Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 25

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 25
Önnu þótti vænt um öll dýr, sem hún þekkti, nema rauða bola. - Hann var mannýgur, svo að það v3r engin furða, þó að henni væri ekki vel við hann. En til allrar ham- in9ju var hann lokaður inni í girð- ir>gu, sem hann gat ekki komist út úr, þegar hliðið var aftur, eins og Vera átti. Anna fór oft fram hjá girð- in9unni, þegar hún rak kýrnar í haga eða sótti hesta. Stundum sá hún þá bola, og flýtti sér þá alltaf í hurtu eins og fætur toguðu. hað var einu sinni á sunnudags- ^orgni snemma sumars, að Anna v3r óvenju kát, því að hún var í nýj- Urn kjól. Hún átti upphaflega ekki að fara í kjólinn, fyrr en hún var búin að reka kýrnar. En hana lang- aði svo afskaplega að fara í kjólinn, ðegar hún klæddi sig um morgun- lnn, að mamma lét það eftir henni. Anna lofaði auðvitað að óhreinka ekki kjólinn. Anna rak kýrnar og gekk það vel. ^n svo var hún með brauðsneiðar, Sern hún ætlaði að gefa Blesa. Honum þótti brauð mjög gott. Önnu Þótti ósköp vænt um Blesa. Hann v3r svo þægur. Hann stóð alltaf ^yrr, þegar hún þurfti að ná í hann, eða kom á móti henni, og beit ró- legur meðan hún klifraði á bak. Stundum fékk hún að fara á Blesa til kirkju á sunnudögum, og einu sinni hafði hún riðið honum í berja- mó. Blesa þótti líka vænt um Önnu, af því að hún kembdi honum oft; en einkum hafði hún hænt hann að sér með því að gefa honum brauð og annað hnossgæti, hvort sem hún sá hann heima eða úti í haga. Anna sá, hvar Blesi var á beit skammt frá girðingunni. - Hún stefndi þangað. En allt í einu fór hún að hrópa á hjálp, því að hún sá, að boli var kominn út úr girðingunni og stefndi á hana. Annað hvort hefur einhver skilið eftir opið hliðið, eða bola hefur tekist að fella girðing- una. Anna kallaði á pabba sinn af öllum kröftum. En hann var inni í bæ og svo langt í burtu, að neyðar- óp hennar heyrðust ekki þangað. En Blesi leit upp. Hann hefur lík- lega skilið, að Anna var í hættu stödd, því að hann kom til hennar á harða stökki og nam ekki staðar fyrr en hjá þúfunni, sem Anna stóð á. Hún hafði ekki tíma til að gefa Blesa brauðið, en tók þegar í herðatoppinn á honum og klifraði á bak. - Það mátti ekki seinna vera, því að boli var kominn á sama augabragði. En Anna var nú úr allri hættu. Hún hélt sér með báðum höndum í faxið á Blesa, og hann hljóp með hana heim að bæ. Anna gaf Blesa brauðið, þegar heim var komið. Hún strauk hann og kjassaði og þakkaði honum inni- lega fyrir hjálpina. „Þú hefur bjarg- að lífi mínu, elsku Blesi minn,“ sagði hún. Svo hljóp hún inn í bæ- inn. „Hvernig gastu farið svona með kjólinn þinn, barn?“ sagði mamma hennar, þegar hún sá nýja kjólinn útataðan í hári og hrossamóðu. Anna sagði þá frá ævintýri sínu og fékk auðvitað engar ákúrur, þó kjóllinn liti illa út. En allt heimilisfólk- ið þyrptist utan um Blesa, til að votta honum þakklæti sitt og að- dáun. Síðan fór pabbi Önnu, ásamt nágrönnum sínum, að reka bola inn í girðinguna. Þeir gengu vel frá grindinni í hliðinu, svo að boli skyldi ekki sleppa út í annað sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.