Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1986, Page 45

Æskan - 01.09.1986, Page 45
Framhaldssaga barnanna Myndskreyting: Haraldur Haraldsson og Guðný Haraldsdóttir Jói hugsaði um ömmu sína. Hún var ekki nema 65 ára. "Langafi minn, Spúkaríus, er 950 ára,“ sagði Spúki. »Hann er heima núna. j síðustu ferð henti amma honum út úr geim-farinu °g hann fót-brotnaði. Hann vildi alls ekki ^oma með núna. Heyrðu, eigum við ekki* að vera vinir? Mig vantar svo vin,“ Haetti hann við. >>JúÚÚÚÚ,“ sagði Jói hikandi. Hann hugsaði um Halla. Hann var samt ekkert að svíkja Halla, þó hann yrði vinur Spúka bara í sumarfríinu. „Jóóóiii.... m a t u r.“ Þeir hrukku báðir við. Mamma var að kalla. „Heyrðu, ég kem á eftir,“ sagði Jói. „Við hittumst á sama stað.“ „Fínt vinur,“ sagði Spúki brosandi. Hann rétti Jóa höndina. Pað fór hrollur um Jóa. Hann hljóp á spretti heim. 5. Grænar og rauðar pillur „Pú hefur bara enga lyst, Jói minn. Hvað er þetta barn. Því starirðu svona út íloftið?“ Jói hrökk við. Það var mamma sem spurði. Hann langaði til að segja þeim frá Spúka. En hann langaði líka til að þegja yfir þessu leyndar-máli sínu. Hann gat ekki þagað. „Pabbi, það eru til geim- verur. Vissirðu það?“ spurði Jói. „Geimverur,“ hló pabbi hans með fullan munninn. „Nei, Jói minn, varstu nú að lesa mynda- sögur einu sinni enn?“ Jói þagði og potaði í matinn. 45

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.