Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 25

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 25
smám saman heilla þjóða - til fólks af öðru þjóðerni. Að líkna bágstöddum Mikill fjöldi fólks hefur helgað líf sitt þjáðum og þurfandi - og friði í heiminum. Fátt af því fólki er þekkt, ~ þó eru nokkrir nafntogaðir. Þú kannast við móður Theresu en senni- lega ekki vin hennar, Norðmanninn Olav Hodne. Móðir Theresa hefur þó tilnefnt hann til friðarverðlauna Nó- bels í þrjú ár. „Gefðu manni fisk og hann getur fastt fjölskylduna í einn dag. Gefðu honum veiðistöng og hann getur séð fjölskyldu sinni farborða í framtíðinni. Ég gef þeim fiskinn, Ólafur gefur þeim veiðistöngina,“ segir móðir Theresa um vin sinn. Sumir þeirra sem vakna til vitundar um ábyrgð sína hafa unnið þrekvirki. Sem dæmi um það getum við nefnt írska tónlistarmanninn Bob Geldof. Þú þekkir án efa þá sögu. Hann fékk til liðs við sig margt þekkt fólk úr starfsgrein sinni. Með tónleikum, sem sjónvarpað var um allan heim, vakti það athygli milljóna manna á neyð fólks í Eþíópíu og safnaði hundruðum milljóna króna í hjálparsjóð. Tónlist- armenn hér á landi fetuðu í fótspor þeirra og íslendingar lögðu sitt af mörkum eins og oft áður. Af hverju stríð? „Pabbi, af hverju er stríð?“ spurði dóttir mín um daginn. Mér vafðist tunga um tönn. Stundum reynist erfitt að svara svo að auðskilið verði. Ótal margt getur vakið upp deilur - sem kunna að leiða til átaka, - síðar stríðs, - jafnvel stórstyrjaldar. Menn greinir á um margt, aðhyllast mismun- andi trúarbrögð og stjórnmálaskoðan- ir. Sumum er ekkert heilagt í óstöðv- andi valdafíkn. Alvarlegast er þegar óslökkvandi hatur á kynþáttum eða trúflokkum býr með slíkum mönnum. Ef til vill finnst okkur þetta allt fjar- lægt. En lítum okkur nær. Munum við ekki eftir deilum við aðra, - hnútu- kasti — orðum sem betur hefðu verið ósögð? „Það er allt annað,“ kannt þú að hugsa. Já, því er sannarlega ekki sam- an að jafna. Engu að síður er okkur hollt að minnast þessarar smækkuðu myndar. Öll getum við gert betur en við gerum. Við skulum leggja okkar af mörk- um, taka þátt í starfi sem stuðlar að friði. Og við skulum sýna vilja okkar í verki í umgengni við aðra. KH 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.