Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Síða 23

Æskan - 01.11.1986, Síða 23
ÆSKAN SPYR: I hvað langar þig helst í jólagjöf? Haukur Eggertsson 11 ára: Mig langar í einhverjar spennandi bækur. Ég hef mest gaman af íslend- ingasögunum. Afi og amma gáfu mér þær í fyrra. Það er fjör í mörgum þeirra en sumar eru langdregnar. Skemmilegast er að lesa bardagasög- urnar. Gunnar á Hlíðarenda er eft- irlætispersóna mín. Svo gæti ég hugsað mér að eiga IBM tölvu til vinna við útreikninga og jafnvel einhverja leiki. Ég býst við að svona tölva sé of dýr til að eiga von á henni í jólagjöf. Svavar Jósefsson 10 ára: Linda Dröfn Gunnarsdóttir 11 ára: Lára Björk Sigurðardóttir 12 ára: Helst af öllu vildi ég fá hest — en ég veit að það er ekki raunhæft. Ég á folald sem pabbi minn hugsar um í sveitinni fyrir austan. Nei, ég er ekki búin að skíra það. Ég dvelst hjá hon- um á sumrin og fer þá mikið í út- reiðartúra. Svo gæti ég hugsað mér að fá bækur í jólagjöf, íslenskar unglinga- bækur og spennusögur. Einnig væri gaman að fá einhver falleg föt. Mig langar í bækur, t.d. nýjustu bók- ina um Þórberg. Hann er eftirlætisrit- höfundur minn. Ég hef lesið margar bóka hans. Svo gæti ég hugsað mér að fá hest þó að það sé bara fjarlægur draumur. Ég hef verið mikið á hest- baki því að ég er alltaf í sveit á sumrin á Ósabakka á Skeiðum. Ég býst við að fá rúmlega 10 jólagjafir um þessi jól. Jú, ég gef sjálf nokkar gjafir. Elín Halla Ásgeirsdóttir 10 ára: Anna Sigríður Eyjólfsdóttir 10 ára: Ef ég mætti óska mér þá langaði mig helst í stýrissleða. Það er svo mikið fjör að renna sér niður brekkur og geta stýrt sleðanum. Einnig langar mig 1 Sinclair-Spectrum tölvu. Ég gæti áreiðanlega fengið hundrað leiki lán- aða hjá vinum mínum til að nota í hana. í fyrra fékk ég lítið tölvuspil í jólagjöf frá foreldrum mínum og bróður. Ég gaf þeim líka gjöf á móti sem ég man ekki lengur hver var. Mig langar í ný skíði eða skauta. Ég hef farið nokkrum sinnum á svigskíði í Bláfjöllum og skemmt mér konung- lega. Einnig gæti ég hugsað mér að fá bækur og þá helst ævintýrabækur. í fyrra fékk ég skrifborð frá foreldrum mínum í jólagjöf. Ég fæ yfirleitt um 10 gjafir. Ég gef öllum í fjölskyldunni gjafir sem ég bý til í skólanum. Ég hlakka mikið til jólanna. Mig langar líka í skauta eða skíði. Ég á bæði svig- og gönguskíði en þau eru orðin of lítil fyrir mig. Mér þykir ofsa- lega gaman á skíðum og skautum. Svo hefði ég ekkert á móti því að fá nokkr- ar bækur eða falleg föt. Ég er helst hrifin af ævintýra- og spennusögum. Ég gef alltaf nokkrar gjafir, t.d. ömmu og afa og fleiri náskyldum. Einnig sendi ég nokkrum jólakort og fæ jafn- mörg til baka. 23

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.