Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1987, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1987, Blaðsíða 4
A fjölunum „Kerlingin hún Rympa býr ruslahaugnum á rápar til og frá allar nætur, silast loks í bólið, er sólin fer á stjá og sómakærir menn fara á fætur; kostulegt er hvernig hún lætur.“ Helstu leikarar í Rympu á ruslahaugnum. Talið frá vinstri: Sigrún Edda Þorvaldsdóttir og Ásgeir Bragason. Þjóðleikhúsið hefur sýnt barnaleikrit með þulum og söngvum frá því í febrú- ar - og sýnir það sennilega lengi enn. Leikritið heitir Rympa á rusla- haugnum og er eftir vinkonu lesenda Æskunnar, Herdísi Egilsdóttur, eins og flest ykkar vita eflaust. Þetta er ævintýralegur ærslaleikur með fjörugri tónlist og dönsum - en fjallar þó um alvörumál. Rympa er ófyrirleitin kerling! Hún heldur til á ruslahaugnum en á hverju kvöldi læð- ist hún í búðir til að næla sér í eitthvað til viðurværis. Sjálf kynnir hún sig þannig: Rympa táknar í rauninni þann slæma félagsskap sem börn geta lent í ef þeim er lítið sinnt, fá ekki næga ástúð og athygli — og leita frá fjöl- skyldu sinni til að bæta sér það upp hjá öðrum. Það hafa börnin í leikritinu, Bogga og Skúli, einmitt gert: gefist upp á skóla og heimili og flúið. Þau eiga leið á öskuhaugana og kynnast Rympu þar. Þeim finnst hún skem111^ leg og hættir hennar forvitnileg'r Rympa er óðfús að kenna þeii11 ferðir sínar í lífsbaráttunni. GAMAN LEIKHÚSIÐ í jólablaði Æskunnar 1985 var birt viðtal við Magnús Geir Þórðarson, þá 12 ára og „líklega yngsti leikstjóri og formaður leikfélags á landinu". Þar kom fram að hann hefði leikið í kvik- myndum og á sviði Þjóðleikhússins, auk þess að semja leikrit og stjórna því og öðrum verkum hjá Barnaleikhús- inu og Gaman Leikhúsinu. Frá því að Eðvarð ræddi við Magnús hefur hann leikið í og stjórnað Gilitrutt (í maí 1986) og Brauðsteikinni og tertunni (í mars 1987). Hann er jafnframt leik- hússtjóri, — að sjálfsögðu sá yngsti á landinu í alvöru (Gaman!) leikhúsi. Um miðjan apríl fóru fjórir leikarar úr félaginu og sviðsmaður til Hollands og sýndu Brauðsteikina og tertuna á alþjóðlegri leiklistarhátíð barnaleikfé- laga sem haldin var þar. Hátíðin stóð í eina viku og þar sýndu félög frá ír- landi, Stóra-Bretlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Tékkósló- vakíu, Búlgaríu, Spáni, Portúgal og Ástralíu (!), auk Hollendinga og Gam- an Leikhússins. Það hafði þá sérstöðu að börn annast alla þætti sjálf• f. Þátttakendur sóttu líka námskeið, fóru í kynnisferðir og s veislur í boði borgarstjórnar og fle Magnús Geir og félagar hafa san , lega haldið sínu striki. Það var k fyrir okkur Æskumenn að endut ( spurningu frá fyrra viðtali um U( hvort hann hygðist leggja leiklist sig. Við mundum svarið: ^ „Já, ég ákvað það þegar ég smástrákur. Mér finnst leikhúslífiu heillandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.