Æskan - 01.04.1981, Page 14
tvenns konar, rauðir og Ijósir. Hafi
rauðu ávaxtablettirnir þornað f efnið
eru þeir lagðir í blöndu af 3% vatns-
efnissýringi og fáum dropum af sal-
míakspíritus, en til þess að þola þá
meðferð þurfa efnin að vera hvít. Á
mislit og viðkvæm efni er bletturinn
vættur með glyseríni, sem þvegið er
af eftir stundarfjórðung. Séu blettirnir
Ijósir, en dökkni vegna áhrifa loftsins,
má reyna með góðu sápuvatni, en séu
þeir gamlir og fastir á að nota sömu
aðferð og við rauðu blettina. Þó gildir
það um þessa bletti, að hægt er að
losna við þá að fullu, sé munnvatn
sett á þá um leið og þeir koma — en
það er bara ekki alltaf, sem þeir upp-
götvast svo fljótt.
■
TÓMATBLETTIR og GERJA-
BLETTIR fara nýir úr með volgu vatni,
en þurrir nást þeir úr með glyseríni,
sem þvegið er úr á eftir. Sítrónusafi
tekur ágætlega nýja krækiberjabletti.
KÓKA-KÓLABLETTIR fara með
sjóöandi vatni, á þeim efnum, sem
þola það. Annars má reyna að ná
þeim á sama hátt og kaffiblettum.
Bella-Flor
E jpu sinni var maður, sem átti tvo sonu. Eldri sonurinn, sem hét Jose, gerðist
hermaður, fór til Ameríku og var þar í mörg ár. Þegar hann kom aftur var faðir
hans dáinn, en yngri bróðirinn sat á eignunum og var oröinn mjög ríkur.
Hann fór nú og heimsótti bróður sinn og mætti honum á tröppunum.
,,Þekkirðu mig ekki?" spurði Jose.
Hinn svaraði einhverju kuldalega. Jose skýrði þá frá því, hver hann væri.
Yngri bróðirinn svaraði og sagði að í hlöðunni væri gömul kista, sem hann gæti
fengið, það væri föðurarfur hans. Síðan hélt hann áfram niður tröppurnar og lét
sem hann sæi ekki bróður sinn. Jose fór út í hlöðuna og fann kistuna og fannst
hún ærið ellileg í útliti og gat ekki varist því að segja við sjálfan sig: ,,Hvað á ég
að gera við þennan kisturæfil? Ja, það veit ég sannarlega ekki. Það verður víst
best að ég kyndi upp með henni, því það er fjári kalt."
Hann axlaði svo kistuna og bar hana heim í herbergið sitt. Fékk svo lánaða
öxi og byrjaði að höggva kistuna í sundur. — Hann var kominn vel á veg með aó
sundurlima kistuna, þegar hann rakst á leynihólf. I þessu hólfi voru nokkur
skjöl, sem við rannsókn reyndust vera lögleg sönnunarskjöl fyrir allstórri fjár-
hæð, sem hafði tilheyrt föður hans. Hann kallaði nú eftir þessari fjárhæð í sínar
hendur og varð ríkur. Dag nokkurn, er hann var á gangi, mætti hann konu, sem
var mjög sorgbitin og grátandi. Hann spurði hvað væri að henni, hversvegna
hún gréti svo. Hún sagði að maðurinn sinn væri veikur og hún ætti enga
peninga til þess að kaupa meðul fyrir. Þar að auki vofði yfir manni hennar
skuldafangelsi.
,,Vertu ekki hrygg," sagði Jose. ,,Þeir munu ekki setja manninn þinn í fang-
elsi og ekki heldur láta fara fram nauðungaruppboð. Ég skal borga skuldir hans
og kosta legu hans. Og ef hann deyr, þá skal ég sjá um að hann fái sómasam-
lega útför."
Allt þetta gerði hann eins og hann hafði lofað. En þegar maðurinn var dáinn
og hann hafði borgað útfararkostnaðinn, þá stóð hann algjörlega eignalaus
uppi. Hann hafði eytt öllum föðurarfi sínum í þetta góðverk.
,,Hvað á ég nú að gera?" spurói hann sjálfan sig. ,,Ég á ekki einu sinni
peninga fyrir einni máltíð. Jæja, ég fer til hirðarinnar og sæki um þjónsstöðu."
Mesta úrval bóka á einum stað. — Bókabúð ÆSKUNNAR
12