Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1987, Síða 8

Æskan - 01.04.1987, Síða 8
Þorgils Óttar Mathiesen í aðalviðtali Það er engin tilviljun hve stutt er á milli opnuviðtala við stjörnurnar í íslenska landsliðinu í handknatt- leik. Kristján Sigmundsson var hjá okkur í 1. tölublaði og núna er komið að Þorgils Óttari. Ástœðan er einföld. Handboltastrákarnir njóta svo mikilla vinsælda og virð- ingar hjá þjóðinni að flesta fýsir að vita sem mest um þá. Sigurinn yfir heimsmeisturunum, Júgóslövum, í febrúar hefur áreiðanlega ekki dregið úr hróðri liðsins. Þorgils Óttar verður 25 ára 17. maí n.k. Hann er yngsturþriggja systkina, ókvæntur og er enn íföð- urhúsum. 18 ára byrjaði hann að leika með meistaraflokki FH í handknattleik. Áður hafði hann leikið með 2. flokki. Ári seinna, 19 ára, var hann valinn til að leika með landsliðinu. Hann hefur nú leikið 138 landsleiki. Viðtal: Eðvarð Ingólfsson Litni.: Heimir Oskarsson Þorgils Óttar ásamt foreldrum sínum, Matthíasi Á. Mathiesen utanríkisráðherra Sigrúnu Þ. Mathiesen. Þau hafa stutt vel við bakið á honum í íþróttunum. Handknattleiksferill Þorgils Óttars hófst þegar hann var 10 ára. Leiðin lá strax í FH enda hélt öll fjölskylda hans með því félagi. Hann fór oft með henni til að sjá meistaraflokkinn leika og hvetja hann til dáða. Hafnfirðingar eru miklir handknattleiksunnendur og troðfylla íþróttahúsið þegar mikilvægir leikir fara fram. Snemma kviknaði löngunin hjá ungum strák, sem hreifst af stemmningunni í kringum hand- knattleikinn, til að geta síðar leikið með eftirlætisliði sínu. A þessum árum áttu FH-ingar geysisterkt handknatt- leikslið og urðu oft íslandsmeistarar. „Eftirlætisleikmaður minn, eins og margra annarra, var Geir Hallsteins- son,“ segir Þorgils Óttar þegar við tölum um þetta tímabil í upphafi við- talsins. „Við strákarnir litum talsvert upp til hans og gátum vel hugsað okk- ur að feta í fótspor hans. Á þessum árum hafði ég líka dá- lítinn áhuga á knattspymu og körfu- knattleik. Nei, ég þótti aldrei liðtækur fótboltamaður, var hálfgerður flækju- fótur og hitti boltann illa. Ég komst fljótlega að því að það fór mér betur að halda á honum en sparka í hann. ' sér Flestir félaga minna kusu að snua nær alfarið að handknattleiknunt P® ar leið fram á unglingsár. Það var11 eins og nú, hlúð vel að þeirri íþr0’ ^ grein í Firðinum. 12 ára fór ég nl^-_ flokknum mínum til Svíþjóðar * ^ ingabúðir og það var ekki til þesS .. draga úr áhuga mínum á handboh3■ — Lékuð þið Kristján Arason sa an í yngri flokkunum? a „Já. Við vorum þó ekki í sans(, skóla. Ég var í Öldutúnsskóla en Krl' ján í Lækjarskóla.“ , ^ — Fannst þér mikill munur a leika með yngri og eldri flokki? > „Já, það reynir meira á samhel meistaraflokknum. Nú er farið leggja meiri áherslu á svonefnd ke Bogdan er búinn að breyta öl handknattleik hérlendis.“ Latur að læra Áður en ég spyr Þorgils meira v handknattleikinn langar mig til f að heyra nánar af æskuárum hans- hann t.d. duglegur að læra lexíur sínar? 8

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.