Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1983, Page 25

Æskan - 01.09.1983, Page 25
Önnu þótti vænt um öll dýr, sem hún þekkti, nema rauða bola. - Hann var mannýgur, svo að það v3r engin furða, þó að henni væri ekki vel við hann. En til allrar ham- in9ju var hann lokaður inni í girð- ir>gu, sem hann gat ekki komist út úr, þegar hliðið var aftur, eins og Vera átti. Anna fór oft fram hjá girð- in9unni, þegar hún rak kýrnar í haga eða sótti hesta. Stundum sá hún þá bola, og flýtti sér þá alltaf í hurtu eins og fætur toguðu. hað var einu sinni á sunnudags- ^orgni snemma sumars, að Anna v3r óvenju kát, því að hún var í nýj- Urn kjól. Hún átti upphaflega ekki að fara í kjólinn, fyrr en hún var búin að reka kýrnar. En hana lang- aði svo afskaplega að fara í kjólinn, ðegar hún klæddi sig um morgun- lnn, að mamma lét það eftir henni. Anna lofaði auðvitað að óhreinka ekki kjólinn. Anna rak kýrnar og gekk það vel. ^n svo var hún með brauðsneiðar, Sern hún ætlaði að gefa Blesa. Honum þótti brauð mjög gott. Önnu Þótti ósköp vænt um Blesa. Hann v3r svo þægur. Hann stóð alltaf ^yrr, þegar hún þurfti að ná í hann, eða kom á móti henni, og beit ró- legur meðan hún klifraði á bak. Stundum fékk hún að fara á Blesa til kirkju á sunnudögum, og einu sinni hafði hún riðið honum í berja- mó. Blesa þótti líka vænt um Önnu, af því að hún kembdi honum oft; en einkum hafði hún hænt hann að sér með því að gefa honum brauð og annað hnossgæti, hvort sem hún sá hann heima eða úti í haga. Anna sá, hvar Blesi var á beit skammt frá girðingunni. - Hún stefndi þangað. En allt í einu fór hún að hrópa á hjálp, því að hún sá, að boli var kominn út úr girðingunni og stefndi á hana. Annað hvort hefur einhver skilið eftir opið hliðið, eða bola hefur tekist að fella girðing- una. Anna kallaði á pabba sinn af öllum kröftum. En hann var inni í bæ og svo langt í burtu, að neyðar- óp hennar heyrðust ekki þangað. En Blesi leit upp. Hann hefur lík- lega skilið, að Anna var í hættu stödd, því að hann kom til hennar á harða stökki og nam ekki staðar fyrr en hjá þúfunni, sem Anna stóð á. Hún hafði ekki tíma til að gefa Blesa brauðið, en tók þegar í herðatoppinn á honum og klifraði á bak. - Það mátti ekki seinna vera, því að boli var kominn á sama augabragði. En Anna var nú úr allri hættu. Hún hélt sér með báðum höndum í faxið á Blesa, og hann hljóp með hana heim að bæ. Anna gaf Blesa brauðið, þegar heim var komið. Hún strauk hann og kjassaði og þakkaði honum inni- lega fyrir hjálpina. „Þú hefur bjarg- að lífi mínu, elsku Blesi minn,“ sagði hún. Svo hljóp hún inn í bæ- inn. „Hvernig gastu farið svona með kjólinn þinn, barn?“ sagði mamma hennar, þegar hún sá nýja kjólinn útataðan í hári og hrossamóðu. Anna sagði þá frá ævintýri sínu og fékk auðvitað engar ákúrur, þó kjóllinn liti illa út. En allt heimilisfólk- ið þyrptist utan um Blesa, til að votta honum þakklæti sitt og að- dáun. Síðan fór pabbi Önnu, ásamt nágrönnum sínum, að reka bola inn í girðinguna. Þeir gengu vel frá grindinni í hliðinu, svo að boli skyldi ekki sleppa út í annað sinn.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.