Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 34
HLJÓMSVEIT 20 ÞROSKAHEFTRA í HEIMSOKN
Að afloknum kvöldverði í Múlabæ.
spilað í anddyrinu á eftir og leysti
bæjarstjóri hópinn út með gjöfum.
Það var reyndar gert líka á öllum
stöðunum á Norðurlandi.
Mánudagur rann upp. Þá var far-
in skoðunarferð um Reykjavík og
síðan vorum við boðin í mat að
Bjarkarási, hvort tveggja í boði
Styrktarfélags vangefinna. Þar var
svo spilað fyrir viðstadda. Reykja-
víkurdeild Rauða krossins bauð í
kvöldmat í Múlabæ, þar sem dag-
vistun aldraðra er til húsa. Þar
fengu örþreyttir blásarar að hvíla
sig fyrir tónleika kvöldsins sem
haldnir voru í Norræna húsinu og
teknir upp af sjónvarpinu. Eftir þá
tónleika skýrði Stina Járvá líka
vinnuaðferðir sínar og tveir sjálf-
boðaliðar þýddu jafnóðum yfir á ís-
lensku af mikilli fimi.
Þriðjudagurinn var síðasti dvalar-
dagur. Þá var boðið í mat í Sunnu-
hlíð í Kópavogi og að launum
spiluðu blásararnir fyrir vistmenn.
Að því loknu var skipt liði og fóru
sumir í sund en aðrir í búðir til að
eyða síðustu íslensku krónunum.
Þá var móttaka fyrir allan hópinn í
sendiherrabústað Svía, en fyrir
henni stóð dr. Esbjörn Rosenblad,
staðgengill sendiherra, og kona
hans Rakel. Vorum við þar í 2
klukkutíma í besta yfirlæti og við
góðan viðgjörning. Var það stór-
kostlegur endapunktur á þessari
dagskrá.
Alls spiluðu blásararnir 11 sinn-
um í heimsókninni hér og má með
sanni segja að þeir spiluðu sig í
hjörtu áheyrenda. Mikill fjöldi
sjálfboðaliða og styrktaraðila kom
við sögu heimsóknarinnar, en því
miður er ekki hægt að minnast á þá
alla en Rauði krossinn þakkar þeim
öllum hjartanlega. Allt gekk eins og
best varð á kosið.
Á þriðjudagsmorgun var flug á-
ætlað frá Keflavík 07.15 en það
þýddi fótaferð um kl. 4. Einnig það
snerist okkur í hag, flugi var frestað
til kl. 10.15. Það var þreyttur en
ánægður hópur sem lagði þá í 1°^'
ið. Vonumst við eftir að heyra meira
frá þessum hressu ungrnennum
seinna.
Hólmfríður Gísladóttir
Á tónleikunum í Norræna húsinu.
34