Æskan - 01.11.1983, Síða 64
Það líður að jólum. Margir hafa
haft fyrir sið að gera jólasælgætið
sjálfir. Það mun raunar hafa verið
algengara áður fyrr - og fleiri teg-
undir voru þá gerðar - en enn gefa
ýmsir sér tíma til þessa. Gjarna
hjálpast þá allir á heimilinu að.
Heimatilbúið sælgæti - sem vel
tekst - ber af því búðarkeypta. Það
finnst að minnsta kosti þeim sem
hönd lögðu að verki! Við birtum því
nokkrar uppskriftir. Ragna sendi
okkur þessa.
Þa er um að gera að vanda sig vel.
SÚKKULAÐIKARAMELLUR
4 dl sykur
1 dl sýróp
3/4 dl púðursykur
3/4 dl kakó
21/z dl rjómi
3 msk smjör
1 tsk vanilludropar
Setjið allt í pott með þykkum
botni og sjóðið við minnsta hita í
hálftíma eða lengur. Þegar blandan
Þá er þetta bakað.
virðist orðin allþykk er settur dropi í
kalt vatn. Ef hann er nægilega
seigur er karamellan tilbúin. Hellið
á smurða plötu eða í mót.
Okkur hefur verið bent á
skemmtilegt hefti: Jólagóðgæti
eftir Helgu Sigurðardóttur, fv. skóla-
stjóra Húsmæðrakennaraskólans,
sem útgefið var 1956. Eftirfarandi
uppskriftir eru úr heftinu:
MOLAR
100 g möndludeig
súkkat, hnetur, rúsínur o.fl.
Súkkatið, rúsínurnar og hneturn-
ar skorið niður, hnoðað saman við
möndludeigið. Mótað í kúlur, sem
gerðar eru flatar, dýft ofan í
hjúpsúkkulaði, molarnir skreyttir
meö súkkati og hnetum.
KÓKOSKÚLUR
100 g möndludeig
1 matsk. kókosmjöl
hjúpsúkkulaði
kókosmjöl
Eitthvað hefir mistekist.
Þetta er nú meiri harkan.
Saman við möndludeigið er
hnoðað 1 msk af kókosmjöli.
Möndludeigið er mótað í kúlur sem
dýft er ofan í hjúpsúkkulaði og síð-
an snúið strax upp úr kókosmjöli.
(Sumir hafa þann hátt á að gera
deigið sjálfir, t. d. þannig: 5 kartöfl-
um, gráfíkjum (lítill pakki) og
möndludropum er hnoðað saman.
Gæta þarf þess að deigið verði ekki
of hart. Gerðar eru kúlur, þeim velt
upþ úr kakójafningi (kakó, sykur og
vatn) og síðan kókosmjöli.)
JÓLABAKSTURINN
64