Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 34

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 34
HLJÓMSVEIT 20 ÞROSKAHEFTRA í HEIMSOKN Að afloknum kvöldverði í Múlabæ. spilað í anddyrinu á eftir og leysti bæjarstjóri hópinn út með gjöfum. Það var reyndar gert líka á öllum stöðunum á Norðurlandi. Mánudagur rann upp. Þá var far- in skoðunarferð um Reykjavík og síðan vorum við boðin í mat að Bjarkarási, hvort tveggja í boði Styrktarfélags vangefinna. Þar var svo spilað fyrir viðstadda. Reykja- víkurdeild Rauða krossins bauð í kvöldmat í Múlabæ, þar sem dag- vistun aldraðra er til húsa. Þar fengu örþreyttir blásarar að hvíla sig fyrir tónleika kvöldsins sem haldnir voru í Norræna húsinu og teknir upp af sjónvarpinu. Eftir þá tónleika skýrði Stina Járvá líka vinnuaðferðir sínar og tveir sjálf- boðaliðar þýddu jafnóðum yfir á ís- lensku af mikilli fimi. Þriðjudagurinn var síðasti dvalar- dagur. Þá var boðið í mat í Sunnu- hlíð í Kópavogi og að launum spiluðu blásararnir fyrir vistmenn. Að því loknu var skipt liði og fóru sumir í sund en aðrir í búðir til að eyða síðustu íslensku krónunum. Þá var móttaka fyrir allan hópinn í sendiherrabústað Svía, en fyrir henni stóð dr. Esbjörn Rosenblad, staðgengill sendiherra, og kona hans Rakel. Vorum við þar í 2 klukkutíma í besta yfirlæti og við góðan viðgjörning. Var það stór- kostlegur endapunktur á þessari dagskrá. Alls spiluðu blásararnir 11 sinn- um í heimsókninni hér og má með sanni segja að þeir spiluðu sig í hjörtu áheyrenda. Mikill fjöldi sjálfboðaliða og styrktaraðila kom við sögu heimsóknarinnar, en því miður er ekki hægt að minnast á þá alla en Rauði krossinn þakkar þeim öllum hjartanlega. Allt gekk eins og best varð á kosið. Á þriðjudagsmorgun var flug á- ætlað frá Keflavík 07.15 en það þýddi fótaferð um kl. 4. Einnig það snerist okkur í hag, flugi var frestað til kl. 10.15. Það var þreyttur en ánægður hópur sem lagði þá í 1°^' ið. Vonumst við eftir að heyra meira frá þessum hressu ungrnennum seinna. Hólmfríður Gísladóttir Á tónleikunum í Norræna húsinu. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.