Æskan - 01.11.1983, Síða 22
. 2hJ2gw).'
Ný gerð af „skipum eyðimerKurinnar."
Rudyard Kipling:
ÆVINTÝRIÐ UM ÚLFALDANN
Hér kemur saga, sem fjallar um
þaö, hvernig úlfaldinn fékk krypp-
una sína.
Á morgni tímanna, þegar heimur-
inn var alveg spánnýr og dýrin voru
aö byrja aö vinna fyrir mennina, bjó
úlfaldi nokkur langt úti í eyði-
mörkinni, því aö hann var ekkert
gefinn fyrir vinnu. Þar át hann
þyrna og þistla, svalrætur og kakt-
usa og var alveg óþolandi letiblóð.
Á mánudagsmorguninn kom
hesturinn til hans meö hnakkinn á
bakinu og beislið í munninum og
sagði: „Úlfaldi, ó úlfaldi, komdu og
hlauptu eins og viö hinir.“
„Hum,“ sagöi úlfaldinn. En hest-
urinn gekk burt og sagöi manninum
frá þessu.
Skömmu síðar kom hundurinn
meö stafprik í kjaftinum og sagöi:
„Úlfaldi, ó úlfaldi, komdu og geröu
eitthvert gagn eins og við hinir.“
„Hum,“ sagöi úlfaldinn, en hund-
urinn fór leiöar sinnar og sagði
manninum þetta.
Skömmu síðar kom nautiö meö
aktygin á bógunum og sagði:
„Úlfaldi, ó úlfaldi, komdu og
plægöu jöröina eins og viö hinir."
„Hum,“ sagði úlfaldinn. En naut-
iö gekk burt og sagöi manninum
þetta.
Þetta sama kvöld kallaði maöur-
inn á hestinn, hundinn og nautiö og
sagði: „Þiö þrír, ó þiö þrír, mér fellur
þaö mjög illa ykkar vegna (af því
aö jörðin er alveg spánný); en
þessi humkarl úti í eyðimörkinni
getur ekkert unniö, þess vegna
verð ég að láta hann sjá fyrir sér
sjálfan, en þiö verðið aftur aö vinna
þeim mun meira til aö bæta þetta
upp.“
Af þessu urðu þeir fjarska reiðir,
og þeir héldu fund í útjaöri eyði-
merkurinnar. Úlfaldinn kom þang-
að, en var enn sem fyrr alveg
óbærilega latur, hann tuggöi aö-
eins svalrætur og hló að þeim.
Loks sagði hann „hum“ og hélt aft-
ur út í eyðimörkina.
OG KRYPPUNA HANS
Hver getur komist inn til Bamba?
Skömmu síöar kom andinn, sem
ræöur yfir eyöimörkinni, akandi á
rykskýi, og settist á ráöstefnu með
hinum fundargestunum.
„Andi eyöimerkurinnar," mælti
hesturinn, „er þaö réttlætanlegt, aö
nokkur leyfi sér að vera latur nú,
þegar jörðin er svona alveg spán-
ný?“
„Nei, á engan hátt,“ svaraði
andinn.
„Ég spyr aö þessu vegna þess,“
hélt hesturinn áfram, „að þarna úti í
eyðimörkinni er dýr með langan
háls og háa fætur, sem ekki hefur
unnið nokkurt ærlegt handarvik síö-
an á mánudagsmorgun."
„Oho!“ sagöi andi eyðimerkur-
innar. „Ég skal veöja öllu gulli, sem
til er í Arabíu um það, aö þetta er
vinur minn, úlfaldinn. Hvað segir
hann um þetta?"
„Hann segir aöeins: Hum,“ mælti
hundurinn. „En hann vill ekkert
vinna.“
22