Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1986, Qupperneq 31

Æskan - 01.09.1986, Qupperneq 31
Slna með því að sleikja á mér höndina Sem mér var nú raunar ekki þægð í, Se§>r faðir minn við Bjarna: vSteina líst eitthvað vel á Perlu þína PVl að ekki strýkur hann að jafnaði °num Lappa mínum svona enda eru P6ir ekki miklir vinir og gengur ekki Ve* að láta þá fylgjast að þegar á þarf aö halda.“ ”Já,“ segir Bjarni, „hún er góðlynd Jreyið og gefin fyrir að láta gæla við '§ og virðist meta það því að hún kist oft eftir því enda fær hún margt aPpið og kjassið og hún tekur líka af er niargt sporið.“ Pabbi lftur þá brosandi til mín og Segir: P e fá 'íannskl viljir versla við Bjarna, hjá honum tíkina og láta hann fá etrargömlu ána þína í staðinn?“ abbi vissi að mér þótti vænt um 'mbu mína og var sárt um hana. ^ ”Eg iæt nij perju mína ekkj fr^ mér uteðan hún getur fylgt mér,“ sagði Bjarni. „Hún er mér það mikils virði á meðan ég fæst við fjármennsku sem sjálfsagt verður mitt ævistarf því að mér líkar það vel og er ekki fyrir annað meira gefinn. En ég skal Steini minn gefa þér hvolp undan henni næst þegar hún eignast hvolpa og það verð- ur víst ekki mjög langt eftir því að bíða.“ Ég ljómaði af gleði, stóð upp og sagði: „Má ég það pabbi?“ Mér fannst það á þessari stundu mikil hamingja ef ég fengi nú að eignast hvolp undan þessari fallegu tík og hann líktist henni ef til vill bæði að útliti og trygglyndi. Og ég bað Bjarna fyrir það morguninn eftir þegar hann fór að velja mér hvolp sem mest líktist Perlu að útliti öllu. Nú leið veturinn fram í byrjun aprílmánaðar án frekari tíðinda. Björtu dagarnir lengdust eftir því sem sólin, blessaður lífgjafinn, hækkaði á himinhvolfinu og þar með boðaði að vorið væri að koma og sumarið í nánd. Þá birtist allt í einu bóndi af næsta bæ, norðan við sýslumörkin en Gunnólfs- vík er nyrsti bærinn í Norður-Múla- sýslu. Þar norðan við er Langanesið sem tilheyrir Norður-Þingeyjarsýslu. Komumaður var með smápoka á baki og þar upp úr gægðist lítið hunds- höfuð. Þegar hann leysti af sér þennan poka hljóp út úr honum lítill gullfalleg- ur hvolpur, gulleitur á skrokkinn og snögghærður með mjóa hvíta rönd af enni niður á milli augna og fram á trýni. Þetta var sending til mín frá Bjarna Þorgrímssyni, fjármanni á Sauðanesi. Ég réði mér varla fyrir gleði og hamingju, tók þennan Iitla gest í fang mitt og hljóp með hann inn í eldhús til móður minnar til að sýna henni gripinn og biðja um mjólk handa honum. Um sendimanninn hirti ég ekkert, aðrir urðu að sjá um hann. Kom það í hlut föður míns af sjálfu sér. Ég var svo hamingjusamur með hvolpinn að annað komst ekki að. Ég kallaði hann Penna í tilefni af hvítu röndinni sem var framan á höfðinu á honum og helst líktist pennastöng með penna í og þó öllu fremur sjálfblek- ungi en þeir voru þá ekki þekktir hér um slóðir. Þessi hvolpur var mjög fjörmikill og varð brátt góður vinur minn og leikfé- lagi og mér fór að þykja vænt um hann. Ég var líka eina barnið á bænum því að Jónas sem var bróðir minn, rúmum 3 árum yngri, var norður á Grund á Langanesi hjá ömmu okkar sem þar bjó ekkja með börnum sínum uppkomnum um þessar mundir. Hann hafði verið þar síðan um jól. Á hinu búinu var aðeins fullorðið fólk. Seppi minn stækkaði svo að segja með hverjum degi sem leið og þegar kom fram í miðjan maí fór ég að taka hann með mér ef ég þurfti eitthvað að snúast við kindur. í fyrstu var héppi smeykur við kindurnar en það fór fljótt af og hann varð hinn kotroskn- asti gagnvart þeim. En hann varð fljótt lúinn ef við fórum í lengri smala- mennsku svona framan af og varð ég þá að bera hann spöl og spöl í einu. En hann þroskaðist býsna fljótt því að hann var hraustur og matheill. Hann hafði líka alltaf mjólk að lepja því að nóg var af henni á heimilinu. Framhald 31

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.