Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 43

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 43
HEIMSINS FEGURSTA HJÓL 9ekk lengi, þar til gatan lá upp í móti. Þá nennti strák- Urinn ekki aö hjóla lengur. — Uss, nei nú nenni ég ekki að hjóla lengur á þessu krakkahjóli, sagði hann um leið og hann gaf hjólinu duglegt spark, svo að það þeyttist langt út á götuna. Nú varð fegursta hjól í heimi alvarlega skelkað. Bílarnir Þutu fram og aftur og hvað eftir annað munaði minnstu aö Það lenti undir þeim. — Hjálpið mér, hjálpið mér, skrækti það í örvilnun. f sama mund komu tvær stúlkur gangandi yfir götuna. þær gripu hjólið með sér. — Við megum ekki taka hjólið, sagði önnur. — Því ekki? svaraði hin. — Það skilur enginn eftir hjól uti á miðri götu sem ekki er alveg sama um það. Það er iika orðið gamalt og Ijótt. Það gerir áreiðanlega ekkert til Þótt við tökum það. Við skulum koma meó það inn í Qarðinn. — Gamalt og Ijótt! Hjólið tók andköf af bræði. — Það er útilokað að þær hafi verið að tala um mig. Sjá þessar Þeimsku stelpuskjátur ekki að ég er fegursta hjól í heimi? Um leið fóru þau fram hjá stórum spegli í búðarglugga °9 þegar hjólið sá hvað það var í rauninni illa útleikið Þyrjaði það að kjökra. — Heyrðirðu hvað ískrar í hjólinu, sagði önnur stúlkan, ég er ekki hissa, þótt það hafi verið skilið eftir á 9ötunni. Þær hjóluðu inn í garðinn og fóru hring eftir hring um stóru trén. Hjóliö gleymdi sorgum sínum, því að garður- inn var svo fallegur og svo mikið frábrugðinn garðinum, sem Eiríkur lék sér í. 1 miðjum garðinum voru menn að störfum með stóreflis 9röfu. Þeir voru að grafa fyrir tjörn. Gröfukjafturinn reif í sig jarðveginn og sveiflaði honum yfir á bílpall. Stúlkurnar skildu hjólið eftir á barmi gryfjunnar og fóru tala við bílstjórann. — Hér á að koma andatjörn, og það verða blóm allt í ^ing, sagði hann. Svo reisum við hús fyrir endurnar úti í ttiðri tjörninni. Stúlkurnar hlustuðu hugfangnar á bílstjórann og brátt 9leymdu þær hjólinu. Fegursta hjól í heimi tók nú að hugleiða hvernig það ®tti að komast í burtu. En skyndilega greip það óskap- le9ur ótti. Gröfukjafturinn færðist nær og nær, hann tók Þvað eftir annað kjaftfylli af mold og sandi, og jörðin skalf °9 nötraði undir hjólinu. Hjólið horfði ráðþrota kringum sig, en allt um kring var tlatneskja, svo það gat ekki rúllað af stað. Allt í einu lyftist Það hátt í loft og skall síðan niður á bílpallinn á kafi í sandi °9 mold. — Nú geturðu sturtað þessu í sjóinn, heyrðist einhver segja. Bílstjórinn setti í gang og ók niður að höfn. Nú var úti Fiskarnir flykktust í kringum þríhjólið, þar sem það lá á hafs- botninum... um hjólið. Hugsið ykkur þau ömurlegu endalok að liggja á hafsbotni alla eilífð. Hjólið sveif í loftinu með sandi, mold og steinum og lenti í sjónum með háum skelli. Svo sökk það hægt til botns, og skömmu síðar lá það grafkyrrt. Allt umhverfis var ókennilegur grænn og slímugur gróður, og fiskarnir syntu í sprettum fram og aftur. Brátt fóru þeir að gefa hjólinu gætur og ekki leið á löngu þar til stór hópur var kominn til að skoða þetta furðuverk. — Ég ætla að liggja undir framhjólinu, sagði gamli þorskur. — Nei, ég var búinn að panta þann stað, sagði mar- hnúturinn. — Þarna á ég að vera, sagði kolinn. Munið, að ég hef fyrir flestum að sjá — ég á þrjátíu og átta börn. Fleiri og fleiri fiskar komu nú syndandi og allir vildu þeir eiga heima undirframhjólinu. Þeim varfarið að hitna í hamsi og sporöaköstin voru slík að hjólið ruggaði fram og aftur. Fegursta hjól í heimi óskaði að það væri komið langt, langt í burtu. Þetta var það versta sem það hafði upplifað um dagana. Það gat ekki hugsað til þess að þessir Ijótu og ógeðslegu fiskar snertu það — þá yrði það alsett þangi og slýi eins og allir aðrir hlutir sem lágu þarna umhverfis það. Hvað það var nú heimskulegt að stelast á brott — bara að það væri nú aftur komið til Eiríks litla og . . . Skyndilega gerðist mjög undarlegur atburður. Net kom eins og skríðandi eftir hafsbotninum og hvolfdist yfir hjólið og alla fiskana og hreif allt með sér upp á yfir- borðið. — Nei, sko hjólið, heyrðist einhver kalla. — Það hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.