 4 eggjahvítur eru þeyttar mjög stífar og síðan eru rauðurnar þeyttar saraan við, ein og ein í einu, 6 matskeiðar af sykri, 6 msk. af kartöflumjöli og 1 msk- af hveiti er nú einnig hrært saman við. og að síðustu 1 /2 úr lyftiduftsbréfi- Botnarnir eru bakaðir þunnir lagðir saman með kremi eða sultu a milli. Kakan er þakin rjóma og skreytt með hlaupteningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.