Æskan - 01.04.1987, Blaðsíða 4
A fjölunum
„Kerlingin hún Rympa
býr ruslahaugnum á
rápar til og frá allar nætur,
silast loks í bólið,
er sólin fer á stjá
og sómakærir menn fara á fætur;
kostulegt er hvernig hún lætur.“
Helstu leikarar í Rympu á ruslahaugnum. Talið frá vinstri: Sigrún Edda
Þorvaldsdóttir og Ásgeir Bragason.
Þjóðleikhúsið hefur sýnt barnaleikrit
með þulum og söngvum frá því í febrú-
ar - og sýnir það sennilega lengi enn.
Leikritið heitir Rympa á rusla-
haugnum og er eftir vinkonu lesenda
Æskunnar, Herdísi Egilsdóttur, eins
og flest ykkar vita eflaust.
Þetta er ævintýralegur ærslaleikur
með fjörugri tónlist og dönsum - en
fjallar þó um alvörumál. Rympa er
ófyrirleitin kerling! Hún heldur til á
ruslahaugnum en á hverju kvöldi læð-
ist hún í búðir til að næla sér í eitthvað
til viðurværis.
Sjálf kynnir hún sig þannig:
Rympa táknar í rauninni þann
slæma félagsskap sem börn geta lent í
ef þeim er lítið sinnt, fá ekki næga
ástúð og athygli — og leita frá fjöl-
skyldu sinni til að bæta sér það upp hjá
öðrum. Það hafa börnin í leikritinu,
Bogga og Skúli, einmitt gert: gefist
upp á skóla og heimili og flúið. Þau
eiga leið á öskuhaugana og kynnast
Rympu þar. Þeim finnst hún skem111^
leg og hættir hennar forvitnileg'r
Rympa er óðfús að kenna þeii11
ferðir sínar í lífsbaráttunni.
GAMAN LEIKHÚSIÐ
í jólablaði Æskunnar 1985 var birt
viðtal við Magnús Geir Þórðarson, þá
12 ára og „líklega yngsti leikstjóri og
formaður leikfélags á landinu". Þar
kom fram að hann hefði leikið í kvik-
myndum og á sviði Þjóðleikhússins,
auk þess að semja leikrit og stjórna því
og öðrum verkum hjá Barnaleikhús-
inu og Gaman Leikhúsinu. Frá því að
Eðvarð ræddi við Magnús hefur hann
leikið í og stjórnað Gilitrutt (í maí
1986) og Brauðsteikinni og tertunni (í
mars 1987). Hann er jafnframt leik-
hússtjóri, — að sjálfsögðu sá yngsti á
landinu í alvöru (Gaman!) leikhúsi.
Um miðjan apríl fóru fjórir leikarar
úr félaginu og sviðsmaður til Hollands
og sýndu Brauðsteikina og tertuna á
alþjóðlegri leiklistarhátíð barnaleikfé-
laga sem haldin var þar. Hátíðin stóð í
eina viku og þar sýndu félög frá ír-
landi, Stóra-Bretlandi, Danmörku,
Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Tékkósló-
vakíu, Búlgaríu, Spáni, Portúgal og
Ástralíu (!), auk Hollendinga og Gam-
an Leikhússins. Það hafði þá sérstöðu
að börn annast alla þætti sjálf• f.
Þátttakendur sóttu líka
námskeið, fóru í kynnisferðir og s
veislur í boði borgarstjórnar og fle
Magnús Geir og félagar hafa san ,
lega haldið sínu striki. Það var k
fyrir okkur Æskumenn að endut (
spurningu frá fyrra viðtali um U(
hvort hann hygðist leggja leiklist
sig. Við mundum svarið: ^
„Já, ég ákvað það þegar ég
smástrákur. Mér finnst leikhúslífiu
heillandi.“