Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 32
Bemskuárin í Vatnsdal
TALAÐ viö GRÍM GÍSLASON 74 ÁRA
GAGNVEGIR
Grímur Gíslason fæddist 10. janúar
1912. Hann er sonur hjónanna Gísla
Jónssonar og Katrínar Grímsdóttur.
Hann er fæddur og ólst upp í Vatns-
dal, fyrst í Þórormstungu og svo í
Saurbæ. Hann var bóndi í Saurbæ um
árabil en á heima nú á Blönduósi.
Kona hans er Sesselja Svavarsdóttir.
— Hvernig voru bernskuár þín í
Vatnsdalnum?
„Eg er fæddur í Þórormstungu og
fyrstu minningarnar tengjast andláti
gamallar konu sem kölluð var Uffa.
Þegar ég vaknaði einn vetrarmorgun
var mér sagt að hún Uffa væri dáin.
Hún var borin út í skemmu og stóð þar
uppi eins og kallað var. Hún var eins
konar niðursetningur og henni var ráð-
stafað af hreppnum. Jónas á Marðar-
núpi lét smíða kistu utan um hana og
ég man að hún var svört. Þá voru
kisturnar svartar. Ég man hins vegar
ekkert eftir sjálfri jarðarförinni.
Ég byrjaði snemma að vappa við
fjárhúsin og hjálpa til að láta féð inn á
veturna. Ég var víst ekki gamall þegar
ég þekkti allar ærnar með nafni. Ég
man eftir golsóttum sauði sem var svo
gæfur við mig að þegar ég stóð utan
við fjárhópinn kom hann til mín og
dinglaði rófunni. Mér þótti vænt um
hann. Við krakkarnir áttum sína ána
hvert. Ég átti svartbíldótta kind. Þegar
ég fermdist átti ég aðeins eina á.
Ég minnist líka frostavetrarins
mikla 1918. Þá var ég 6 ára. Þennan
vetur misstum við tamda, leirljósa
meri ofan í pytt úti á Hávaðanum sem
kallað var, norðan við túnið. Aðeins
hausinn á merinni stóð upp úr. Það
tókst til allar lukku að ná henni upp og
hún var látin inn í fjós. Þar hresstist
hún. Þetta er nú það sem ég man
skýrast eftir frá bernskuárunum. -
Þegar ég var nokkru eldri fengum
við Lóa systir skarlatssóttina. Við vor-
um höfð lengi í einangrun í baðstof-
unni í Norðurhúsinu og okkur var
réttur allur matur inn um gættina því
að fólkið var svo hrætt um að smitast.
Við höfðum ekki samneyti við aðra en
hænsnin. Þau komu upp í gluggatóft-
ina og við gáfum þeim af matnum
okkar eða þá að við fengum haframjöl
eða hrísgrjón til að gefa þeim. Þá var
ekki til neitt hænsnakorn eða slíkt.
Þetta eru helstu minningarnar úr Þór-
ormstungu.
A sumrin vorum við krakkarnir
venjulega látnir fara með kaffið út á
engi. Það var sent í flöskum sem voru
settar í ullarvettlinga til að halda hita á
því. Síðan var það sett í aflangan poka
sem við létum yfir öxlina og það var
rifa á annarri hliðinni á miðjum pok-
anum. Svona fluttum við kaffið og bið-
um á meðan fólkið drakk og fórum svo
aftur heim með flöskurnar.
Ég fór í skóla eins og önnur börn.
Hann var einmitt heima í Þórorms-
tungu og ég var í honum frá því að ég
man fyrst eftir mér. Ég tók fullnaðar-
próf 12 ára. Við tókum prófið saman,
ég og Bensi í Dal, Benedikt Sigfússon.
Hann var litlu eldri en ég og gekk í
skólann framan frá Forsæludal. Stund-
um var hann nótt hjá okkur og við
vorum vinir. Ég held að við höfum
verið jafnir á prófinu þó að ég væri
með flensu og háan hita þann dag. Ég
stóð í þeirri meiningu að mér hefði
verið hyglað vegna þess hvað ég var
illa á mig kominn og dró í efa að e£
hefði átt að vera eins hár og Bensi-
— Þið voruð mörg systkinin. Hva
gerðuð þið í tómstundunum?
„Við hjálpuðum til strax og við gat
um en það voru samt alltaf einhverj<>r
tómstundir. Við Kristín systir lékum
okkur mikið saman. Hún var afar
hneigð fyrir skepnur og við höfðum
fyrir vestan túnið. Þar voru gömul tot
arbrot. í búinu okkar voru skeljar’
leggir, horn og kjálkar, bæði af kin
um og fullorðnum skepnum. Þetta var
heljarmikill búskapur. Við bjuggunl
líka til drullukökur eins og aðnr
krakkar. Við lásum mikið en leikföng'
in innanhúss voru ákaflega fábreyd-
Ég man að við steyptum tólgarkerú 1
brotnu lampaglasi og notuðum þaU'
Ég gerði mikið af því að klambra ein
hverju saman með mjög lélegum tækj
um. Það var lítið meira til en hamar’
naglbítur og léleg sög og mjög lélegur
nafar. Seinna fékk ég mér svo fleirl
áhöld og smíðaði ferðakistur og ým|S
legt fleira, bæði á tré og járn, þó að e?
legði það að mestu leyti á hilluna síðar
meir. Maður smíðaði sér kistla undir
dótið sitt og svona ýmislegt. Við f°r
um oft á bæi til að hitta na-
grannakrakkana, einkum á Marðar
núpi og frændfólkið á Haukagili- Vi
hittumst ákaflega oft við Tunguána og
lékum okkur þar saman. Við strákarn
ir reyndum að veiða en höfðum ek
annað en hrífusköft til þess og einS
konar færisbút sem við vöfðum upp a
sköftin.
Svona gekk lífið. Leikföng voru a
og maður var þetta að dunda sér.
kvöldin var sest inn í baðstofu
stundum las pabbi upphátt fyrir okk-
Ur- Þá þurftu börnin að vera stillt á
meðan. Á veturna fórum við mikið á
stcauta. Bræðurnir á Marðarnúpi, þeir
Huðmundur og Björn, smíðuðu
skauta bæði fyrir sjálfa sig og aðra,
713- mig. Skautarnir voru listilegir
uraðhlauparar og voru með ólum og
"Slbandi og maður reyrði þá á venju-
ega skinnskó. Á þessum árum var
skautaíþróttin mikið stunduð, bæði
rammi í dalnum og ekki síður í út-
^alnum, á ánni eða engjunum, sem
v°ru allar meira og minna undir ís eins
US þær eru reyndar að vetri til enn
Pann dag í dag. Við nutum þess að
hta hvert annað og leika okkur
saman.“
~ Hvernig var skólaganga þín?
„Eg er búinn að segja frá barna-
st<ólanum. Eftir að hafa lokið þar
allnaðarprófi fór ég ekki aftur til
jjáms fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá
0r eg á Laugarvatn og var þar í yngri
e,ld einn vetur en ég var þá búinn að
$ra heilmikið bara af sjálfum mér. Ég
aföi bæði lært að reikna eftir bókum,
rummáls- og flatarmálsfræði, og ég var
0rúinn mjög vel niður í dönsku. Á
j^'ðsvetrarprófi á Laugarvatni var ég
$stur í dönsku yfir tvo bekki en nem-
er>dur voru 140. Síðan hef ég verið á
Peirri skoðun að sjálfsnám sé mjög
§°tt ef maður nær tökum á því.
Fimm árum seinna datt mér allt í
fmu í hug að fara á Hvanneyri. Áður
afði ég haft þá trú að búfræðingar
Víeru mestu búskussar. Þessu var
nefnilega haldið á loft og hafði greypst
^t’g- Á Hvanneyri lærði ég geysilega
Ptikið og miðaði námið við að hafa
sem mest not af því. Síðar fór ég svo í
bréfaskóla og lærði þar bókfærslu. Þar
með er upptalinn minn lærdómur."
— Ferðaðist þú mikið þegar þú
varst ungur?
„Nei, það var nú lítið ferðast.
Manni fannst mjög langt í næstu sveit
og langt til fjærstu bæjanna í eigin
sveit. Ég man vel eftir fyrstu kaupstað-
arferðinni minni. Ég fór þá ríðandi út
á Blönduós. Þá var ég enn í Þórorms-
tungu. Ég man ekki hvað ég var gam-
all þegar þetta var en ég fór með
mömmu og Valgerði á Hofi. Ég man
að mamma reið jarpri hryssu sem hét
Svala og ég held að ég hafi riðið jarp-
blesóttri meri sem ég eignaði mér og
var mjög fallegt hross en enginn gæð-
ingur. Við áðum við Þúfnalækinn rétt
fyrir utan Stóru-Giljá. Veðrið var
mjög gott.
Ég man líka þegar við fórum með
ullina í kaupstaðinn í kerru að vori til.
Þá var búið að þvo hana og hún var
flutt í pokum út á Blönduós. Þegar við
komum aftur heim var komið langt
fram á nótt. Ég var á jörpum hesti sem
pabbi átti og hét Goði. Hann var voða-
lega pratinn og viðkvæmur og alltaf
svo hræddur við að láta spenna á sig
reiðann. Hann fór alltaf í hnút og
klemmdi niður stertinn hvenær sem
hnakkur var settur á hann eða tekinn
af. Ég man að ég sofnaði á hestinum
en vaknaði við að hann lullaði suður af
móhellunni en þá var ekki upp-
hleyptur vegur eins og nú er. Ég reið
yfir ána og kveið svo voðalega fyrir að
ná af honum hnakknum þegar heim
kæmi. Ég fór af baki við réttina. Það
Viðtal:
Halla Guðmundsdóttir,
Saurbæ, Vatnsdal
endaði með því að ég losaði reiðann
og gjörðina. Síðan sleppti ég klárnum
og hann fór á fleygiferð. Hnakkurinn
dróst með hestinum dálítinn spöl en
losnaði auðvitað á endanum. Ég lall-
aði þá síðasta spottann heim í bæ og
sofnaði.“
— Hvaða munur finnst þér á
krökkum núna og þegar þú varst
ungur?
„Hann er auðvitað þó nokkur. Mað-
ur var meiri heimalningur, — lengur
heima en nú tíðkast. Svo fór maður
aldrei neitt og það var viðburður ef
komu gestir. Þegar þeir komu voru
bornar fram veitingar og spurt frétta.
Þá sátum við börnin hljóð og hlustuð-
um. Krakkar nú á dögum eru miklu
frjálsari og ófeimnari en við vorum.
Við litum lífið allt öðrum augum. Nú-
tímafólk hefur meiri peninga milli
handanna en menn höfðu þá og fleiri
möguleika til ferðalaga og menntunar
og þar fram eftir götunum. Ef við vild-
um læra meira en barnaskólinn bauð
upp á urðum við að bjarga okkur sjálf
og það hafði sína kosti.
Ég veit ekki hvort börn eru sælli nú
á dögum en þegar ég var að alast upp
þó að efnahagur sé betri nú en þá.
Okkur fannst mikið til um að fá kerta-
pakka, fleppa í skóna, vettlinga eða
sokka, útsaumað koddaver eða þá
bók. Við kunnum mjög vel að meta
það. Stundum hef ég á tilfinningunni
að nútímabörn kunni ekki að meta
gjafir sínar að verðleikum, kunni ekki
að gleðjast yfir því smáa og góða.
Svona er þetta. Það eru breyttir
tímar."
33
32