Æskan - 01.04.1981, Síða 8
— Af því bara. Ég skal segja ykkur
hvernig það var. Pabbi og mamma
fóru út í gær og systir mín, Nanna, og
ég vorum ein heima. Nanna fór að
hátta en ég opnaði eldhússkápinn og
át hálfa krukku af sultu. Þá datt mér í
hug að mér yrði refsað svo að ég
smurði sultunni í kringum munninn á
Nönnu. Þegar mamma kom heim
sagði hún: Hver borðaði sultuna? Og
ég sagði að Nanna hefði gert það.
Mamma fór inn til hennar og sá að
hún var útötuð í sultu. I morgun
flengdi hún Nönnu en gaf mér meiri
sultu. Var þetta ekki sniðugt hjá mér?
— Systur þinni var refsað þín
vegna og þér fannst þaö sniðugt!
— Og hvað með það?
— Þú ert kallaður lygari!
ívar smurði sultu í kringum munninn á
systur sinni.
— Farðu í burtu, við viljum ekki
einu sinni sitja hjá þér!
ívar stóð upp og fór í burtu. Mikki og
Steini ákváöu að fara líka heim. Á
leiðinni komu þeir að búð þar sem
seldur var ís. Þeir athuguðu hvað þeir
hlaupið hratt. Það bjargaði mér. Úlfurinn gat ekki hlaupið svo hratt að hann
næði mér."
Maðurinn hló, og börnin einnig. Þau vissu að þessi saga var skáldskapur.
Þegar þau komu til Bodenwerder og námu staðar mælti maðurinn:
„Það er gaman að koma heim eftir fimmtán ára ævintýralíf erlendis. Og
úlfana hér í nágrenninu mun ég innan skamms að velli leggja, svo ykkur
verði óhætt að fara um skóginn."
Magda sagði: ,,Þér eruð nýi eigandinn að „herragarðinum". Er ekki svo?"
Maðurinn brosti drýgindalega, og svaraði:
„Jú, ég er barón og fríherra von Munchhausen. Það skal verða líf og fjör í
höllinni."
Það fór eins og hann sagði. Munchhausen hélt veislur miklar og bauð
vinum og kunningjum. Hann skemmti gestunum með skrumsögum og
lygasögum, og varð frægur fyrir.
Ævintýri Munchhausen er heimskunn bók. Og varð það á meðan höf-
undur hennar var á lífi. Flest börn hafa lesið bók þessa.
Munchhausen dó árið 1797. Margir hafa haft skemmtun af ævintýrum
Munchhausen. Og gerðu þau hann „ódauðlegan". En lygasögur hans
gerðu engum óskunda.
FLÓTTI
UNDAN
ÚLFI
ættu mikla peninga i vösunum og sáu
að það var aðeins nóg fyrir einum ís-
pinna.
— Við skulum kaupa einn og
skipta honum til helminga, sagði
Steini. Afgreiðslustúlkan lét þá fá
íspinnann. — Komdu, sagði Mikki, við
skulum koma heim og skera íspinn-
ann með hníf þá fáum við jafnmikinn
ís. Þeir mættu Nönnu litlu í stiganum
og sáu að hún var þrútin um augun af
gráti.
— Af hverju ertu að gráta? spurði
Mikki.
— Mamma leyfir mér ekki að fara
út að leika mér.
— Hvers vegna ekki?
— Það er út af sultunni. En ég
borðaði hana ekki. ívar sagði að ég
hefði gert það svo að hann hefur
sjálfsagt borðað hana sjálfur.
Já, hann borðaði hana. Hann hrós-
ar sér meira aö segja af þvi. En þú
skalt ekki gráta. Komdu með heim og
ég skal gefa þér helminginn af ísnum.
— Allt í lagi, sagði Steini. — Þú
geturfengið minn helming líka.
— En langar ykkur ekki í ísinn?
spurði Nanna.
— Nei, við höfum þegar borðað tíu
íspinna hvor í dag, sagði Steini.
— Nei, enga vitleysu, sagði Nanna.
— Við skulum skera hann í þrjá jafna
hluta.
Þau fóru öll þrjú heim til Mikka og
skiptu íspinnanum í þrennt.
— Mikið er þetta gott, sagði Mikki.
— Veistu að einu sinni borðaði ég
fulla fötu af ís.
— Nei, nú ertu að skrökva, sagði
Nanna. — Það trúir þessu enginn.
— Jú, jú, þetta var pínulítil fata,
hún var búin til úr pappa og álíka stór
og bolli!
Endir.
6