Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 40

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 40
BYRJIÐ AÐ SAFNA! Æskupóstur! Ég tel mig hafa ráö fyrir iðjulausa krakka. Byrjið að safna! Ef þið hugsið vel um safnið ykkar getur þetta orðið mjög skemmtilegt. Það er t. d. hægt að safna spilum, frí- merkjum, límmiðum, eldspýtustokkum, nælum, póstkortum, dýramyndum, timaritum, módelum, plakötum, upp- skriftum og töppum. Sem sagt öllu milli himins og jarðar. Þórarinn Stefánsson 10 ára. TENGDAPABBINN LÖGGA? Kæra Æska! Er það satt að tengdapabbi hans Bubba sé lögga? Var Bubbi að syngja um konuna sína í laginu Blús fyrir Ingu? Þá er það ekki meira í þetta skipti. Bubbaaðdáandi Bubbaaðdáandi Tengdafaðir Bubba rokkkóngs er Friðjón Guðröðarson sýslumaður í Skaftafellssýslu. Þar af leiðandi telst tengdafaðirlnn vera æðsta yfirvald lögreglunnar í sýslunni. Dóttir Frið- jóns og eiginkona Bubba heitir Inga Sólveig. Þess vegna er ekkert því til fyrirstöðu aö söngurinn Blús fyrir Ingu sé um konuna hans Bubba. TÍMAKAUP VIÐ BARNAPÖSSUN Æskupóstur! Mig langar að vita hvað 11-12 ára stelpur fá á tímann fyrir að passa 2-5 ára börn. í síðasta blaði var sagt að mætti koma með uppástungur í blaðið. Mig langar að fá fleiri skrítlur og viðtöl við söngvara. Svo mega alveg koma plak- öt t. d. með Grýlunum, Bubba, Ragn- hildi, eða David Bowie. Með þökk fyrir frábært blað, Ragnhildur Hanna. Ragnhildur Hanna. Það er erfitt að segja til um hvað 11-12 ára stelpur fá á tímann fyrir barnapössun. Það er misjafnt. Það er nefnilega enginn samræmdur taxti til. Sumar fá tímakaup en aðrar ákveðna mánaðargreiðslu. Þetta er yfirleitt samningsatriði milli barnapí- unnar og foreldra barnsins. 14—15 ára stelpur fá kaup fyrir barnagæslu oft í samræmi við þann taxta sem notaður er í Vinnuskóla Reykjavíkur- borgar. Við þökkum uppástungur um efni í blaðið. Eins og þú hefur væntan- lega tekið eftir þá er plakat af Ásgeiri Sigurvinssyni í þessu blaði. Við höldum áfram á þessari braut og vonandi áttu eftir að fá piakat af þín- um stjörnum. ART BEARS Halló Æskupóstur! Mig langar að fá upplýsingar um hvað hljómsveitin Art Bears hefur gefið út margar plötur. Ég á eina plötu með þeim, The World as it is Today. Mér finnst hún frábær. Eru aðrar plötur þeirra eins góðar? Hvar er heimilis- fangið hjá aðdáendaklúbb þeirra? Kær kveðja, S. S. World as it is Today“ lang aðgengi- legust og „poppuðust". Utanáskrift- in til Art Bears er: ART BEARS 583 Wandsworth Road London SW8 England. Það er eins með Art Bears og aðra poppara að það yrði dýrt fyrir þá að borga undir hundruð svarbréfa til aðdáenda. Þess vegna er sjálfsögð kurteisi þegar þeim er skrifað að senda með frímerki og umslag með utanáskrift ykkar á. Frímerkið verður að vera svokallað alþjóðlegt svar- merki. Það fæst á pósthúsum. UM PENNAVINI Kæra Æska! Ég er hér með spurningu. Það er_i sambandi við pennavinina erlendis. A hvaða máli skrifa þeir? Svo vil ég þakka gott blað. Kveðja, Dóra. Dóra Þessu er ekki mjög auðvelt að svara. Eitt vitum við þó fyrir víst; erlend börn geta að minnsta kosti skrifað okkur á móðurmáli sínU' Hins vegar grunar okkur að þú eig,r við hvort þau hafi möguleika á fle'rl tungumálum. Það fer eftir því hvar þau búa í heiminum. Margar þjóðir eru mjög fátækar, t. d. í þriðja heiminum, og þess vegna fá börnin þar litla sem enga kennslu. Börn a Norðurlöndunum sem eru komnir ' efri bekki grunnskólans geta yfirleitt skrifað á ensku, svo dæmi sé nefnt- Annars er best fyrir þig, ef Þu skrifar erlendum pennavinaklúbb- um eða pennavinadálkum blaðanna, að nefna hvaða tungumál þú sjálf getur skrifað. Þá ættirðu að eignast pennavini eftir því. S. S. Þýsk-breska tríóið Art Bears hefur gefið út þrjár plötur. Af þeim er „The 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.