Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 10

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 10
„MAÐUR VERÐUR AÐ LEGGIA SIG ALLAN FRAM...“ OOOOO0OOOOOOOo©o Ásgeir Sigurvinsson í opnuviðtali Ásgeir Sigurvinsson hefur stundum verið nefndur sendiherra íslenskrar knattspyrnu í útlöndum. Hann var þriðji íslendingurinn sem lagði út í hinn stóra og harða knattspyrnuheim, næstur á eftir Albert Guðmundssyni, nú- verandi fjármálaráðherra, og Þórólfi Beck. Það er óhætt að segja að Ásgeir hafi haldið merkinu á lofti. Velgengni hans hefur verið slík, það vita þeir sem fylgst hafa með. Ásgeir er 28 ára, fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann gekk til liðs við Týrarana þegar hann hóf að leika knattspyrnu með yngri flokknum. Hann var aðeins 16 ára þegar hann lék fyrst með meistaraflokki. Það var 12. febrú- ar 1972 gegn Breiðabliki. Vestmannaeyingar sigruðu 3:1 Ásgeir skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við sigur- inn. Menn sáu strax að hér var efnilegur piltur á ferð. Skosk lið gerðu honum fljótlega tilboð um að æfa með sér í mánaðartíma til reynslu. Ásgeir þáði eitt boðanna, frá Glasgow Rangers, en þar líkaði honum dvölin illa. Hann mætti á æfingar einu sinni á dag en var svo látinn afskipta- laus og ráfaði um göturnar í reiðileysi. Hann vill gleyma þeim tíma sem fyrst. 23. júlí 1973 markaði tímamót fyrir knattspyrnuferil Ás- geirs. Þá skrifaði hann undir atvinnusamning við belgíska liðið Standard Liege. Þar var hann í átta ár. Þá fór hann til Bayern Múnchen í Vestur-Þýskalandi og var þar eitt keppn- istímabil. Síðan gekk hann til liðs við Stuttgart og er þar nú. Ásgeir er kvæntur Ástu Guðmundsdóttur og eiga þau litla telpu, Tönju Rut. Þegar hann var á ferð hér á landi í sumar tókum við hann tali. DRAUMURINN RÆTTIST - Ef við byrjum á atvinnuferli þínum í fótboltanum, Ásgeir, manstu enn hvernig þér var innanbrjósts þegar þú undirritaðir samninginn við Standard Liege? „Já, ég man að það var talsverð spenna í kringum þetta allt saman,“ sagði Ásgeir þegar við höfðum komið okkur fyrir á heimili tengdaforeldra hans. „Atvinnufótboltinn hafði át hug minn frá því að ég var lítill strákur. Það var langþráður draumur sem rættist. Ekki var þó laust við 3 svolítill kvíði væri í mér því dvöl mín hjá Glasgow RangerS hafði valdið mér vonbrigðum, hún var hreint út sagt leið|n leg. Um þetta leyti sýndi Celtic áhuga á því að fá mig en e9 hafði meiri áhuga á því að leika knattspyrnu á megin landinu. Þar er hún skemmtilegri." - Hvernig gekk svo í upphafi? „Fyrstu tveir mánuðirnir voru erfiðir. Ég var nefnileð3 meiddur á hné. En þegar mér batnaði fékk ég fljótleS3 tækifæri hjá liðinu. í upphafi keppnistímabilsins gefa þJal arar sem flestum tækifæri. Síðan myndast kjarni. Ég na fljótlega sæti í aðalliðinu og var látinn leika stöðu tengiliðar' Heima hafði ég verið vinstri útherji". MIKLAR KRÖFUR GERÐAR - Kom þér eitthvað á óvart í atvinnufótboltanum? „Já, kröfurnar voru meiri en ég hafði átt von á. Ég Þek líka atvinnufótboltann lítið sem ekkert fyrir. Maður verð eiginlega að leggja sig allan fram - framfylgja því serr| yfirmennirnir segja. Leikmenn verða að vera reglusam|r líferni því mikil barátta er um sæti í liðunum. Það eru nog um að taka við.“ - Getur þú gert upp á milli þeirra þriggja félaga sem Þu hefur leikið með? „Það er erfitt að gera upp á milli Standard Liege Stuttgart. Dvölin í Belgíu var mér ákaflega minnisstæð P að þar var ég í 8 ár. Eftir að allt hafði gengið í haginn fór e til Bayern Múnchen og átti þar leiðinlegt keppnistímabil- fékk mig lausan eftir það og fór til Stuttgart. Þar kann e mjög vel við mig. Ég var núna í sumar að framlen9l samningnum um 4 ár. Þegar hann rennur út verð ég °rö' 32 ára og erfitt að segja nokkuð um hvað þá tekur vi Kannski hætti ég. Það er sagt að menn séu upp á sitt be 25-30 ára.“ 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.