Æskan - 01.09.1986, Qupperneq 8
Reynir Pétur
í opnuviðtaii
Það var norðanstrekkingur og
óvenju kalt í veðri á Selfossi
laugardaginn 25. maí 1985. Þeir
fáu, sem voru fótgangandi fyrir
hádegi, voru kappklæddir, jafn-
vel með hanska og húfu, og
gengu greitt — bæði til að halda
á sér hita og eins til aðflýja
undan kuldabola. Á planinu við
gamla kaupfélagið stillti Skóla-
hljómsveit Árbæjar og
Breiðholts sér upp og hófað
leika réttfyrir klukkan ellefu.
Rútunni, semflutti hljómsveitina
til Selfoss, var lagt fyrir framan
hópinn til að skýla honum fyrir
vindinum sem reyndi að glefsa í
nótnablöðin og grípa þau með
sér.
Nokkrir voru þarna til að
fylgjast með því sem fram fór:
Kvikmyndatökumenn frá sjón-
varpinu, fréttaritarar blaðanna
og starfsmenn og vistfólk Sól-
heima. Um morguninn höfðu
Selfyssingar og aðrir í nágrenn-
inu verið hvattir tilþess í auglýs-
ingatíma útvarpsins að koma og
fylgjast með þvíþegar „eldhug-
inn“ hœfi gönguna eftir hring-
veginum. Aðeins örfáir, forvitn-
ir bæjarbúar sinntu kallinu en
hinir nenntu ekki. Þeir síðar-
nefndu áttu hins vegar eftir að
skipta um skoðun þegar göngu-
garpurinn lokaði hringnum 32
dögum seinna. Þá mœttu allir
rólfœrir Selfyssingar til aðfagna
Reyni Pétri Ingvarssyni, 37 ára
vistmanni á Sólheimum í
Grímsnesi, sem lagði óþekktur
upp ígönguna en kom þjóð-
kunnur til baka.
Langar tíl a
Vestfirði ní
nc
Með göngu sinni umhverfis landið
safnaði Reynir Pétur ekki einungis
peningum fyrir byggingu íþróttaleik-
húss á Sólheimum heldur ekki síður
fólki sem dáðist að afreki hans og gaf
málefninu, sem hann vann fyrir,
gaum. Hann gekk úr einu byggðar-
laginu í annað og safnaði stuðnings-
liði. Aðferð hans var einföld. Hann
kom til dyranna eins og hann var
klæddur - af hreinleika hjartans og
sakleysi hugans — eins og leiðarahöf-
undur eins dagblaðanna komst að
orði. Reynir gekk rúma 1417 kíló-
metra sem jafngildir því að hann hafi
gengið 44.2 km á dag. Það er ekkert
lítilræði!
Starfsmenn Sólheima dreymdi í
upphafi um að tvær milljónir króna
söfnuðust vegna áheita á göngumann-
inn og töldu gott ef það tækist. En
skrefin, sem göngugarpurinn tók, voru
verðmætari en þá grunaði. Á þremur
mánuðum söfnuðust nærri sjö millj-
ónir króna og draumurinn um bygg-
ingu íþróttaleikhúss varð að veru
leika
IMlUðð VdlU ciyj *A'nH
Húsið var vígt 25. október síðasth 1
— á 38. afmælisdegi Reynis Péturs u
í tilefni af því sló blaðamaður Æs a
ar á þráðinn til afreksmannsins.
talið fer hér á eftir:
San1'
Ánægður í hjarta sín*1
— Blessaður Reynir Pétur. Pá
þekkir mig, er það ekki? (
„Já, blessaður vinur minn," sV p
hann glaðhlakkalegur að bragöi- .>
er nú hræddur um að ég þekki maa ^
inn sem skrifaði bókina um mig1 ' ,
Heyrðu, eigum við að gefa eigin^‘'
aráritun aftur fyrir þessi jól. • • ha ■
— Ég á ekki von á því, félagi-
Bækur eru aðeins áritaðar þegaf
eru nýjar. En mig langaði til að '1
hvernig þér hefði liðið þegar íþrot ,
leikhúsið var vígt, manninurn sem ‘
heiðurinn af byggingu þess?
„Ég verð að segja það að ég var