Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 19
Þór Jakobsson:
INNGANGUR
Með þessu hefti Æskunnar, septemberblaðinu,
hefst verkefni sem við í framkvæmdanefndinni
^onum að margir vilji taka þátt í. Hér á eftir fylgir
°nnur grein með leiðbeiningum svo að vonandi
verður öllum Ijóst hvað við er átt. Sams konar
Vei"kefni var prófað í Kanada fyrir nokkrum árum
hieð góðum árangri en stefnt er að því að fá
^iklu fleiri með hér á landi, ungt fólk og gamalt
víös vegar um land.
Til hjálpar ættu þátttakendur að velja sér eins
konar umsjónarmann, foreldri, kennara eða ein-
hvern annan fullorðinn mann sem þeir þekkja
vel. Umsjónarmaður á að sjá um að verkefni, sem
a annað borð hefst, verði lokið á skikkanlegum
tínia og verði öllum sem hlut eiga að máli til
anaegju og vegsauka.
Ég er viss um að ykkur mun þykja fróðlegt að
rabba við gamla fólkið því að það hefur svo
^argt á daga þess drifið sem jafnvel foreldrar
ykkar hafa aldrei heyrt um.
Eins og þið líka vitið breytist svo margt með
tínianum. Löngu seinna verða viðtölin ykkar
Þetta er framkvæmdanefnd Gagnvega. Talið frá vinstri: Dr.
Þór Jakobsson, Eðvarð Ingólfsson, Niels Árni Lund, Agnes
M. Sigurðardóttir.
verðmætar upplýsingar um ykkur og ekki síst um
gamla fólkið sem þið heimsækið eða spjallið við
heima fyrir - fólkið sem var ungt í gamla daga.
En hafið ekki hugann við þá staðreynd. Reynið
frekar að njóta samfundanna við „söguhetjuna“
ykkar. Kynnist henni og segið henni frá sjálfum
ykkur.
Æfið ykkur að segja frá og verið óhrædd að
skrifa eins og ykkur finnst eðlilegt. Tilgreinið
aldur ykkar þegar þið sendið ritgerðina, viðtalið,
en athugið vel: Þetta er ekki keppni um verðlaun
heldur skemmtileg samvinna ungra og gamalla
út um allt land, - fyrir sunnan, vestan, norðan og
austan.
Verið með og gangi ykkur vel!
Þór Jakobsson
'.V■■••i•i .......................
;»Xv*.*IvM*MvM*XvX#MvMvX*MvXvM*IvXvX*X*.v.*.v
a nafni
Tsmunir k ft. T
^3 hagur, gagn.
gagnvegur k, beinn vegur^
stytzta leið; f tveim gagnvegu
ii::íi:íitvisvar sinnum. -verkun kv, áh
í gagnstæða átt. -verkandi.
hvor (hver) á annan-
^ramkvæmdanefnd þótti hentugt að láta verkefnið
9dnga undir vel völdu nafni sem menn könnuðust við
Þegar þeir heyrðu getið um verkefnið öðru sinni.
^rnsar góðar tillögur sáu dagsins Ijós en sú sem varð
fVrir valinu var orðið „gagnvegir
Gagnvegur kann að þykja torskilið orð en það
Þýðir „beinn vegur, stysta leið" og er notað hér í
^knrænni merkingu. Það kemur fyrir i fornum ritum
f°rfeðra okkar en í Hávamálum er komist svo fallega
að orði:
„en til góðs vinar
liggja gagnvegir, “
Orðið „gagnvegir" hefur ekki verið notað mikið í
málinu undanfarið en þið kannist sjálfsagt við orðið
„gagnkvæmur", samanber gagnkvæm vinátta.
Svava Jakobsdóttir rithöfundur stakk upp á þessu
nafni á verkefnið, „ GAGNVEGIR - samtöl ungra og
gamalla - og kunnum við henni þakkir fyrir.
19