Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 31
e|n sé heilög framar öllum öðrum
helgum nóttum. Um miðnætti er
helgin mest, því þá ætluðu menn, að
,relsarinn væri fæddur. Eftir almennri
trú verða ótal tákn og stórmerki í þann
^und, sem frelsari mannanna fædd-
ist- Það er sem öll náttúran fái nýtt líf.
fá mállaus dýrin mál og jafnvel
hinir dauðu rísa úr gröfunum. Það er
sem allt losni úr fjötrum og allt verði
lifandi, fagni og gleðjist. Á einu
augnabliki breytist þá allt vatn í vín. í
nðrum löndum er það víða almenn
trú, að ýmis dýr fái mál á jólanóttina,
en hér á landi er sú trú almennust um
kýrnar, að þærtali á Þrettándanótt, —
^ina síðustu jólanótt. Á jólanóttina er
Það, að kirkjugarður rís, en það er í
Því falið, aö allir hinir dauðu í kirkju-
9arðinum rísa úr gröfunum og koma
saman í kirkjunni og halda þar guðs-
Þiónustu. Á jólanóttina verða selirnir
að mönnum, svo sem þeir voru upp-
haflega, því þeir eru allir komnir af
paraó og hans liði, er varð að selum í
^afinu rauða."
(Sæmundur Eyjólfsson).
.,Á aðfangadag jóla eða það kvöld
var hafður grjónavellingur með kanel,
rúsínum og sykri, — þannig var einn-
'9 á fyrsta sumardag og daginn, sem
fángjöldin voru, en aldrei endranær,
~~ og þá mátti enginn fara neitt frá
^aenum, enginn hreyfa spil eða neitt
Það, er raskað gæti helgiró þeirri, er
r,kja varð með öllum heimilismönn-
um. Þá mátti aðeins lesa í góðum
óókum, helst guðsorðabókum, skrifa
óféf og annað þess háttar, þar til
lesinn var jólakvöldlesturinn eða far-
'ð var til kirkju til kvöldsöngva og
^omið þaðan, en kvöldsöngvarnir þar
Stokkseyri bæði á aðfangadagskvöld
og á gamlárskvöld. Man ég enn, hve
hrifinn ég var, þá á 9. ári, er ég heyrði
lögin: Við sérhver takmörk tíða eftir
J.A.P. Schultz — og Nú sefur grund
og bjarkablómi eftir N.W. Gade, sem
ávallt voru sungnir á gamlárskvöld.
Á aðfangadagskvöld jóla að lestri
loknum eða heimkomu frá kirkju tók
faðir minn upp úr dragkistu sinni öll
þau sendibréf, er honum höfðu borist
á árinu, og þau voru mörg. Las hann
þau öll yfir og reif það frá, sem óskrif-
að var, og skipti því milli okkar. Sat þá
hver drengur á sínu rúmi með kistilinn
sinn eða púltið á kné sér, hver með
sína forskrift, sem hann hafði sjálfur
skrifað, og skrifaði nú hver okkar eftir
henni. Þeir, sem lengra voru komnir,
skrifuðu bréf eða þá kvæði úr bókum,
sögubrot eða annað, og var alger
kyrrð og þögn þetta kvöld, uns gengið
var til hvílu klukkan 10 og hverjum
heimilismanni boðin gleðileg jól í
Jesú nafni með kossi og handabandi.
Var þessi siður endurtekinn aftur
næsta morgun, jóladagsmorguninn
um leið og kaffið með hinum lostætu,
sykruðu lummum var fært hverjum og
einum í rúmið, væri hann þá eigi
kominn á fætur og farinn til morgun-
verka. Væri hann það, þá var kallað á
hann inn, svo að allir gætu sýnt
þennan gamla sið og fagnað jóladeg-
inum í sameiningu."
(Jón Pálsson, bankaféhirðir).
l / .
Morgunleikfimi.
,,Það er nú svo sem sjálfsagt að allir
halda til jólanna sem er móðir allra
hátíða annarra; þá er ekki lítið um
dýrðir fyrir börnunum sem hlakka til
að sjá svo mörg Ijós sem kostur er á
að sjá bæði í kirkjum og heimahúsum.
Þessi Ijósahátíð er þó ekki aðeins hjá
mennskum mönnum, heldur einnig
hjá álfum, því þá voru híbýli þeirra öll
Ijósum prýdd og allt lék þá hjá þeim á
alsoddi af dansi og hljóðfæraslætti.
Hvort sem nú mennskir menn hafa
tekið það upp eftir dansferð álfa að
hafa vikivakana helst um jólaleytið
sem síðar mun sagt, þá er það þó víst,
il
1
Hirafli