Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 58

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 58
Vilja skrífa hressum strákum Hæ, hæ, allir sætir og hressir strákar á aldrinum 12-13 ára! Við erum 5 hressar stelpur sem langar mjög mikið til að skrifast á við 5 hressa og sæta stráka. Nöfn okkar og áhu^amál koma hér í röð: 1. Ursúla. Hún er mikið í fótbolta en hefur áhuga á mörgu öðru. 2. Maríanna er í djassdansi og les líka mikið. 3. Hafdís les mikið og hefur mörg önnur áhugamál. 4. Lilja les mikið og hefur mjög mikinn áhuga á hundum. 5. Elva er oft í fótbolta og gerir eigin- lega ekkert annað. Við eigum það sameiginlegt að hafa mjög mikinn áhuga á dýrum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ef ein- hverjir strákar hafa áhuga á því að skrifa okkur vinsamlegast skrifið á þetta heimilisfang: Guðrún Lilja Þorsteinsdóttir, Garðabraut 19, 300 Akranesi. E.S. Svörum öllum bréfum. lippskríft að rjómaís Kæra Æska. Hér sendi ég þér frábæra uppskrift að rjómaís. Mér finnst hún frábærlega góð. — Ég hef sjálfur prófað hana. Hún er svona: 2 eggjarauður 1/2 dl sykur 2 1/2 dl rjómi 1/4 tsk. vanilludropar. Aðferð: Eggin eru þeytt með sykrinum þar til þau eru orðin létt og ljós. Rjóminn er þeyttur og blandað saman við eggja- hræruna ásamt vanilludropunum, látið síðan í mót og fryst. Einn frá Höfn. Eríendir pcnnarínir Halló, frábæra Æska. Er ekki einhver sem langar í erlenda pennavini? Ef svo er þá megið þið skrifa mér og senda nafn ykkar, heim- ilisfang og póstnúmer. Gefið mér upp- lýsingar um það til hvaða lands þið viljið skrifa, hvort þið viljið skrifa strák eða stelpu og á hvaða aldri ÆSKUPÓST URINN pennavinurinn má vera. Þið þurfið a senda mér tvö alþjóðleg svarfrímerkj, sem fást á öllum pósthúsum, fyrir hvern pennavin, sem þið óskið efhr> og ég sé um að útvega þá hjá klúbbum erlendis. Síðan verðið þið að bíða ró- leg í tvær til þrjár vikur. Að síðustu langar mig til að þakka fyrir frábæra Æsku! Rut Jakobsdóttir, Aðalgötu 25, 625 Ólafsfirði. Simi 96-62231. Skopsaga Kæra Æska. Við þökkum fyrir frábært blað. Við höfum ekki áður sent Æskupóstinum bréf og vonum að þetta verði bjrt- Okkur langaði til að senda skopsög11 og hún er svona: Einu sinni var strákur sem var sen ur í sveit. Hann kom heim aftur mán uði fyrr en fyrirhugað var. Mamma hans bað hann um skýringu á þvl' Hann svaraði: „Fljótlega eftir að ég kom drapst belja og þá var borðað eintómt beljukjö' næstu daga á eftir. Svo drapst hestur og þá var borðað eintómt hrossakjöt- Síðan drapst bóndinn og þá fór eS’ sko!“ Með þökk fyrir birtinguna. Birgitta Ina og Margrét. 1 síð- Fleiri þrauíir Halló Æska! Pabbi minn hefur keypt Æskuna í an ég var 5 ára. Það eina, sem m£r finnst vanta í blaðið, eru fleiri þrautir' Vonandi takið þið það til athugunar- Bless, bless, Perla Fanndal, Lindargötu 5, Siglufirði. 58 Tvö Ijóð Kæra Æska. Ég er stelpa í Reykjavík sem hefur gaman af því að yrkja svolítið. Mér óatt í hug að senda þér tvö ljóð og athuga hvort þú vildir birta þau. Ég yrði þér mjög þakklát. Dulnefni mitt er Kristín. Inistmsir Glitrandi og kaldar frjósa þær á glugganum mínum. Þær þrengja sér gegnum hart glerið uns þær ná því sem minnir á hlýju vorsins. ^asr glitra í ótal munstrum rétt eins og stjörnur himinhvolfsins eða eins og tærir dropar hatsins sem speglast í mánaflóði vetrarins. Mánudagur Gráir veggir. Ekkert annað að sjá. Endalausir gráir veggir með opum sem kallast gluggar. Ég horfi út í hversdagsleikann og sé að rúðurnar á gráu veggjunum eru farnar að gráta. Tárin renna niður eftir köldu og hörðu glerinu. Það er farið að rigna. Grá skýin safnast saman yfir gráu veggjunum og gráta. Menn ganga fýlulega fram hjá Veggjunum og horfa niður 1 gangstéttina. hað er mánudagur. Veggmynd af Whitney Houston Kæra Æska. Ég hef nokkrum sinnum skrifað þér áður en það hefur ekki birst. Ég er mikill aðdáandi Whitney Houston og veit um marga fleiri sem eru það. Þess vegna langar mig til að biðja um vegg- mynd af henni því að ég á enga slíka. Ég þakka kærlega fyrir veggmyndina af Madonnu sem fylgdi 7. tölublaði. Svo vil ég biðja um fleiri verðlauna- þrautir. Að síðustu þakka ég fyrir frábært blað. Kristbjörg Ingimundardóttir, Ytri-Skógum, A-Eyjafjöllum. Fréttabréf úr Kópavogi Hæ, ágæta Æska. Ég ákvað að senda þér nokkrar lín- ur um 3. flokk kvenna í UBK-liðinu. Hann hefur staðið sig með miklum ágætum bæði í fyrravetur og nú í sum- ar. Liðið var í öðru sæti í íslandsmót- inu í knattspymu innanhúss og í því þriðja utanhúss. Nú í ágúst var haldið svokallað Gull- og silfurmót en það dregur nafn sitt af samnefndri verslun. Verslunin gengst fyrir þessu móti í samvinnu við Breiðablik og er það einungis haldið fyrir 3. flokk kvenna. Mótið var haldið núna í annað sinn. Undankeppnin fór fram á Smáravelli en úrslitaleikirnir voru á Kópavogsvelli. I þessu móti höfnuðu Blikastúlkurnar í þriðja sæti. Þær sigruðu alla mótherja sína í und- ankeppninni sem er góður árangur. Auk þeirra komust Afturelding, Í.A. og Í.B.K. í úrslitakeppnina. Hún byrj- aði vel og þær sigruðu Aftureldingu í fyrsta leiknum - en svo fór að halla undan fæti. í næsta leik töpuðu þær fyrir Keflavíkurstelpunum og þar með urðu vonirnar um fyrsta sæti að engu. Vonbrigðin voru mikil. Dálítil sárabót var að þær gerðu jafntefli við Í.A. Að mótinu loknu var keppendum boðið í hamborgara, franskar og hæsí í Digranesskóla. Þar fór fram verð- launaafhending og öll liðin fengu viðurkenningarskjöl. Allir keppendur fóru glaðir og hressir heim. 3. fl. mun æfa tvisvar í viku í vetur í leikfimisaln- um í Snælandsskóla. Þjálfari liðsins er Erla Rafnsdóttir og hefur hún verið það í rúmt ár. Hún nýtur mikilla vin- sælda hjá stelpunum. Arney Þórarinsdóttir 11 ára, Snœlandsskóla. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.