Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Síða 26

Æskan - 01.11.1978, Síða 26
ó s T U R M eðal riddaranna í Eikibæ var Ruster litli, sem kunni aö skrifa nótur og lék á flautu. Hann var lítilla manna, fátækur, heimilislaus og stóð einn uppi í veröldinni. Og þegar riddararnir skildust og hver fór heim til sín, varð þröngt í búi fyrir Ruster. Hann hafði ekki framar hest og kerru og ökupels. Og rauðmálaða matarskrínan hvarf úr.eign hans. Hann varð að fara gangandi milli bæja, og bera hinar litlu eigur sínar vafðar innan í bláröndótta vasa- klútinn. Hann hneppti frakkann alveg upp í hálsinn, svo að enginn fengi veður af því, að vestið og skyrtan væru ekki beinlínis samkvæmt nýj- ustu tísku, og í vösum sínum bar hann dýrmætustu eigur sínar: flautuna, nótnapennann og vasafleyginn. Atvinnuvegur hans var að afrita nótur, og hefði allt verið eins og í gamla daga, hefði honum veist létt að fá atvinnu, en er tímar liðu, dofnaði áhugi manna á tónlist í Vermalandi. Gítarinn með hálftrosnaða silki- bandinu og slitnu skrúfunum fékk að fara upp á skemmuloftið, þar sem beyglaða valdhornið hafði áður hlotið varanlegan samastað, og ryklagið þykknaði á langa, járnbenta fiðlu- kassanum. En því sjaldnar, sem Ruster þurfti að grípa til flautunnar og nótnapennans, því oftar tók hann upp fleyginn, og endirinn varð sá, að hann varð mesti drykkjuræfill. Þetta var slæmt fyrir Ruster litla. Enn um stund var tekið á móti honum sem gömlum vini á bæjunum í kring, en mönnum þótti skemmtilegra að sjá hann fara en koma. Það fylgdi honum alltaf sterkur vínþefur og auk þess var hann mesti óþrifagemsi. Fengi hann ofurlítinn toddysnaps, fór hann óðara að þvaðra endaleysu og segja ýmis konar óheyrðar smáskrítl- ur. Það kom að því, aó hann varð hreinasta plága á hinu greiðvikna bændafólki. Einu sinni á jólunum fór hann til Laufdala, þar sem Liljekrona, hinn frægi fiðlusnillingur, átti heima. Lilje- krona hafði Ifka verið meðal riddar- anna á Eikibæ, en eftir að majorynjan dó, fór hann heim á búgarð sinn, Laufdali, og settist þar að. Nú heim- sótti Ruster litli hann, einmitt þegar fólkið var í jólaönnunum, og bað um smávegis atvinnu, og Liljekrona fékk honum nótur til þess að afrita. — Þú hefðir heldur átt að vísa honum burtu, sagði húsfreyjan. Nú treinir 'hann sér verkið svo lengi, að við verðum neydd til þess að hafa hann um jólin. — Einhvers staðar verður hann að vera, sagði Liljekrona. Og hann bauð Ruster upp á toddy og brennivín og þeir minntust daganna í Eikibæ. En hann var þó dálítið þvingaður í nær- veru Rusters, þó að hann léti ekki á því bera, því gömul vinátta og gest- risni voru honum heilög. Á heimili Liljekrona höfðu jólaann- irnar staðiö yfir í þrjár vikur. Fólkið hafði haft nóg að gera, það hafði vakað við kertaljós langt fram á nætur, skolfið í útihúsunum við að höggva sundur kjöt og brugga jóla' mjöðinn. En allir höfðu tekið þessu með ánægju og hlökkuöu til jólanna. Þegar allir ætluðu að verða að nýjum og betri mönnum. En nú, þegar Ruster var kominn. fannst öllum í Laufdölum sem Þeir væru rændirjólagleðinni. Rustervakti öllum kvíða, því þegar Liljekrona og hann fóru að tala um gamla daga. voru þeir hræddir um, að listamanns- eðlið vaknaði í þessum gamla fiölu- snillingi og hann færi aftur í ferðalag. því fyrr á tímum hafði hann aldrei getað verið stundinni lengur heima i einu. En öllum þótti vænt um húsbónd- ann, og nú hafði hann verið heima i tvö ár. Hann var lífið og sálin í öllu a heimilinu, ekki síst um jólin. Hann hafði gaman af að sitja á hábekknum i króknum og segja frá, svo að heim- ilisfólkinu fannst það sjá óþekktar álfur, svífa ofar stjörnum um heima og geima. Stundum spilaði hann. stundum sagði hann frá og aH* Saga eftir SELMU LAG- ERLÖF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.