Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Síða 26

Æskan - 01.09.1986, Síða 26
Vísindaþáttur Líf í alheimi Á borði mínu liggja tvœrfræði- greinar sem fjalla um samband við lífverur í öðrum sólkerfum. Hvorug er eftir spámanninn í föðurlandi okkar, dr. Helga Pjeturss, sem þreyttist aldrei á því að minna menn á stjörn- urnar. Hann héltþvífram statt og stöðugt afmikilli sannfœr- ingu að víða í alheiminum leyndust vitsmunaverur og gœtu þœr jafnvel haft áhrifá okkur mennina með fjarskynjun, hug- magni eða þvíumlíku. Skoðanir hans voru stórkostlegar tilgátur sem ekki verður hœgt að sann- prófa í bráð. Fyrrnefndar greinar eru eftir eðlis- og stjörnufrœðinga og leita þeir ekkifanga útfyrir óvé- fengjanlegar uppgötvanir eðlis- frœðinnar. Önnur greinin er skrifuð árið 1959, hin 1979. Fjarskipti sólna á milli Fyrir tæpum þremur áratugum birt- ist tveggja blaðsíðna grein í tímaritinu Nature um fjarskipti milli fjarlægra sólkerfa og hugsanlegt samband við vitsmunaverur í grennd við nálægar stjörnur. Grein þessi var eftir Giu- seppe Cocconi og Philip Morrison við Cornell-háskóla í íþöku í New York- ríki (Nature, 19. sept., 1959) Þessi stutta grein vakti mikla athygli og örvaði mjög bollaleggingar og vís- indalegar rannsóknir í þessum efnum. Við gefum þeim félögum orðið: Engar kenningar eru enn á boðstól- um sem gera mönnum kleift að meta á áreiðanlegan hátt líkindin á eftirtöld- um meginatburðum tilveru okkar: í fyrsta lagi á myndun reikistjörnu eða hnattar á borð við hnetti sólkerfis okk- ar, í öðru lagi á uppruna lífs og í þriðja lagi á þróun samfélaga sem búa yfir háþróaðri vísindalegri þekkingu. Þótt fullan skilning skorti á þessum undirstöðum mannlegrar tilvistar má þó ætla að stjörnur (þ.e.a.s. sólir) svipaðrar gerðar og okkar eigin ágæta sól fari ekki einar saman ef svo mætti segja: hnattkríli sveima umhverfis slíka sól. Sumir þessara hnatta eru þannig gerðir og settir í sólkerfi sínu að lífinu tekst að hreiðra um sig. Líkt og á okkar jörð endur fyrir löngu, kviknar líf í faðmi dauðrar náttúru. Áramilljónir líða og þá kemur að því líkt og á okkar jörð ekki alls fyrir löngu að vitverur verða til: skynjun og skilningur eykst smám saman, að vísu ekki þrautalaust. Stundum nær blindan og misskilningurinn undir- tökunum, þessi vitiborna vera fellur í gamla farið og vitleysan ræður ríkjum. Þess á milli rofar til og vera tekur sprett fram á leið í leit að sannleikan- um. Við menn, vitsmunaverur í þessU sólkerfi, vitum um margt en ekki enn hversu lengi slík „þjóðfélög“ gætu ver- ið við lýði. Ekki er þó út í bláinn að ætla að sums staðar séu til samfélóg margfalt eldri en okkar, jafnvel svo gömul að aldurinn jafnist á við jar®' sögutímabil, tugi og hundraða mill' jóna ára. Það má því búast við að a þessum stöðum, langt, langt úti j geimnum í grennd við einhverja sól sem minnir á okkar sól, sé „menning með vísindalegum áhuga og tækm- kunnáttu á miklu hærra stigi en her tíðkast. Forskot þessara fjarlægu með- bræðra í lífsins leik er vísast mun meira en okkar yfirburðir gagnvart kettinum okkar, hundi og hestum °6 öðrum dýrum í kringum okkur. En hvað skyldu þeir hafa fyrir stafni þessæ náungar í ókunnum sólkerfum " u því tagi sem kæmi okkur við? Skyldj þá renna í grun að hér við þessa so okkar, sem þeir sjá í sjónaukum sin- um, sé lítill hnöttur iðandi af plöntum, dýrum — og þar á meðal eitt aðsópsmeira en önnur dýr, fer um a fótum tveim og virðist í mörgu furðu frumlegt. Erum við í siktinu hjá þeim? ^u þegar á skrá eins og nýfundin mosateg und hjá grasafræðingi? Eru þeir jafn" vel að reyna að ná sambandi við okkur með hætti sem enginn skilningur er a „hérjarðar", enn sem komið er? í tvarp Epsilon Eridani Cocconi og Morrison reyndu a^ giska á hvaða brögðum fjarlægt tækm- samfélag mundi beita til að fá áheyrn hjá okkur mannkyninu - eða öðrum vitverum í geimnum. Þeir gerðu ra fyrir að boðin á milli væru borin me rafsegulbylgjum. Þrautin þyngri er a 26

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.