Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 20

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 20
Hér eru svör við þeim spurn- ingum sem hugsanlega kunna að koma upp: Aldur þátttakenda? Skrásetjarar, 11 -18 ára (fæddir 1965 og síðar). Viðmælendur, 70 ára og eldri. Hve langt á viðtalið að vera? 3-10 vélritaðar síður. Ef þið haf- ið ekki aðstöðu til að fá það vélritað þá megið þið hafa það handskrifað. Gætið þá þess að vanda skriftina. Má ræða við aðra en afa og ömmu? Já, ef þið viljið. Um hvað getum við spurt? Reynið sjálf að finna upp spurn- ingarnar. Ef við viljið þá getið þið t. d. beðið viðmælandann um að segja ykkur frá einhverju eftir- minnilegu atviki úr lífi sínu. Hvernig voru uppvaxtarár hans og allar að- stæður á þeim tíma? Hvert var t. d. hiutverk húsmóðurinnar í „gamla daga“? Var allt búið til á heimil- unum? Hvernig léku börnin sér o. fl. o. fl. Látið hugmyndaflugið ráða! Upplýsingar um fullt nafn, aldur og heimilisfang viðmælandans þarf að koma fram. Hvernig skrifum við viðtalið? Þið skuluð ræða við viðmælanda ykkar áður en sjálft viðtalið hefst, kynna ykkur æviferil hans í stuttu máli. Þá eigið þið betra með að semja spurningarnar. Hafið svo blað eða blýant við höndina og nóg bréfsefni þegar þið byrjið að skrá. Takið niður helstu atriðin. Það er mikilvægt að hlusta vel á frásagn- irnar svo að þið getið fyllt í eyðurnar þegar heim er komið. Þegar þið hafið lokið við að hreinrita samtalið þá ættuð þið að leyfa viðmælandanum að sjá það eða heyra til að tryggja að allt verði rétt eftir honum haft og að hann sé sáttur við það. Hvers vegna þarf umsjónar- mann? Eins og þið lásuð um í inn- ganginum er hlutverk hans að sjá til þess að verkefni, sem á annað borð hefst, verði lokið og að við- mælandi hafi fengið að sjá það áður en það var sent. Umsjónarmaður getur verið for- eldri ykkar eða einhver annar full- orðinn. Þið þurfið að geta þess und- ir viðtalinu hver umsjónarmaðurinn hafi verið og láta hann skrifa nafn sitt undir. Hver getur tekið myndir? Það er miklu skemmtilegra ef mynd fylgir með af viðmælanda og þeim sem skrásetur. Fáið einhvern Einu sinni voru tveir menn á ferða- lagi og þurftu að fara gegnum skóg. Allt í einu mættu þeir stórum skógar- birni. Annar þeirra hljóp á brott, klifraði upp í tré og faldi sig þar. Hinn maður- inn varð einn eftir á götuslóðanum. Hann tók það til bragðs að leggjast niður og þykjast vera dauður. Björninn færðist nær og nær. Maðurinn var svo hræddur að hann þorði varla að anda. Björninn þefaði af andliti mannsins en sem á góða myndavél til að taka myndina og sendið hana með við- talinu. Hvað höfum við langan skila- frest? Skilafrestur er til áramóta. Hvert á að senda verkefnið? Utanáskriftin er: „Gagnvegir“ Æskan Pósthólf 14 Reykjavík. í næstu Æskublöðum munu birt- ast tvö til þrjú viðtöl hverju sinni sem dregin verða úr þeim verkefn- um sem hafa borist. Það er því um að gera að hefjast handa! Viðurkenningarskjöl Allir sem taka þátt í þessu verkefni fá sent viðurkenningar- skjal sem verður undirritað af fram- kvæmdanefndinni. í henni eru: Dr■ Þór Jakobsson veðurfræðingur, séra Agnes M. Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, Ni- els Árni Lund æskulýðsfulltrúi ríkis- ins og Eðvarð Ingólfsson blaða- maður. hélt að hann væri dauður í raun og veru og fór leiðar sinnar. Jafnskjótt og björninn var kominn úr augsýn klifraði maðurinn niður úr trénu og sagð' hlæjandi við félaga sinn: „Jæja, hvað var það sem björninn hvíslaði að þér?“ „Hann sagði að það væri auvirði' legt fólk sem hlypi frá félögum sínum a hættustund. Leo Tolstok TVEIR FÉLAGAP 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.