Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Síða 28

Æskan - 01.09.1986, Síða 28
SMÆLKI linsu eða stækkunargler til að magna rafsegulöldur frá fjarlægum sólum - og hnöttum. Var þá bæði átt við geislun úr náttúrunnar ríki eins og komist er að orði - og hugsanlegar sendingar frá vitsmunaverum. Albert Einstein hafði á sínum tíma lýst því hvernig aðdráttarafl stjörnu gæti „afvegaleitt" geisla sem komnir eru frá annarri stjörnu. Geislarnir brotna ekki ósvipað og ljósgeislar í stækkunargleri og gleraugum. Eshle- man álítur að menn muni í framtíðinni notfæra sér aðdráttarsvið sólarinnar til að skoða fjarlægar sólir og ókunna hnetti. Væri geimfar frá jörðinni staðsett í námunda við brennidepil rafsegul- geislanna frá öðru sólkerfi, gæfi þar á að líta. Þaðan sæist og heyrðist jafn skýrt milli stjarna eins og nú á dögum í geimferðum milli staða innan sólkerfis okkar. Geislun, sem verur með tækni- þekkingu kynnu að vera að útvarpa, mundi magnast 100 milljón sinnum á þessum slóðum. En galli er á gjöf Njarðar: það eru allmargar dagleiðir í næsta brennidepil þar sem við gætum horft gegnum stækkunarglerið mikla. Þangað er 500 sinnum lengra en til sólarinnar og vel það, eða 3 ljósdagar. En kannski væri samt vel þess virði að leggja á sig 15 ára geimferðalag til þessa staðar - og jafnvel tvöfalt þetta ef við nenntum heim aftur — því að svo máttugur yrði sjónaukinn að jarðhnöttur í 20 ljósára fjarlægð liti þar út fyrir að vera tvisvar sinnum stærri en sólin séð héðan með berum augum. Af framansögðu má vel ímynda sér að „mannkyn" út í geimnum hafi nú þegar fært sér í nyt sól sína sem stækk- unargler. Sólgleraugu þessara vitringa yrðu nægilega öflug til að magna marg- faldlega dauft endurskin jarðarinnar okkar litlu og greina sundur smátt og stórt, höf, lönd og mannheim. Ef til vill höfum við verið aðhlátursefni þeirra lengi! — Ég sendi son minn til yðar, herra ávaxtasali, til að kaupa hálft annað kílógramm af eplum en þegar ég vó pokann var hann aðeins eitt kíló- gramm. - Því miður, frú. Ég get ekki að þessu gert. Það er nýlega búið að yfir- fara vogina mína og hún er fullkom- lega í lagi. En hafið þér vegið drenginn yðar? Maður einn reyndi árangurslaust að koma píanói inn um dyrnar hjá sér. Annar maður, sem fram hjá gekk, sá þetta og bauð fram hjálp sína. Er þeir höfðu erfiðað lengi svo að svitinn rann af þeim sagði komu- maður: - Nei, þetta er tilgangslaust, við komum þessu píanó aldrei út. — Ut! öskraði heimamaðurinn. Ég var að reyna að koma því inn. Skoti nokkur hafði farið í kaupstað- inn með konu sinni og fimm börnum og nú var hann að svipast um eftir leigubifreið til að komast með heim. Hann gekk til bifreiðarstjóra eins og spurði: - Hvað viljið þér fá fyrir að aka okkur til Grænuhlíðar? — Það verða um það bil 300 krónur fyrir þig og frúna, sagði bifreiðarstjór- inn. Krakkarnir fá ókeypis. Skotinn sneri sér til barna sinna og kallaði: — Flýtið ykkur inn í bílinn og góða ferð. Við mamma ykkar tökum stræt- isvagninn heim. Pétur og Karl áttu heima í sarna húsi. Dag nokkurn er þeir voru í skólan- um fengu börnin það verkefni að hvei átti að teikna húsið heima hjá sér og tóku nú allir til starfa nema Kalli- Þegar kennarinn sá að hann hafðis' ekkert að gekk hann til hans og spurð' hvers vegna hann teiknaði ekki eins og hin börnin. Kalli svaraði: — Pétur er að teikna húsið okkar og það er óþarfi að við gerum það báðir- Maður nokkur var á ferð í bíl- Sv0 vildi til að brú hafði fokið af á sem hann þurfti að fara yfir og vissi hann nú ekki hvað gera skyldi. - Hve djúp er áin? spurði hann mann sem sat á árbakkanum og tálg' aði spýtukubb. — Það veit ég ekki, sagði mað- urinn. — Heldurðu að ég geti ekið yf'r hana? — Já, það tel ég alveg víst. Maðurinn ók nú bílnum út í ána en hann hvarf samstundis í kaf og gat með naumindum komist úr honum °g synt til lands. — Hvers vegna sögðuð þér að óhsrr myndi vera að aka yfir ána? spurð> ferðamaðurinn byrstur. Hún er 3 minnsta kosti 5 metra djúp. Maðurinn á árbakkanum klóraði ser á bak við eyrað og mælti: — Ég skil ekkert í hvernig á þessu stendur. Þegar endurnar synda her 1 ánni nær vatnið þeim ekki nema re upp á bringuna.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.