Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Síða 34

Æskan - 01.11.1983, Síða 34
Hinum megin við hafið Höf. Björk og Jónína Guðjónsdætur og Arndís Lilja Guðmundsdóttir FYRSTI KAFLI AFRÍKA Einu sinni voru fjórir ferðalangar á ferð í Afríku. Það voru hjónin Didda og Hvítibangsi með börnin sín, Hvít og Gul. Hvítur var drengur en Gul stúlka. Þau komu með flugvél frá íslandi en þar áttu þau heima. Þegar þau komu út úr flugvélinni klæddu þau sig úr yfirhöfnum sínum. Didda var á bikiní, Hvíti- bangsi á stuttbuxum og bol, litli Hvítur eins og faðir hans en litla Gul var í sundbol. Þegar þau höfðu lokið við hádegisverð á Karabool í Maragúahverfi fóru þau í könnunarferð í gegnum Kjangaskóg. Þegar þau voru nýkomin inn í hann mættu þau stóru og Ijótu Ijóni. Hvítibangsi var þegar í stað mættur með myndavélina sína og fór að miða á Ijónið og gleymdi alveg að vera hræddur. Ljónið kom nær og nær með gapandi ginið. Didda sat skjálfandi af hræðslu við Ijónið og vegna þess að Hvítibangsi var í hættu. Hún var með krakkana sitt á hvoru hnénu en þau skildu ekki þessa alvöru. Loksins, loksins. Hvítibangsi smellti af. Ljóninu fannst það heyra skot- hvell og það fældist og hljóp langt inn í skóg. Þar sem Didda sat uppi í trénu hafði athygli hennar beinst að loðinni hrúgu þar uppi. Þegar small í myndavélinni reis þessi loðna hrúga upp. Didda hljóðaði og hoppaði niður en Hvítibangsi greip hana. Hann spurði: „Hvað er að?“ Hún svaraði: „Það er einhver loðin hrúga þarna uppi og krakkarnir urðu þar eftir. Hvað getum við gert?“ Þá heyrðist að ofan: „Ég á þetta tré og allt sem er í því og þá á ég líka þessa bangsa." „Gerðu eitthvað, Hvítibangsi, gerðu eitthvað," snökti Didda. Hvítibangsi kallaði til górill- unnar (en þau komust að raun um að þetta var gór- illa); „Hvernig getum við frelsað þau?“ Hún sagði: „Ef þau geta farið yfir í nágrannatréð mitt þar sem óvinur minn býr og stolið 25 banönum, sem hann stal frá mér um daginn, fá þau að fgra. Annars ekki.“ Bangsabörnin gátu það því að þau voru mjög liðug og smá og ekkert sást til þeirra. Þannig sluppu þau niður til Diddu og Hvítabangsa. En ekki var allt búið enn. Þegar þau höfðu gengið að stóra Hakkalakílífljót- inu sáu þau steinstyttu í fötum og minnti helst á höggmynd eftir negrann Kacaja Na’garrea. Litli Hvít- ur sagði: „Komum í svona leik: Þetta er alvöruskríll og við erum að ferðast á honum.“ „Þú átt við fíl, er það ekki?“ sagði Hvítibangsi ströngum tóni. Þau fóru upp á styttuna og léku sér þar um stund. En þegar þau ætluðu af baki styttunnar og halda ferð sinni áfram þaut styttan af stað með alla fjölskylduna á bakinu langt inn í skóginn. Þegar hún nam loksins staðar gerðist dálítið undarlegt. Styttan, sem var þá alvöru fíll, byrjaði að væla og horfði sorgmæddur á fjölskylduna sem var komin af baki, ringluð eftir ferð- ina. „Ég held, ég held að fílin'n langi til að hafa okkur lengur á baki,“ sagði Hvítibangsi hugsi. „Kannski ratar hann til Búskalúskbý-hómandeþorps sem er hinum megin við skóginn," sagði Didda. Þá heyrðist sagt nefmæltri röddu: „Búkkalúkkbý-hómandeþorps, hí, hí, hí. Fjölskyldan bín er af hómaddeætt. Vid kobub vid heiba og drekkub kaffi." 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.