Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1983, Side 10

Æskan - 01.09.1983, Side 10
„MAÐUR VERÐUR AÐ LEGGIA SIG ALLAN FRAM...“ OOOOO0OOOOOOOo©o Ásgeir Sigurvinsson í opnuviðtali Ásgeir Sigurvinsson hefur stundum verið nefndur sendiherra íslenskrar knattspyrnu í útlöndum. Hann var þriðji íslendingurinn sem lagði út í hinn stóra og harða knattspyrnuheim, næstur á eftir Albert Guðmundssyni, nú- verandi fjármálaráðherra, og Þórólfi Beck. Það er óhætt að segja að Ásgeir hafi haldið merkinu á lofti. Velgengni hans hefur verið slík, það vita þeir sem fylgst hafa með. Ásgeir er 28 ára, fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann gekk til liðs við Týrarana þegar hann hóf að leika knattspyrnu með yngri flokknum. Hann var aðeins 16 ára þegar hann lék fyrst með meistaraflokki. Það var 12. febrú- ar 1972 gegn Breiðabliki. Vestmannaeyingar sigruðu 3:1 Ásgeir skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við sigur- inn. Menn sáu strax að hér var efnilegur piltur á ferð. Skosk lið gerðu honum fljótlega tilboð um að æfa með sér í mánaðartíma til reynslu. Ásgeir þáði eitt boðanna, frá Glasgow Rangers, en þar líkaði honum dvölin illa. Hann mætti á æfingar einu sinni á dag en var svo látinn afskipta- laus og ráfaði um göturnar í reiðileysi. Hann vill gleyma þeim tíma sem fyrst. 23. júlí 1973 markaði tímamót fyrir knattspyrnuferil Ás- geirs. Þá skrifaði hann undir atvinnusamning við belgíska liðið Standard Liege. Þar var hann í átta ár. Þá fór hann til Bayern Múnchen í Vestur-Þýskalandi og var þar eitt keppn- istímabil. Síðan gekk hann til liðs við Stuttgart og er þar nú. Ásgeir er kvæntur Ástu Guðmundsdóttur og eiga þau litla telpu, Tönju Rut. Þegar hann var á ferð hér á landi í sumar tókum við hann tali. DRAUMURINN RÆTTIST - Ef við byrjum á atvinnuferli þínum í fótboltanum, Ásgeir, manstu enn hvernig þér var innanbrjósts þegar þú undirritaðir samninginn við Standard Liege? „Já, ég man að það var talsverð spenna í kringum þetta allt saman,“ sagði Ásgeir þegar við höfðum komið okkur fyrir á heimili tengdaforeldra hans. „Atvinnufótboltinn hafði át hug minn frá því að ég var lítill strákur. Það var langþráður draumur sem rættist. Ekki var þó laust við 3 svolítill kvíði væri í mér því dvöl mín hjá Glasgow RangerS hafði valdið mér vonbrigðum, hún var hreint út sagt leið|n leg. Um þetta leyti sýndi Celtic áhuga á því að fá mig en e9 hafði meiri áhuga á því að leika knattspyrnu á megin landinu. Þar er hún skemmtilegri." - Hvernig gekk svo í upphafi? „Fyrstu tveir mánuðirnir voru erfiðir. Ég var nefnileð3 meiddur á hné. En þegar mér batnaði fékk ég fljótleS3 tækifæri hjá liðinu. í upphafi keppnistímabilsins gefa þJal arar sem flestum tækifæri. Síðan myndast kjarni. Ég na fljótlega sæti í aðalliðinu og var látinn leika stöðu tengiliðar' Heima hafði ég verið vinstri útherji". MIKLAR KRÖFUR GERÐAR - Kom þér eitthvað á óvart í atvinnufótboltanum? „Já, kröfurnar voru meiri en ég hafði átt von á. Ég Þek líka atvinnufótboltann lítið sem ekkert fyrir. Maður verð eiginlega að leggja sig allan fram - framfylgja því serr| yfirmennirnir segja. Leikmenn verða að vera reglusam|r líferni því mikil barátta er um sæti í liðunum. Það eru nog um að taka við.“ - Getur þú gert upp á milli þeirra þriggja félaga sem Þu hefur leikið með? „Það er erfitt að gera upp á milli Standard Liege Stuttgart. Dvölin í Belgíu var mér ákaflega minnisstæð P að þar var ég í 8 ár. Eftir að allt hafði gengið í haginn fór e til Bayern Múnchen og átti þar leiðinlegt keppnistímabil- fékk mig lausan eftir það og fór til Stuttgart. Þar kann e mjög vel við mig. Ég var núna í sumar að framlen9l samningnum um 4 ár. Þegar hann rennur út verð ég °rö' 32 ára og erfitt að segja nokkuð um hvað þá tekur vi Kannski hætti ég. Það er sagt að menn séu upp á sitt be 25-30 ára.“ 10

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.