Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1983, Page 21

Æskan - 01.01.1983, Page 21
nýlega, og viö syrgjum hann öll,“ svaraði vöröurinn. „Ekkjudrottningin, sem nú stýrir ríkinu, er versta norn. Hún gerir allt, sem hún getur, til aö koma í veg fyrir, að stjúpsonur hennar, ungi prinsinn, nái völdum eftirföður sinn. Hann er jafnvel ekki öruggur um líf sitt.“ „Þetta eru leiðinlegar fréttir,“ sagði stúlkan. „Ég ætla að vita, hvort ég fæ ekki eitthvað að gera f kóngshöllinni, ef til vill get ég eitthvað hjálpað þar.“ Hélt hún síðan áfram til hallarinnar. Þegar þangað kom, vantaði prinsinn einmitt einhvern til að bragða á matnum, áður en hann neytti hans, vegna þess, að hann var hræddur um, að nornin kynni að byrla sér eitur. ..Þorir þú að leggja þig í þá hættu að taka þetta að þér?“ spurði hann stúlkuna. Hún kvaðst vera óhrædd, enda leist henni allvel á prinsinn, en hann var mjög glæsilegur. Fór hún síðan beina leið út í eldhús og tók þegar til við starfa sinn. Drottningin hafði beðið matreiðslumanninn að elda fullan pott af graut, það 1. Söngvalandið Wales á sér auðkennilegan þjóðbúning. Brúða það- an hefur þrönga, hvíta línhúfu á höfði, og þar ofan á ber hún háan, svartan „nornahatt". Auk þess klæðist hún síðu, svörtu pilsi og hvítri blússu, en rautt ullarsjal með kögri bægir burtu köldu fjallaloftinu. 2. Hinar vinsælu skosku Hálanda- brúður klæðast auðvitað Skotapilsum og hafa leðurtösku í bandi um mittið. Auk þessa er hin auðþekkjanlega tam- o’-shanter húfa með dúsk, snotur jakki og rýtingur við hnéð. Sumar skoskar brúður hafa sekkjapípu á öxlinni og örsmá merki með þistlum í húfunni. 21

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.