Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 35

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 35
listasafn einars jónssonar Þann 24. júní sl. voru liðin 60 ár siðan Listasafn Einars Jónssonar Var opnað almenningi til sýnis, og Var það í fyrsta skipti sem listasafn var opið almenningi á íslandi. Miklar viðgerðir á safninu hafa staðið yfir á sí&astliðnu ári, og í sumar hefur verið komið fyrir 23 eirafsteypum af Varkum Einars í garði safnsins. Einar Jónsson, myndhöggvari, fædd- 'st á Galtafelli í Árnessýslu 1874, en f|utti 18 ára gamall til Reykjavíkur. Einar sigldi til Kaupmannahafnar áriö 1893 °9 hóf nám í tréskurði, en sneri sér fljótlega aö námi í höggmyndagerð. ^inar sýndi í fyrsta skipti á vorsýningu í Charlottenborg áriö 1901, og sýndi þá Varkiö Útlagana. Áriö 1906 var Einar ráöinn af Iðnaðarmannafélaginu til að 9era styttu af Ingólfi Arnarsyni og ári Seinna var stytta hans af Jónasi Hall- grímssyni afhjúpuð í Reykjavík. Aðdragandann að stofnun safnsins rekja til ársins 1909 er Einar bauð 'slenska ríkinu verk sín til eignar, ef það kostaði flutning þeirra frá Kaupmanna- f'öfn og annaðist þau. Heimflutningur Verkanna dróst þó á langinn allt til árs- lns 1920, og var það einkum vegna tess að húsnæði skorti undir þau. Pfáðist var í byggingu húss undir verk ^inars árið 1916, eftir að fjárveitingar böfðu fengist til byggingarinnar. Einar f®kk að ráða útliti og gerð hússins í samvinnu við tvo arkitekta. Safnið var svo opnað 1923, og eftir því sem árin liðu, tylltu ný verk salinn á neðstu hæð hússins og voru þá byggð- ar álmur bæði í vestur og austur út úr húsinu, en húsið var allt í senn, vinnu- stofa, safn og heimili Einars og konu hans, Önnu Jörgensen Jónsson, en henni kvæntist Einar árið 1917. Einar annaðist sjálfur alla umsjón með safninu frá opnun þess til dauðadags, 18. október 1954, en eftir hans dag tók kona hans við umsjón safnsins þar til sérstök stjórnarnefnd var skipuð árið 1967. Forstöðumaður safnsins var skipaður sr. Jón Auðuns, og gegndi hann því starfi til 1978, en árið 1980 var Ólafur Kvaran listfræðingur ráðinn forstöðumaður. (erfðaskrá sem hjónin Einar og Anna Jónsson gerðu árið 1954 er kveðið á um að eftir andlát þess er lengur lifði, skyldu öll verk Einars vera eign ís- lenska ríkisins. í safninu er nú til sýnis allt ævistarf Einars, höggmyndir, mál- verk, teikningar og drög að höggmynd- um. Einnig eru þar varðveittir ýmsir persónulegir munir þeirra hjóna og eru þeir til sýnis í íbúð þeirra á efstu hæð hússins, en (búðin var opnuð almenn- ingi árið 1980. Listasafn Einars Jónssonar er opið almenningi daglega frá kl. 13.30 til kl. 16.00, nema mánudaga. Þessir þrír félagar hafa tapað boltanum sínum, og hvernig sem þeir leita hefur þeim ekki tekist að finna hann. Þeir hafa beðið okkur um að biðja ykkur nú að koma þeim til hjálpar og finna fyrir þá boltann strax. Boltinn er á einhverri blað- síðu í þessu blaði. Þeir, sem verða svo heppnir, geta sent blaðinu svör sín fyrir 1. nóv. næstkomandi. Til- greina verður í svarinu stað og síðu í blaðinu. Fimm bókaverðlaun verða veitt. Utanáskrift er ÆSKAN, Box 14, Reykjavík. (Verðlauna- þraut). TALNAMAÐURINN. Hvað hefur hann mikið á sér? 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.