Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1987, Qupperneq 10

Æskan - 01.04.1987, Qupperneq 10
„Gerum okkar bcsía“ - Er raunhæfur möguleiki á að landsliðið komist þar á verðlaunapall? „Það er erfitt að segja nokkuð til um það — og líklega best að láta það liggja milli hluta. Það má engu muna í handknattleik til að allar vonir og draumar verði að engu. Örfá skot á markið geta skipt sköpum um það hvort lið kemst áfram í keppni eða ekki. Nýlega skoðaði ég lista með nöfnum þeirra 12 landsliða sem keppa á Ólympíuleikunum. Satt að segja Ieist mér ekkert á að við ættum raunhæfan möguleika á að ná einhverju af efstu sætunum. Flest af þessum liðum höf- um við átt í basli með. Það er betra fyrir okkur öll að vera hógvær og setja markið ekki of hátt, láta það frekar koma okkur á óvart ef við komumst ofarlega. Það getur haft slæmar afleið- ingar ef búist er við of miklu. Lands- liðið kemur til með að reyna að gera sitt besta.“ Við spyrjum Þorgils Óttar næst að því hvort hann haldi að hann muni sjá eftir því þegar handboltaferlinum lýk- ur að hafa ekki lagt rækt við önnur áhugamál. Hann hefur áreiðanlega verið spurð- ur oft að þessu því að svarið kemur um hæl. „Nei, ég mun áreiðanlega ekki sjá eftir þessum árum. Þetta hefur verið ánægjulegt tímabil fram að þessu og landsliðið átt mikilli velgengni að fagna. Ég er viss um að geta tekið mér margt fyrir hendur þegar þar að kem- ur. Svo heldur maður auðvitað áfram að hafa áhuga á handknattleik þó að maður hætti að leika hann.“ — Geturðu hugsað þér að starfa eitthvað í tengslum við handknatt- leikinn eftir að þú leggur skóna á hilluna? „Já, það kemur vel til greina. Ég gæti hugsað mér að þjálfa eða vinna við félagsstörf í kringum hann. Mér finnst ég að mörgu leyti skyldugur til að endurgreiða handknattleiknum allt það sem hann hefur gert fyrir mig. Hann hefur þroskað mig og gefið mér góða félaga.“ — Erum við að verða veldi í hand- knattleiksheiminum eftir glæsilegan árangur, bæði á síðustu Ólympíu- leikum og HM-keppni og eftir að hafa lagt heimsmeistarana, Júgóslava, að velli í vetur? „Það er kannski djúpt í árinni tekið að segja að við séum að verða veldi þó að því sé ekki að neita að það er góður efniviður í landsliðinu og sumir leik- manna þess eiga að geta leikið með því næstu 6-7 árin. Því má ekki gleyma að það kostar mikið starf að halda úti góðu landsliði. Leikmenn, jafnt sem stjórnendur liðsins, þurfa að vera til- búnir til að leggja á sig mikla vinnu.“ — Hvað um ungu leikmennina? Höfum við þar góðan efnivið fyrir landsliðið? „Já, ég tel svo vera. Það er dálítið áberandi núna hjá l.-deildarliðum hvað meðalaldurinn er lágur. Að ein- hverju leyti er því um að kenna að 8- 10 leikmenn leika með erlendum fé- lagsliðum. En svo framarlega sem unga kynslóðin heldur áfram að hafa áhuga á handknattleiknum þurfum við ekki að bera kvíðboga fyrir framtíð- inni.“ — Eru þér einhverjir landsleikir minnisstæðari en aðrir? „Það eru margir sem mætti nefna en ég held þó að einn þeirra skeri sig úr. Það var þegar við töpuðum leiknum gegn S-Kóreu í HM-keppninni í Sviss. Það var hrikalegt áfall fyrir okkur því að við töldum að við ættum enga von um að komast áfram í keppninni nema vinna hann. Við vorum miður okkar næsta sólarhring á eftir. En til allrar hamingju, mörgum á óvart, unnum við næstu tvo leiki. Við vorum ákveðn- ir í að berjast upp á líf og dauða - og við höfðum það! Það hvarflaði ekki að okkur fyrirfram að við gætum unnið bæði Tékka og Rúmena.“ — Grípur sú löngun þig aldrei að hætta í handknattleiknum? „Jú, en aldrei alvarlega. Það hefur einkum verið eftir leiki þar sem allt hefur gengið á afturfótunum. En svo líður þessi hugsun hjá eftir dálítinn tíma. í seinni tíð er maður fljótari að jafna sig eftir slæma leiki. Leik- reynslan slípar mann.“ Heimakær Þorgils Óttar leikur á línunni - eins og kallað er. Við spyrjum hann næst hvort það sé ekki erfið staða. „Ég á erfitt með að dæma uin Þ því að ég hef sjaldan Ieikið í ö^rU^iT stöðum. Það eru oft mikil áfl°§ . darraðardans á línunni en maður v því eins og hverju öðru.“ — Hvaða eiginleika þarf góður lín maður að hafa? „Hann þarf að vera útsjónarsa og duglegur að slíta sig lausan °§ ^ uppi eyðurnar svo að hægt sé að sen„ boltann til hans. Hann fylgist rn^', gaumgæfilega með sóknarleiknuiu , hreyfir sig mikið. Hann verður n ^ að vera viðbúinn að taka við anum.“ n — Hefurðu fengið atvinnutilb0 10 í landsleik gegn Svíum á HM í Sviss í fyrra. Þorgils Óttar kominn á auðan sjó og skorar. si” . ’ e§ ‘^kk tilboð frá Þýskalandi en °p * ÞVl ukki. Þá var ég líka við nám Urtl ' 1 fyr'r mig að skipta é':-°g svo ertu heimakær, þykist o vita? pils brosir út í annað. ” a> é8 neita því ekki.“ i„ ^ru ekki heilmiklar bollalegg- t ,j r 1 sambandi við landsleiki eins og JÚB Þegar Þið fenguð heimsmeistara Ve^ava hingað sællar minningar í Veí’Ja> yfe undirbjuggum okkur mjög ^fir báða leikina við þá. Við 111 yfir myndböndum og stúder- uðum hvern leikmann, hvernig hann fór með knöttinn og í hvaða horn hann skaut helst.“ Öllum viðtölum er mörkuð stund og þannig er það líka með þetta. Að síð- ustu spyrjum við Þorgils Óttar að því hvernig honum finnist að leika í 1. deild eftir að flestir landsliðsmanna okkar fluttust utan. „Ég neita því ekki að mér finnst minna til 1. deildarinnar koma nú en áður. Það er sjálfsagt af því að lands- liðinu hefur gengið svo vel í seinni tíð og svo saknar maður dálítið strákanna sem eru erlendis. Það er fyrst í vetur sem ég finn fyrir þessu,“ segir hann að lokum. PENNAVINIR Ramita Adikari, E(20)hedeniya, Mo- lagoda, Kegalie, SRI LANKA. Er 14 ára. Áhugamál : Frímerkjasöfnun Trude Löseth, Ásersletta 10 a, 6017 Áser- stranda, Norge. Strákar 12-13 ára. Er sjálf 12 ára. Rebecca Franks, Hedásgatan 17, 412 53 Göteborg, Sverige. Áhugamál : Sundiðk- un, bóklestur, tónlist, dýr — íslenskir hest- ar. Hefur andstyggð á stríði, kjarnorku- vopnum og moskítóflugum. Skrifar sænsku og ensku. Hildur Bjargmundsdóttir, Akurey I, 861 Hvolsvöllur. 10-12 ára. Er sjálf 11 ára. Áhugamál: Tónlist (Greifarnir, Skriðjökl- ar), dýr, bréfaskriftir, bóklestur. Arnar Jónasson, Stóragerði 36, 108 Reykjavík. 9-12 ára. Er sjálfur 10 ára. Áhugamál : Bóklestur, dans, bréfaskriftir. Knútur Örn Bjarnason, Jörundarholti 204, 300 Akranesi. 7-9 ára. Er sjálfur 7 ára. Áhugamál margvísleg. Valdís María Stefánsdóttir, Kirkjubraut 58, 300 Akranesi. 12-14 ára. Er sjálf 12 ára. Áhugamál : Hestamennska, Prins, sætir strákar. Arna Björg Bjarnadóttir, Ásgeirsbrekku, 551 Sauðárkrókur. Er 10 ára. Svarar öllum bréfum. Jóhann Elvar Tryggvason, Sunnuhlíð 23 G, 600 Akureyri. 11-12 ára. Áhugamál : Hjólreiðar, knattspyrna og nokkuð sætar stelpur — en umfram allt góðir penna- vinir. Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, 531 Hvammstangi. Er 13 ára. Áhugamál eru mörg, t.d. hestamennska. Svarar flestum bréfum. Albert Þór Gunnarsson, Brekkubraut 2, 300 Akranesi. 12-14 ára. Er sjálfur 13 ára. Áhugamál : íþróttir, tónlist, sætar stelpur. Freyja Ásgeirsdóttir, Birkiteigi 20, 230 Keflavík. 13-15 ára. Er sjálf 14 ára. Áhugamál margvísleg. Helga M. Helgadóttir, Litluhlíð 4B, 600 Akureyri. Helst 13-15 ára strákar. Er sjálf 13 ára. Áhugamál : Tónlist (Evrópa, Cutt- ing Crew) og strákar - og ótalmargt fleira. Er um 165 sm á hæð, skolhærð, alveg stuttklippt, með grá-blá augu. Helga Guðmundsdóttir, Brekkutanga 8, 270 Varmá. 12-14 ára. Er sjálf 12 ára. Áhugamál : Hestamennska, jassballett, sætir strákar. fris Björk Sigurðardóttir, Álfheimum 27, 104 Reykjavík. 12-14 ára. Er sjálf á þrett- ánda ári. Áhugamál : Dýr, dans, frí- merkjasöfnun og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef unnt er. Svarar öllum bréfum. 11

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.