Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 14

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 14
sögðu tröllabörnin foreldrum sínum það sem þau höfðu heyrt um Jesúm og jólin. „Hann vill að við séum alltaf góð hvert við annað og fyrirgef- um ef einhver lætur illa,“ sagði tröllastelpan. „Hann var líka maður. Við erum bara tröll og búum í helli. Við getum aldrei lært svona siði,“ sagði tröllamamma. „Hann fæddist í fjárhúsi og samt gat hann það,“ sagði tröllastrákurinn. Tröllapabbi og tröllamamma sögðu ekkert en urðu hugsandi á svip, eftir því sem tröll geta orðið því að venjulega hugsa þau ekki mikið. Þegar búið var að borða gengu allir í kringum jólatréð. Svo var röðin komin að jóla- gjöfunum. Tröllafjölskyldan átti engar jólagjafir en pabbi, mamma og börnin ákváðu að gefa þeim af sínum. Tröllin urðu afskaplega glöð og hissa þegar þau opnuðu pakkana sína. Tröllastelpan fékk brúðu með bláum augum, strákurinn stóran bíl, tröllamamma fallega brjóstnælu og tröllapabbi rak- spíra sem ilmaði um alla stofuna þegar hann opnaði glasið. Þau vildu endilega gefa eitt- hvað í staðinn en það var úr vöndu að ráða því að þau höfðu ekki tekið neinar gjafir með sér enda vissu þau ekki einu sinni að það voru jól. Tröllahjónin hugsuðu málið fram og aftur þangað til þau fór að verkja í stóru, ljótu tröllakollana sína. Og þá fann tröllamamma ráðið. „Við gefum þeim gullhring- ana okkar,“ sagði hún. Svo drógu þau af fingrum sér fallegu gullhringana sem þau höfðu keypt hjá dvergunum í fjallinu. Hringarnir voru svo stórir að þeir voru eins og arm- bönd á pabba og mömmu. Og hringarnir, sem Nonni og Sigga fengu, voru of stórir til að tolla á handleggjunum svo að þau höfðu þá um öklana í staðinn. Kvöldið leið og kertin brunnu og allir voru glaðir og sælir. Tröllin sáu hve allt er miklu skemmtilegra þegar menn eru góðir hver við annan í stað þess að rífast og berjast. „Nú hættum við að berja börnin okkar og verðum alltaf góð,“ sagði tröllapabbi. „Eins og hann vildi þessi sem fæddist í fjárhúsinu,“ sagði tröllamamma. Hún átti svo erf- itt með að muna nöfn. „Já, eins og Jesús,“ sögðu tröllabörnin. Þegar tröllin bjuggust til heimferðar var komið logn og stjörnurnar skinu af heiðum himni. „Earna er jólastjarnan. Hún kemur alltaf á jólunum,“ sagði Nonni og benti á skærustu stjörnuna á himninum. „Nú lýsir hún okkur heim. Og næsta ár þegar hún kemur aftur vitum við að jólin eru komin og þá ætlum við að halda þau hátíðleg eins og þið gerið,“ sagði tröllamamma. Svo kvöddu þau og gengu af stað upp fjallið. Tröllapabbi og tröllamamma leiddu börnin sín og jólastjarnan lýsti þeim alla leiðina, alveg heim í helli. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.