Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 31
Ég ætla að lýsa draumaprinsinum
mínum. Hann er skolhærður og frekar
lítill. Hann er í 8. bekk og hefur
m'kinn áhuga á knattspyrnu. Hann á
heima í Breiðholti.
Ein í Þorlákshöfn
Hæ, kæra Æska. Við vonum að þið
e'gið engar ruslafötur til að losa ykkur
v'ð bréf. Hér kemur lýsing á pottþétt-
Um draumaprinsi sem á engan sinn
'ika. Hann er 2.80 m á hæð (við verð-
Um að nota stiga). Hann er oftast í
Þykkri Álafoss-ullarpeysu, bættum
gallabuxum og svo stórum strigaskóm
að tærnar á honum fá víðáttubrjálæði.
Hann er með stóra vörtu á vinstri
k'nn, rauðhærður með krullur og
fjólubláar strípur. Hann er með stór
eyru og svo margar holur í tönnunum
að það bergmálar allt sem hann segir.
Hann er með 4 brenndar tennur í efri
8óm enda leggur alveg hræðilega
órunalykt út úr honum.
Hraumaprinsinn okkar er með
eyrnamark, rifið framan hægra og
slitið aftan vinstra. Allir geta þekkt
hann á því að hann gengur með rauða
jólasveinahúfu allan ársins hring. Þeir
Sem hafa orðið hans varir hafi vinsam-
iegast samband við Jón Spæjó.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna
°g hið frábæra, sívinsæla blað
Æskuna!
Harpa, Dóra og Inga.
Viðtal við Ragnhildi
Gísladðttur
Hæ, Æska.
bú ert alveg frábært blað! Nú langar
mig til að biðja þig um að birta viðtal
við Ragnhildi Gísladóttur og einnig
veggmynd af henni. En hér kemur lýs-
ing á draumaprinsinum mínum. Hann
er skolhærður og heitir Jón Ingi. En
nú verð ég að kveðja.
Júlía Margrét 8 ára,
Brekkubœ 38.
Hver vill skrifa sætum
strák?
Hæ, elsku Æska.
Ég fékk um daginn heimilisfang hjá
æðislega sætum og hressum strák sem
á heima á Jamæka og vantar íslenska
pennavini. Ég hef bara svo marga
pennavini fyrir að ég get ekki bætt
honum við. Þá bað hann mig um að
láta einhvern strák eða stelpu hafa
heimilisfangið sitt. Hann skrifar góða
ensku og vill helst að pennavinur sinn
sé á aldrinum 14-16 ára. Sjálfur er
hann 16 ára. Ég vona að einhverjir
verði svo vinsamlegir að skrifa honum
því að hann langar mikið til að kynnast
landi og þjóð. Hann heitir Norman
Knight og heimilisfang hans er: 2
Rockhampton Drove Constant,
Kingston 8, Jamaica.
Ég þakka gott blað og ætla í lokin að
lýsa draumaprinsinum mínum. Hann
er stór, ljóshærður og með afar blá
augu. Þökk fyrir birtinguna.
Ein af Suðurnesjunum.
Draumaprinsessur
Kæra Æska. Draumaprinsessan mín
er dökkhærð með gráblá augu og dá-
lítið þybbin. Hún er dugleg að læra og
nafnið hennar byrjar á stafnum S. Hún
er góð í leikfimi og þykir gaman á
hestbaki. Pabbi hennar er læknir en
mamma hennar sjúkraliði.
Einn að austan
Prinsessan mín er ljóshærð, í meðal-
lagi há og með brún augu. Hún er í
Digranesskóla. Hún æfir djassballett
og tekur mikinn þátt í íþróttum. Ég er
að deyja úr ást til hennar. Ég veit
hreinlega ekki hvernig ég á að vekja
athygli hennar á mér. Ég hef margoft
ætlað að bjóða henni upp á skóla-
böllum en guggnað á því á síðustu
stundu. Hjartað fer þá alltaf að slá svo
hratt í mér að mér finnst ég standa á
öndinni. Ég vona að hún verði konan
mín.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna,
Nafnlaus.
31