Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 13

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 13
„Það er ferlega kalt í sjónum“ - segja ungir bryggjuveiðimenn á Ólafsfirði D°ttli og Matti með fyrsta silung dagsins. Þeim þykir það eflaust sjálfsagt að tt'aupa á bryggjukantinum, sitja þar °9 dingla fótunum fram af bryggj- ^ni rétt eins og krökkum í öðrum b®jum, sem ekki hafa eins mikið saman við sjóinn að sælda, þykir sjálfsagt að vera í leik úti á túni. Já, þeir fóru Iéttilega við allan leik á bryggjunni í Ólafsfirði bræðurnir sem kallaðir eru Matti, Sæsi og Döttli, en þeir voru að veiða silung í höfninni er blaðamann bar þar að. Það skal segj- ast eins og er að blaðamanni þótti al- veg nóg um hversu frjálslega þeir snáð- ar umgengust höfnina, enda kom það á daginn er blaðamaður fór að spjalla við þá bræður að Sæsi, sem er sá yngsti af bræðrunum, hafði dottið tvisvar i sjóinn og bróðir hans, Döttli, þrisvar. Þeim fannst lítið til þess koma að hafa farið fram af bryggjunni „en samt var ferlega kalt,“ eins og þeir sögðu. Þeir bræður voru að eltast við silung sem annað slagið lét sjá sig innan um brak og óhreinindi sem flutu í höfninni. Þeir skiptust á að nota stöngina sem þeir voru með, að vísu var þetta stöngin hans Sæsa en hinir bræðurnir höfðu skilið sínar eftir heima, því var ekki um annað að gera en skiptast á þegar von var til að krækja í þann stóra. „Það er svo erfitt að ná sumum þeirra," sagði Matti, „þeir eru svo snöggir að koma sér undan.“ - Hvað hafið þið veitt mikið í sumar? „Við erum búnir að fá svona 200,“ sagði Sæsi, en þá gripu bræður hans fram í og sögðu að þeir hefðu fengið um 200 silunga í fyrra en þeir væru búnir að fá svona 60-70 í sumar. „Æi já, það var í fyrra,“ sagði Sæsi, „en við erum ekki búnir að fá neinn í morgun." Þeir voru varla búnir að sleppa orðinu er einn lítill silungstittur beit á hjá þeim og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina því þeir bræður sviptu fiskin- um upp á bryggju og þar var hann afgreiddur á fagmannlegan hátt og síð- an var byrjað á nýjan leik. En hvað hafa þeir bræður fengið stærstan fiskinn? „Við höfum fengið einn sem var eitt kíló, það er sá stærsti sem við höfum fengið," sögðu þeir. Mestan hluta aflans sögðust þeir borða sjálfir og líka létu þeir reykja hluta hans. En hvað ætla þeir þræður að gera þeg- ar þeir verða stórir. „Auðvitað verðum við sjómenn," sögðu þessir skemmtilegu bræður frá Ólafsfirði, Matti, Sæsi og Döttli. Dagur. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.