Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 38

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 38
Að þessu sinni kynnum við hentugar uppskriftir að ofnskúffukökum. Þær eru alltaf vinsælar. Sjálfsagt er að leita hjálpar mömmu - eða pabba ef hann er gefinn fyrir matseld! Aðaluppskriftin er hin sama en með því að bæta nokkru við og búa til krem getum við bakað þrjár Ijúffengar tegundir. í allar kökurnar þarf þetta: 3 egg 3 dl sykur 100 g brætt smjör 4 dl hveiti 2 tsk ger 11/2 dl mjólk. Egg og sykur eru þeytt saman og smjöri bætt í - bræddu en kældu. Hveiti og gerduft er látið saman við (sigtað), síðan mjólk og allt hrært vand- lega saman. Hrærunni er hellt í ofn- skúffu (u. þ. b. 25x35 sm). Æskilegt er að fóðra hana með smurðum pappír. Ofninn er hitaður í 200°, og kakan bökuð í u. þ. b. 20 mínútur. - Gætið þess að kakan sé orðin köld er þið takið hana og skerið i bita. Ein kaka — þrjár kökur TILBRIGÐIN ÞRJÚ Súkkulaðisneiðar. Börnum líkar þessi best: 3 msk af kakó og 1 tsk af vanillusykri er bætt í. Bakað sem fyrr segir. Krem: 200 g flórsykur 1 msk kakó 5 msk sterkt, kalt kaffi 3 msk brætt smjör handfylli af hökkuðum möndlum eða möndluspænum Hrærið kremið vel. Þegar kakan er orðin köld er því smurt jafnt á kökuna og möndlunum dreift yfir. (Þeim má að sjálfsögðu sleppa). Eplabitar: í aðaluppskriftina er bætt % tsk. kan- el og % tsk engifer. 4 epli eru skorin í þunnar skífur og þeim stungið þétt í deigið. Sykri og kanel er stráð yfir. Kókoskaka. Aðaluppskriftin er bragðbætt með 1/z tsk af vanillusykri og rifnu hýði af stórri sítrónu. Krem er gert úr 75 g af smjöri, 3 dl kókosmjöli, 11/2 dl sykri, 1 stóru e"i. Allt er þeytt saman og látið sjóða upp. Hrærið stöðugt á meðan. Látið kremið kólna nokkuð. Það er síðan sett á kökuna áður en hún er fullbökuð. Kakan er sett í ofninn aftur og bökuð gullinbrún. Við þökkum Wenche Tomt (Norsk ukeblad) fyrir þessar uppskriftir. Mörg ykkar munu raunar þekkja þær úr öðrum blöðum eða bókum. Ein kaka - þrjár kökur í lok maímánaðar fór fram Landsmót skólalúðrasveita í Vestmannaeyjum. í móti þessu tóku þátt yíir 20 lúðrasveitir víðsvegar af landinu, alls rúmlega 700 manns. Mótið stóð yfir í tvo daga og var fyrri dagur notaður til að leika á ýmsum stöðum í bænum vegfarendum til skemmtunar, en síðari daginn voru haldnir miklir tónleikar í íþróttahúsinu þar sem allar sveitirnar komu fram. Eftir hljómleikana marseraði síðan allur skarinn í tveimur fylkingum niður a Stakkagerðistún þar sem allar sveitirn- ar mynduðu þá stærstu lúðrasveit sem sögur fara af hér á landi, alls 650 spilar' ar. Var það tilkomumikið bæði á að hlusta og á að horfa. Mótinu var síðan slitið við minnisvarðann um Oddgeii" Kristjánsson tónskáld. Unglingarnir höfðu ýmislegt annað fyrir stafni þessa velheppnuðu daga en að spila á hljóðfæri sín. Meðal annars var efnt til knattspyrnukeppni miH1 sveitanna og þar báru lúðraþeytarar heimamanna sigur úr býtum. Þá fóru þátttakendur í siglingu umhverfis Eyjar með Herjólfi og í skoðunarferðir um Heimaey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.