Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 42

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 42
RAUF 90 METRA MÚRINN íslandsmet Einars Vilhjálmssonar í spjótkasti, 90.66 m, sem hann setti í keppni milli Norðurlanda og Bandaríkjanna í Stokkhólmi í sumar, ber af öðrum frjálsíþróttaafrekum sumarsins. Þetta er áttundi besti árangur í spjótkasti sem náðst hefur í heiminum í ár og Einar er yngsti maðurinn sem kastað hefur spjóti yfir 90 metra. Hann er rúmlega 23 ára. Einar er því kominn í röð fremstu spjótkastara heims. Allar líkur eru á að hann eigi eftir að bæta árangur sinn veru- lega, því yfirleitt ná spjótkastarar bestum árangri á aldrinum 26-30 ára. „Velgengni mín er fyrst og fremst góðri ástundun að þakka og ekki síst reglusemi, því hún er grundvall- aratriði til að árangur náist,“ sagði Einar í viðtali við Æskuna. „Ég byrjaði að æfa spjótkast 1976, árið sem ég varð íslandsmeistari í sveinaflokki. Ég átti þá heima í Reykholti og æfði á svokallaðri Eyri. Þá var ég líka á fullri ferð í körfubolta og handbolta (Einar var í unglingalandsliðinu í handbolta 1978). 1980 fór ég svo að æfa markvissa uppbyggingu fyrir spjótkastið. Þá fékk ég góðar leiðbeiningar um það hvernig best væri að haga æfingunum, því ég æfði einn. Guðmundur Þórarinsson, Stefán Jóhanns- son og Ólafur Unnsteinsson voru mér innan handar í þeim efnurn." STUNDAR NÁM í LÆKNISFRÆÐI Einar varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti vorið 1980. Veturinn eftir fékkst hann við kennslustörf. Vorið eftir var honum boðinn styrkur til að stunda nám við háskólann í Texas í Bandaríkjun- um. Einn af íþróttaþjálfurum við skólann kom hingað til lands gagngert til að líta á hann. „Þeir buðu mér styrk sem nægir fyrir náms- og skólagjöldum," sagði Einar. „Öll læknishjálp, aðstaða til íþróttaiðkana undir leiðsögn þjálfara, bún- ingar og fleira eru ókeypis. Margir bjóða svona styrki í auglýsingaskyni. Mikill áhugi er á frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum og það eykur hróður skólanna ef sig- ursælir íþróttamenn stunda þar nám. Texas-háskóli er rekinn fyrir bankavexti sem fást af olíutekjum. Hann er rekinn eins og fyrirtæki, að vísu með svolitl- um ríkisstyrk. Ég veit að hann er núna að fjárfesta í demantsnámum víða í Afríku.“ - Hvaða nám leggurðu stund á? „Ég les læknisfræði til B. S. prófs með lífeðlisfræði sem aðalgrein. Ég er búinn með tvö ár. Síðan hyggst ég fara út í sérnám og læra íþróttalækningar. Ég kann mjög vel við mig þarna ytra.“ Einar sagði að þrír aðrir íslenskir frjálsíþróttamenn væru við nám í Texas-háskóla. Það eru þeir Oddur Sigurðsson hlaupari, Óskar Jakobsson kúluvarpari og Ágúst Þorsteinsson maraþonhlaupari. Þeir eru allir að læra íþróttafræði." — En hvað segir Einar Vilhjálmsson um fram- haldið? „Markmiðið hjá mér núna er að Ijúka fyrrihluta náminu í læknisfræðinni. í spjótkastinu mún ég svo reyna að gera mitt besta." Einar Vilhjálmsson er kvæntur Halldóru Dröfn Sig- urðardóttur fóstru. Að lokum skulum við skoða feril Einars í spjótkast- inu. Hér er besti árangur hvers árs: 1976: 52.48 m 1977: 59.72 m 1978: 67.36 m 1979: 68.82 m 1980: 76.76 m 1981: 81.22 m 1982: 80.62 m (átti við meiðsli að stríða). 1983: 90.26 m (26. júlí). Besti árangur í heimi: 99.72 m en það hefur ekki verið staðfest sem heimsmet. Heimsmetið er skráð 96.72 m og það á Austur-Þjóðverji. —E. I. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.