Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1986, Síða 30

Æskan - 01.09.1986, Síða 30
Hólmsteinn Helgason, sem skráð hefur þessa æskuminn- ingu sína frá árinu 1902, um hvolpinn Penna, er nú 93 ára. Fyrsta frásögn hans sem kom á prenti fjallaði einnig um hvolp. Hún birtist íÆskunni árið 1914. í bréfi til okkar segir Hólm- steinn m.a.: „Pá var ég um tvítugt. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runn- ið. Nú sit ég hér í hárri elli og hef helst haft mér til afþreyingar að skrifa ýmsar minningar frá fyrri dögum. “ Okkur þykir vœnt um að höf- undur skyldi hugsa tilÆskunnar og bjóða birtingu þessarar hug- nœmu sögu - 72 árum eftir að hin fyrri kom fyrir augu lesenda blaðsins. Eftil vill voru það langafar ykkar og langömmur! Pað gœtu jafnvel hafa verið langa-langafar og -ömmur ykkar!!! En nú hefur Hólmsteinn orð- ið: Bjarni Þorgrímsson var vinnumaður hjá Arnljóti Ólafssyni presti á Sauða- nesi á Langanesi, um og eftir síðustu aldamót og var þar sauðfjárhirðir. Prestur þessi var stórbóndi, hélt mannmargt heimili og hafði margt sauðfé, um og yfir 500 fjár. Þegar Bjarni fjármaður á Sauðanesi var í fjárleitum, einkum haust og vor, kom hann oft á heimili foreldra minna í Gunnólfsvík og hvfldi sig af göngunni og stundum yfir nótt því að oftast var hann gangandi. Bjarni átti fjártík, snotra og snögghærða, sem ávallt fylgdi honum og varð honum oft tíð- rætt um ágæti hennar í þjónustunni við fjárgæsluna. Ég var 9 ára stúfur 1902 er þeir atburðir gerðust sem þessi saga herm- ir. Var talsvert farinn að hlaupa og snúast við kindur og hafði sumarið áður setið kvíaær með öðrum og smal- að þeim er leið á sumarið. En ég átti engan smalahund en það fannst mér þó orðin mér nauðsyn. Heimilishund- urinn , sem var fullorðinn seppi, var tregur að fylgja mér og reyndi oftast að komast hjá því, fannst það víst fyrir neðan sína virðingu að fylgja svona litlum manni, vildi helst engum fylgja nema föður mínum en til þess var hann ávallt viljugur. Var jafnan létt yfir seppa þegar hann varð var við einhvern heimanbúnað hjá föður mín- um. En það var allt annar svipur á honum ef hann var neyddur til að fylgja mér og hvarf þá oft frá mér er eitthvað var komið áleiðis og heim til bæjar. Hafði ég hans því lítil not og gat aldrei hænt hann að mér. Ég var því oft að færa það í tal við forelda mína að fá leyfi til að útvega mér hvolp sem ég gæti hænt að mér og leikið mér við og haft sem smalahund er hann stækk- aði. En þau voru heldur treg að sam- þykkja það og fannst of mikið að hafa tvo hunda á heimilinu þar sem líka vat hundur á hinu búinu, en þarna tvíbýli. Þá bar svo til nokkru eftir haust göngur að Bjarni, fjármaður ‘j Sauðanesi, var í fjárleit og kom 11 gistingar í Gunnólfsvík til foreldr3 minna og fylgdi honum sem jafnan fjártík hans sem hann kallaði Per u^ Þetta var mjög vinaleg skepna me dökkblá tindrandi augu sem virtus skína úr vinsemd og hlýja. Hún fy*S fast eftir eiganda sínum og húsbon og virtist ekki vilja við hann skilj3' Hún lá við fætur hans þar sem hann sa á rúmi í baðstofunni og ræddi við i° ur minn og undir borðinu sem ha mataðist við. Allt háttalag hennar vtf ist bera með sér trygglyndi sem vitru góðhundum er eiginlegt. ^ Eitt sinn um kvöldið er ég kraup ‘ gólfinu framan við fætur Bjarna gældi við Perlu, klappaði henni °| strauk hið smágerða og fallega höru hennar og hún vildi votta mér vinat 30

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.