Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 38
Að þessu sinni kynnum við hentugar
uppskriftir að ofnskúffukökum. Þær eru
alltaf vinsælar. Sjálfsagt er að leita
hjálpar mömmu - eða pabba ef hann
er gefinn fyrir matseld! Aðaluppskriftin
er hin sama en með því að bæta
nokkru við og búa til krem getum við
bakað þrjár Ijúffengar tegundir.
í allar kökurnar þarf þetta:
3 egg
3 dl sykur
100 g brætt smjör
4 dl hveiti
2 tsk ger
11/2 dl mjólk.
Egg og sykur eru þeytt saman og
smjöri bætt í - bræddu en kældu.
Hveiti og gerduft er látið saman við
(sigtað), síðan mjólk og allt hrært vand-
lega saman. Hrærunni er hellt í ofn-
skúffu (u. þ. b. 25x35 sm). Æskilegt er
að fóðra hana með smurðum pappír.
Ofninn er hitaður í 200°, og kakan
bökuð í u. þ. b. 20 mínútur. - Gætið
þess að kakan sé orðin köld er þið takið
hana og skerið i bita.
Ein kaka — þrjár kökur
TILBRIGÐIN ÞRJÚ
Súkkulaðisneiðar.
Börnum líkar þessi best:
3 msk af kakó og 1 tsk af vanillusykri er
bætt í.
Bakað sem fyrr segir.
Krem:
200 g flórsykur
1 msk kakó
5 msk sterkt, kalt kaffi
3 msk brætt smjör
handfylli af hökkuðum möndlum eða
möndluspænum
Hrærið kremið vel. Þegar kakan er
orðin köld er því smurt jafnt á kökuna
og möndlunum dreift yfir. (Þeim má að
sjálfsögðu sleppa).
Eplabitar:
í aðaluppskriftina er bætt % tsk. kan-
el og % tsk engifer.
4 epli eru skorin í þunnar skífur og þeim
stungið þétt í deigið. Sykri og kanel er
stráð yfir.
Kókoskaka.
Aðaluppskriftin er bragðbætt með 1/z
tsk af vanillusykri og rifnu hýði af stórri
sítrónu. Krem er gert úr 75 g af smjöri,
3 dl kókosmjöli, 11/2 dl sykri, 1 stóru
e"i.
Allt er þeytt saman og látið sjóða
upp. Hrærið stöðugt á meðan. Látið
kremið kólna nokkuð. Það er síðan sett
á kökuna áður en hún er fullbökuð.
Kakan er sett í ofninn aftur og bökuð
gullinbrún.
Við þökkum Wenche Tomt (Norsk ukeblad)
fyrir þessar uppskriftir. Mörg ykkar munu
raunar þekkja þær úr öðrum blöðum eða
bókum.
Ein kaka - þrjár kökur
í lok maímánaðar fór fram Landsmót
skólalúðrasveita í Vestmannaeyjum. í
móti þessu tóku þátt yíir 20 lúðrasveitir
víðsvegar af landinu, alls rúmlega 700
manns. Mótið stóð yfir í tvo daga og var
fyrri dagur notaður til að leika á ýmsum
stöðum í bænum vegfarendum til
skemmtunar, en síðari daginn voru
haldnir miklir tónleikar í íþróttahúsinu
þar sem allar sveitirnar komu fram. Eftir
hljómleikana marseraði síðan allur
skarinn í tveimur fylkingum niður a
Stakkagerðistún þar sem allar sveitirn-
ar mynduðu þá stærstu lúðrasveit sem
sögur fara af hér á landi, alls 650 spilar'
ar. Var það tilkomumikið bæði á að
hlusta og á að horfa. Mótinu var síðan
slitið við minnisvarðann um Oddgeii"
Kristjánsson tónskáld.
Unglingarnir höfðu ýmislegt annað
fyrir stafni þessa velheppnuðu daga en
að spila á hljóðfæri sín. Meðal annars
var efnt til knattspyrnukeppni miH1
sveitanna og þar báru lúðraþeytarar
heimamanna sigur úr býtum. Þá fóru
þátttakendur í siglingu umhverfis Eyjar
með Herjólfi og í skoðunarferðir um
Heimaey.