Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Síða 35

Æskan - 01.01.1979, Síða 35
fógeta sem bústaður landfó- geta. Arkitekt hússins var dansk- ur maður Nicolai Eigtved. Hann var þekktur arkitekt á sínum tima og meðal verka hans má nefna konungshöll- ina Amalienborg. Nú er unnið að breytingum á húsinu þar sem það er fært nær sínu upprunalega útliti. Bygging Viðeyjarstofu brýt- ur blað í sögu húsagerðar á Islandi. Hún er fyrsta stein- húsið og jafnframt því lang stærsta íveruhús þeirra daga. Af þessum ástæðum má telja Viðeyjarstofu meðal merkis- bygginga, sé miðað við að- stæður þess tíma. húsavíkurkirkia Húsavíkurkirkja var byggð árið 1906. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson, ,en hann var fyrsti íslenski húsa- meistarinn, og er kirkjan hans fyrsta verk sem reist var. Húsavíkurkirkja er svoköll- uð krosskirkja, byggð úr timbri. Hún er ein af merkis- byggingum þjóðarinnar á timburhúsaöld, sem stendur frá því skömmu fyrir aldamót- in 1800 til 1918, að taliðer. Rúmum mánuði síðar er svo 50 ára afmæli innan- iandsflugsins og láta frímerk- in Það ekki fram hjá sér fara. Tvö merki sáu dagsins Ijós á afmælisdaginn, sem talinn var vera 21. júní 1978. Þessi útgáfa var hin 178. í röðinni, merkin voru tvö, 60 kr. og 100 kr. Áárinu 1928 var brotið blað í sögu samgöngumála á ís- landi. Þá var stofnað Flugfé- lag íslands, hið annað í röð- inni og reglubundið áætlun- arflug með farþega og póst frá Reykjavík til nokkurra stærstu staða á landinu hófst. Leigðar voru tvær sjóflugvél- ar frá Deutsche Lufthansa og flugu þeim þýskir flugmenn ,en fyrstu íslensku flugmenn- irnir tóku svo við árin 1930 og 1931. Það ár varð hið síðasta í þessari annarri tilraun til að koma á flugsamgöngum á ís- landi. Samningur var gerður milli Flugfélags íslands og Póststjórnarinnar um póst- flutninga og var samningur- inn birtur í maí 1928. Sam- kvæmt honum skyldi Flugfé- lagið fljúga með flugpóst- sendingar allt að 50 kg fimm daga í viku. Hófust þessar ferðir 4. júní sama ár, og var þá farið til Akureyrar með viðkomu á ísafirði og Siglu- firði. Fáum dögum síðar hóf- ust ferðir til Stykkishólms og Vestmannaeyja. Fyrir send- ingar, sem sendar voru loft- leiðis, var tekið auk venju- legra burðargjalda, viðbótar- gjald, sem nam 10 aurum fyrir almennt bréf að 20 g. Sérstakt flugfrímerki var gefið út 1928 vegna viðbótargjaldsins. Var það með mynd af flugvéi, yf- irprentað á áður útkomið 10 aura frímerki. Ári síðar kom annað flugfrímerki út meö mynd af flugvél á 50 aura frí- merki. Þau frímerki, sem póst- og símamálastofnunin gefur út að þessu sinni, sýna annars vegar nýjustu gerð þeirrar flugvélar, sem nú er notuð til flutninga innanlands (Fokker Friendship), og hins vegar flugvélar af þeirri gerð (Junk- ers), sem notaðar voru fyrir hálfri öld, og á því merki er einnig mynd af dr. Alexander Jóhannessyni. Hann var for- göngumaður að stofnun Flugfélags Islands 1. maí 1928, formaður þess og framkvæmdastjóri til 1931 og fyrir hans tilstilli voru hafnar á íslandi reglubundnar póst- og farþegaflugferðir. Dr. Alex- ander fékk snemma mikinn áhuga á flugmálum og ritaði mikið um þau mál. Hann fæddist 15. júlí 1888, stundaði háskólanám í málfræði og þýskum bókmenntum við há- skólana í Kaupmannahöfn og Halle í Þýskalandi, þar sem hann varði doktorsritgerð sína 1915. Dr. Alexander varð pró- fessor við Háskóla l’slands 1930 og rektor hans 1932— 35, 1939-42 og 1948-54. Hann var m. a. formaður byggingarnefndar Háskólans um lengri tíma og beitti sér mjög fyrir þeim málum í þágu þeirrar stofnunar. Hann and- aðist 7. júní 1965. Framhald. RAKSTURINN Fyrst eru það skeggbrodd- arnir, sem hafa vaxið á einni nóttu í lífi Kojaks, Telly Savalas. Svo er það skallinn ... hann á að vera fægður, hreinn og hárlaus. Loks fær hann sér vatnsglas ... og nýr dagur tekur við. 29

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.