Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1983, Side 11

Æskan - 01.11.1983, Side 11
r- i myrkur. Við fórum upp að Lögbergi og fengum að gista þar um nóttina. Lögberg var reist handa bændum sem komust ekki yfir sandana fyrir vatnagangi. Daginn eftir var hægt að halda áfram; þá fékk ég lánaðan hest og iét konuna sitja á honum en teymdi sjálfur. Þegar við komum að Ölfusi fékk ég annan vagn og á honum komumst við klakklaust á leiðarenda. Á Minniborg í Grímsnesi vann ég sem klæðskeri og ferðaðist milli bæja í fjögur ár og gat þannig aflað matar og tekna.“ Hefurðu unnið við eitthvað annað en klæða- saum? „Já, ég vann hjá Seðlabanka íslands í fimmtán ár. Þar var ég sendill." Söngstjóri Góðtemplarahreyfingarinnar Ég veit að þú hefur unnið mikið fyrir Góðtempl- arahreyfinguna. Geturðu sagt mér frá því? „Já, þar hef ég verið söngstjóri í 17 ár og organ- leikari í stúkunni Freyju. Ég er búinn að vera 40 ár í stúku en til að komast í söngstjórastarfið varð ég að læra að stjórna kórum. Það lærði ég hjá dr. Róbert Abraham sem var söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og stofnandi Fílharmoníukórsins." Hvenær vaknaði tóniistaráhuginn hjá þér? „Það var mjög fljótt. Ég var ekki nema 10 ára þegar ég fór að fikta fyrst við hljóðfæri." Hefurðu lært hjá mörgum kennurum um ævina? „Já þremur, og er enn að. Ég lærði hjá frú Peter- sen og hafði gaman af. 82 ára fór ég að læra fótaæf- ingar hjá Hauki Guðlaugssyni söngmálastjóra en hann kom mér til Magnúsar Jónssonar húsvarðar í Breiðholtsskóla. Síðan hef ég æft þrjá tíma á dag.“ Áttu fleiri áhugamál? „Já. Síðan 1968 hef ég fengist við að sauma vegg- teppi.“ Hvað gerirðu svo við þessi teppi? „Ég gef þau; síðast gaf ég forseta íslands eitt. Það er af því að hún er fyrsti þjóðkjörinn kvenforsetinn í heiminum. Það er sama munstur í þessu teppi og því sem var í íbúð Jóns Sigurðssonar úti í Kaupmanna- höfn.“ Hefurðu verið bindindismaður alla ævi? „Nei, ekki áður en ég gekk í Regluna." Ottó Guðjónsson og Sigurður B. Stefánsson. Af hverju hættirðu að drekka? „Mér fannst þetta orðið alltof vanabindandi, nánast um hverja helgi. Ég hugsaði ráð mitt og sé ekki eftir því að hafa valið bindindi." Hvernig líst þér á unga fólkið í dag? „Mjög vel. Þetta er efnilegt og duglegt fólk en það mætti veita því aðeins meira aðhald.“ Hvernig aðhald? „Þá meina ég í uppeldinu. Foreldrarnir þurfa að leiðbeina börnunum meira og gefa þeim tíma. Unga fólkið verður líka að koma til móts við foreldrana. - Ég vil bæta við að foreldrarnir hafa alltof mikið áfengi inni á heimilum sínum. Þarna þarf að verða hugarfarsbreyting því foreldrarnir eru auðvitað fyrir- myndin." Finnst þér áfengisvandamálið meira nú en áður? „Já, og sérstaklega hjá kvenþjóðinni. Það þótti smán hér áður fyrr að sjá drukkinn kvenmann en nú er það sjálfsagður hlutur. Það tíðkaðist ekki heldur að kvenfólk væri reykjandi úti á götum. Það þótti ófögur sjón.“ Að lokum, Ottó, þú ert ánægður í ellinni? „Já, því ég hef alltaf nóg að gera. Ég leik á hljóðfæri, sauma út, fer á stúkufundi, ferðast mikið til útlanda og að auki fer ég sex sinnum í viku á bingó." Með það kvaddi ég Ottó Guðjónsson enda þurfti hann að fara að æfa sig á orgelið. 11

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.