Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 24

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 24
„Góði Guð! Láttu öllum líða vel og hafa það gott. Hjálpaðufá- tœku börnunum í útlandinu. Og láttu ekki verða stríð á íslandi. “ Þetta var hluti kvöldbænar fimm ára dóttur minnar fyrir skömmu. Hún orðar ósk sína um frið og réttlæti fyrir alla oftast eitthvað á þessa leið. Þú þekkir eflaust bænarefnið og einföld orð barnsins. En hún biður ekki alltaf eins og hún gerði þetta kvöld: „Láttu ekki verða stríð á íslandi.“ Ég man ekki hvert tilefnið var. Sennilega hefur einhver frétt í fjölmiðlum vakið ótta með henni, ótta við þetta voðalega stríð. Hún skilur þó auðvitað ekki til fulls hvað stríð er. Við sem eldri erum og ætíð höfum búið við frið eigum ekki heldur auðvelt með að gera okkur grein fyrir þeim hörmungum sem stríði fyigja- Ar fríðar Á þingi Sameinuðu þjóðanna var ákveðið að 1986 skyldi vera „Ár friðar". Og á árinu hefur margt verið gert til að vekja fólk til umhugsunar um friðarmál og skora á þá sem þjóðir leiða að setjast að samningaborði. Okkur er öllum í fersku minni fund- ur leiðtoga stórveldanna í Höfða. Þá var hér efnt til funda og bænastunda í því skyni að sýna að við óskum einlæg- lega eftir friði. íslendingar tóku þátt í heimshlaupi fyrir friðarmálefni. Iþróttamenn hlupu með logandi kynd- il sem borinn hafði verið um mörg lönd. Leiðtogarnir áttu lengur tal saman en gert hafði verið ráð fyrir. Von okk- ar var heit. Eftirvæntingin var áköf og vonbrigðin sár þegar ljóst varð að sam- komulag um afvopnun hafði ekki náðst. Við huggum okkur þó við að sagt er að í raun hafi mikill árangur orðið af viðræðunum. Mannréttindamál hafa mjög tengst þessari umræðu. Því miður eru réttindi fólks, — frelsi til að láta í ljós skoðanir sínar, fara frjáls ferða sinna, rækja trú sína við athafnir, víða lítt virt eða einskis. Meðan þeirri stefnu er haldið verður erfitt að semja um frið. Mörg félög hafa á stefnuskrá sinm að vinna að friði. Okkur er nærtækt að nefna Góðtemplararegluna sem fra upphafi starfs hefur virt jafnrétti og minnt á nauðsyn friðar og bræðralags allra manna. Svo er og um ungtempl' ara, skátahreyfinguna, Kristileg fé' lög ýmis — og mörg önnur mætti nefna. Alþjóðleg samskipti á vegum þess- ara félaga auka skilning og stuðla að jákvæðu viðhorfi einstaklinga og 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.