Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 32
RAUÐI
KROSS
ÍSLANDS
O
Arosblásarna er hljómsveit 20
þroskaheftra ungmenna frá Vást-
erás í Svíþjóð. Þau komu hingað til
lands á vegum Rauða kross ís-
lands 6. júlí sl. og voru hér í viku.
Með þeim var stjórnandinn, Stina
Járvá, sem er tónlistarkennari og
„musikterapeut", en það hefur ver-
ið þýtt á íslensku „sá sem læknar
með tónlist". Stig Eiginmaður Stínu,
var einnig með, 2 foreldrar og full-
trúi Sænska Rauða krossins í Vást-
erás, Monica Andersson og und-
irrituð frá Rauða krossi íslands.
Dagskráin hófst strax fyrsta
kvöldið með heimsókn í RKÍ að
Nóatúni 21 og var þar spilað fyrir
starfsfólk og gesti Sjúkrahótels
Rauða krossins. Eldsnemma
næsta morgun var haldið til Akur-
eyrar í boði bæjarstjórnar þar. Helgi
Bergs bæjarstjóri hafði skipað
nefnd sem tók á móti okkur á flug-
vellinum í logni, sólskini og hita.
Var fyrst farið upp í Skíðahótel, en
þar áttum við að gista. Þar borðuð-
um við morgunmat og fengu gest-
irnir þar að smakka skyr í fyrsta
sinn á ævinni og þótti flestum mjög
gott. Útsýnið út Eyjafjörð var stór-
kostlegt á þessum fagra degi. Þá
var ekið sem leið lá út í Ólafsfjörð.
Svolítil þoka var neðan vegar í Ól-
afsfjarðarmúla en gestunum þótti
þetta glæfralegur vegur og sátu
margir með lokuð augun þar til
komið var í byggð.
Heimamenn sýndu okkur stað-
inn, fiskvinnsluna og höfnina en
síðan var farið upp í Hornbrekku og
þar borðaður Ijómandi hádegis-
verður. Að honum loknum spiluðu
Hrosblásarna meö stjórnandanum, Stinu Járvá og Hans Möller föður munnhörpuleikarans.
32