Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1987, Blaðsíða 14

Æskan - 01.04.1987, Blaðsíða 14
Það borgar sig < Anna og Palli voru í eldhúsinu heima hjá sér. Þau voru tvíburar. Anna sat við eldhúsborðið og var að lita í Andrésar Andar litabókina sína. Palli sat á móti henni og horfði á hana lita Mikka Mús. Allt í einu henti Anna frá sér litnum og sagði: „Ég nenni þessu ekki.“ „Hvað langar þig þá til að gera?“ „Mig langar út,“ sagði Anna. „Viltu þá vera memm?“ spurði Palli. „Allt í lagi,“ sagði Anna. Eftir stutta þögn sagði Palli: „Viltu koma út með bfla, Anna?“ Þá sagði Anna: „Ojj.. Það er strákaleikur.“ „Nei, ekkert frekar. Ert þú ekki oft í pabba bfl?“ Nú vissi Anna ekki hverju hún átti að svara. En rétt í þessu kom mamma þeirra inn og sagði: „Svona stórir krakkar ættu ekki að hanga inni allan daginn, orðin sex ára.“ „Við vorum á leiðinni út,“ sagði Anna. „ Anna vildi ekki koma út með bfla og sagði að það væri stráka- leikur,“ sagði Palli. Mamma svaraði ekki en sagði: „Farið þið nú út.“ „En mamma, veist þú hvað við getum farið að gera?“ spurði Anna. „Þið getið til dæmis farið í bolta- leik,“ sagði mamma þeirra. „Pabbi ykkar kemur heim klukkan 4, en þá förum við að versla.“ Palli og Anna hlupu út. Það var miklu betra veður en þau höfðu haldið. Anna fór strax og ætlaði að ná í boltann þeirra en hún fann hann hvergi. „Palli,“ kallaði hún, „veistu uu1 boltann okkar?“ „Nei,“ sagði Palli, „eða jú; nú man ég. í gær var ég að leika iuer með hann og þá fór hann inn í garðinn hjá Markúsi nágranna- „Náðu þá í hann,“ sagði Anna' „Ég þori ekki. Far þú,“ sagð' Palli. „Nei, komum þá bara að gera eitthvað annað,“ sagði Anna. „Sérðu, þama er kisa,“ bætti hú° við. „Náum henni,“ sagði Palli- Og svo hlupu þau á eftir kisunnl' 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.