Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 50
Titill: Frelsi til sölu
Flytjandi: Bubbi Morthens
Þetta er íslensk útgáfa af tölvu-
væddu popprokki, sérhönnuöu fyrir
framsækna deild alþjóöamarkaöarins.
Sænska útsetjaranum, upptökustjór-
anum, bassa-, trommu-, gítar- og
hljómborösleikaranum Christian Falk
(úr Imperiet) hefur tekist að skapa
yfirveguðustu, áreynsluminnstu og
ferskustu plötu Bubba rokkkóngs til
þessa. Efniviðurinn er líka einstaklega
góöur: Blæbrigöaríkur og kraftmikill
söngur, ásamt kröftugum og hrífandi
lögum á borö við „Serbann", „Er nauö-
synlegt að skjóta á þá?“ og „Evrópa er
fallin".
Einkunn: A
Titill: Talking With The Taxman About
Poetry
Flytjandi: Billý Bragg
Þetta er lifandi og heimilislegt þjóö-
lagarokk meö einum allra vinsælasta
farandsöngvara Bretlands. Billí Bragg
hefur notiö nokkurrar hylli hérlendis..
Sum laga hans hafa t.a.m. náö inn á
vinsældalista Rásar2, s.s. „Between
The Wars“ (Milli stríöa) og „Levi
Stubbs Tears" (Tár Leví Stubbs).
Johnny Marr, gítarleikari Smiths, og
fjöldi annarra góöra gesta skreyta
plötuna í hófi, Ijá henni æskilega
breidd og sameinast í aö gera hana
mun poppaðri en tvær fyrri breiðskífur
Billa. Eins og áöur skiptir rafgítar Billa
mestu meöfram ófáguðum söngnum
sem fellur vel að þjóðlögum í stíl
Woody Guthrie.
Einkunn: B+
Titill: Spilduljónið
Flytjendur: Svefngalsar
Lítt kunnir hljómlistarmenn undir for-
ystu Júlíusar Hjörleifssonar sleppa
fram af sér beislinu og skemmta sér af
lífi og sál. Þeir æsa hver annan upp
þar til sveitin ómar af söng, nútíma-
Ijóöum, leik og söng. Sumt virðist
gamaldags í anda Stuðmanna og
Spilverksins. Annað minnir á Bubba
Morthens og Purrk Pillnikk. Aö öðru
leyti lýsir nafniö Svefngalsar plötunni
betur en nokkuö annaö.
Einkunn: D+
POPP
Titill: No Limits
Flytjendur: Mezzoforte
Frægasta hljómsveit fslands,
Mezzoforte, lagar sig hægt en mark-
visst að heimsmarkaðnum. Danstakt-
urinn er áberandi og hörundsdökkur
fönksöngvari gefur iðnaöarkenndri
fönkbræöslunni alþjóölegt yfirbragð.
Fyrir bragöiö er „No Limits" aðgengi-
legri en fyrri plötur Mezzoforte. í stað-
inn endist hún ekki jafnlengi á fónin-
um og þær. Þó sanna lög eins og
„E.G. Blues" og „Crystal Rain“ aö
Mezzoforte er nú sem fyrr í hópi at-
hyglisverðustu djass-rokkfönksveita
heims.
Einkunn: B