Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 32

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 32
RAUÐI KROSS ÍSLANDS O Arosblásarna er hljómsveit 20 þroskaheftra ungmenna frá Vást- erás í Svíþjóð. Þau komu hingað til lands á vegum Rauða kross ís- lands 6. júlí sl. og voru hér í viku. Með þeim var stjórnandinn, Stina Járvá, sem er tónlistarkennari og „musikterapeut", en það hefur ver- ið þýtt á íslensku „sá sem læknar með tónlist". Stig Eiginmaður Stínu, var einnig með, 2 foreldrar og full- trúi Sænska Rauða krossins í Vást- erás, Monica Andersson og und- irrituð frá Rauða krossi íslands. Dagskráin hófst strax fyrsta kvöldið með heimsókn í RKÍ að Nóatúni 21 og var þar spilað fyrir starfsfólk og gesti Sjúkrahótels Rauða krossins. Eldsnemma næsta morgun var haldið til Akur- eyrar í boði bæjarstjórnar þar. Helgi Bergs bæjarstjóri hafði skipað nefnd sem tók á móti okkur á flug- vellinum í logni, sólskini og hita. Var fyrst farið upp í Skíðahótel, en þar áttum við að gista. Þar borðuð- um við morgunmat og fengu gest- irnir þar að smakka skyr í fyrsta sinn á ævinni og þótti flestum mjög gott. Útsýnið út Eyjafjörð var stór- kostlegt á þessum fagra degi. Þá var ekið sem leið lá út í Ólafsfjörð. Svolítil þoka var neðan vegar í Ól- afsfjarðarmúla en gestunum þótti þetta glæfralegur vegur og sátu margir með lokuð augun þar til komið var í byggð. Heimamenn sýndu okkur stað- inn, fiskvinnsluna og höfnina en síðan var farið upp í Hornbrekku og þar borðaður Ijómandi hádegis- verður. Að honum loknum spiluðu Hrosblásarna meö stjórnandanum, Stinu Járvá og Hans Möller föður munnhörpuleikarans. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.